Eru Honda vélarnar loksins farnar að skila árangri? Bragi Þórðarson skrifar 12. apríl 2018 06:30 Honda-vélarnar virðast vera að koma til. vísir/afp Toro Rosso náðu frábærum úrslitum í Barein kappakstrinum um helgina og var fjórða sæti Pierre Gasly besti árangur Honda frá því vélarframleiðandinn snéri aftur í Formúlu 1. Japanski vélarframleiðandinn kom aftur inn í Formúlu 1 árið 2015 með McLaren. Mikil spenna var fyrir samstarfinu þar sem McLaren Honda unnu fjóra titla bílasmiða á árunum 1988 til 1991. Samstarfið var hins vegar alger hörmung fyrir báða aðila í þetta skiptið og riftu McLaren samningnum fyrir þetta tímabil sem kostaði enska liðið 71 milljón punda eða um einn milljarð íslenskra króna. McLaren var viss um að bíll þeirra væri einn sá besti en að Honda vélin væri einfaldlega ekki nægilega góð. Í ár gerðu Toro Rosso samning við Honda og lítur úr fyrir að það samstarf gangi mun betur. Báðir bílar Toro Rosso náðu betri tíma en McLaren bílarnir í tímatökum í Barein um helgina og lítur því út að japanski vélarframleiðandinn er loksins kominn á rétta braut í Formúlu 1. Þó má ekki taka það af McLaren að ökumenn liðsins kláruðu keppnina í sjöunda og áttunda sæti og er aðalökumaður liðsins, Fernando Alonso, nú fjórði í mótinu. Það eru þó bara tvær keppnir búnar af tímabilinu og eru Toro Rosso nú þegar búnir að skipta um eina af þeim þremur vélum sem lið mega skipta um á hverju tímabili. Það er því ljóst að liðið muni fá einhverjar refsingar seinna á tímabilinu, en slíkar refsingar voru mjög algengar hjá McLaren síðastliðin ár. Það verður því áhugavert að fylgjast með framförum Toro Rosso Honda í næstu keppni sem fer fram í Kína um næstu helgi. Formúla Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Í beinni: Liverpool - Leverkusen | Xabi Alonso snýr aftur á Anfield Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Toro Rosso náðu frábærum úrslitum í Barein kappakstrinum um helgina og var fjórða sæti Pierre Gasly besti árangur Honda frá því vélarframleiðandinn snéri aftur í Formúlu 1. Japanski vélarframleiðandinn kom aftur inn í Formúlu 1 árið 2015 með McLaren. Mikil spenna var fyrir samstarfinu þar sem McLaren Honda unnu fjóra titla bílasmiða á árunum 1988 til 1991. Samstarfið var hins vegar alger hörmung fyrir báða aðila í þetta skiptið og riftu McLaren samningnum fyrir þetta tímabil sem kostaði enska liðið 71 milljón punda eða um einn milljarð íslenskra króna. McLaren var viss um að bíll þeirra væri einn sá besti en að Honda vélin væri einfaldlega ekki nægilega góð. Í ár gerðu Toro Rosso samning við Honda og lítur úr fyrir að það samstarf gangi mun betur. Báðir bílar Toro Rosso náðu betri tíma en McLaren bílarnir í tímatökum í Barein um helgina og lítur því út að japanski vélarframleiðandinn er loksins kominn á rétta braut í Formúlu 1. Þó má ekki taka það af McLaren að ökumenn liðsins kláruðu keppnina í sjöunda og áttunda sæti og er aðalökumaður liðsins, Fernando Alonso, nú fjórði í mótinu. Það eru þó bara tvær keppnir búnar af tímabilinu og eru Toro Rosso nú þegar búnir að skipta um eina af þeim þremur vélum sem lið mega skipta um á hverju tímabili. Það er því ljóst að liðið muni fá einhverjar refsingar seinna á tímabilinu, en slíkar refsingar voru mjög algengar hjá McLaren síðastliðin ár. Það verður því áhugavert að fylgjast með framförum Toro Rosso Honda í næstu keppni sem fer fram í Kína um næstu helgi.
Formúla Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Í beinni: Liverpool - Leverkusen | Xabi Alonso snýr aftur á Anfield Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira