Flugfreyjur í áfalli vegna afarkosta Icelandair Atli Ísleifsson og Birgir Olgeirsson skrifa 19. september 2018 22:44 Starfandi forstjóri Icelandair Group segir að alls verði 118 flugfreyjum og flugþjónum í hlutastarfi boðið fullt starf. VÍSIR/VILHELM Flugfreyjum og flugþjónum í hlutastarfi hjá Icelandair hefur verið gert að velja á milli þess að fara í fulla vinnu frá og með 1. janúar næstkomandi ellegar missa vinnuna. Formaður Flugfreyjufélagsins segir þetta vera gróft brot á kjarasamningi flugfreyja og mikið áfall. Bogi Nils Bogason, starfandi forstjóri Icelandair Group, segir að alls verði 118 flugfreyjum og flugþjónum í hlutastarfi boðið fullt starf. „Verður fullt starf ekki þegið verður gengið frá starfslokum viðkomandi, nema sérstakar aðstæður séu fyrir hendi sem farið verður yfir með viðkomandi.“ Hann segir að þetta eigi ekki við um þá sem hafi starfað hjá félaginu í þrjátíu ár eða lengur eða náð 55 ára aldri. „Þeir geta haldið hlutastörfum ef þeir vilja. En þeir sem hafa ekki náð þeim starfsaldri eða aldri og eru í hlutastörfum, þeim er boðið að fara í fullt starf.“Bogi Nils Bogason, starfandi forstjóri IcelandairVísir/Jóhann K. JóhannssonBogi Nils segir að fulltrúar Icelandair hafi átt fundi með Flugfreyjufélagi Íslands þar sem fulltrúar Flugfreyjufélagsins hafi lýst yfir óánægju með hugmyndirnar. „Við verðum að horfa til þess að launakostnaður er hár í samanburði við okkar samkeppnisaðila í þessum alþjóðlega flugrekstri og við verðum að bregðast við. Við erum að vinna að því að lækka þennan kostnað og þetta er liður í því.“ Flugfreyjum settir afarkostir „Þetta er mikið áfall fyrir marga,“ segir Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, í samtali við Vísi. Hún segir að með þessu sé verið að setja flugfreyjum afarkosti, annað hvort taki þær 100 prósent starf eða gangi frá starfslokum.Berglind Hafsteinsdóttir formaður Flugfreyjufélags ÍslandsVísir/ÞÞBerglind segir ástæður að baki þess að flugfreyjur ráði sig í hlutastarf af ýmsum toga. „Það eru mismunandi aðstæður hjá hverri og einni. Fólk hefur aðlagað bæði einkalíf og fjölskylduárbyrgð og samræmt það vinnunni. Þessi vinna, ólíkt mörgum öðrum, krefst mikillar fjarveru frá fjölskyldu og það er að mörgu leyti ástæðan fyrir þessum hlutastörfum. Það hefur verið unnið að þessu í mörg ár og þetta er hluti af kjarasamningi okkar, að það sé sveigjanlegri vinnutími og það sé boðið upp á að vera í hlutastarfi,“ segir Berglind.Aðför að áratuga vinnu Berglind segir Flugfreyjufélagið líta svo á að þessi ákvörðun Icelandair sé aðför að þessari áratuga vinnu. „Við höfum mótmælt þessu harðlega og teljum þetta gróft brot á kjarasamningi sem er í gildi á milli aðila,“ segir Berglind. Flugfreyjufélagið mun funda með félagsmönnum á næstu dögum og hefur þegar hafið undirbúning að frekari aðgerðum vegna þessa. Fréttir af flugi Icelandair Kjaramál Mest lesið Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Ný íbúðabyggð með betri loftgæðum Samstarf Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Viðskipti innlent Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Verðbólga heldur áfram að hjaðna Viðskipti innlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Íhuga að sameina lífeyrissjóði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Sjá meira
Flugfreyjum og flugþjónum í hlutastarfi hjá Icelandair hefur verið gert að velja á milli þess að fara í fulla vinnu frá og með 1. janúar næstkomandi ellegar missa vinnuna. Formaður Flugfreyjufélagsins segir þetta vera gróft brot á kjarasamningi flugfreyja og mikið áfall. Bogi Nils Bogason, starfandi forstjóri Icelandair Group, segir að alls verði 118 flugfreyjum og flugþjónum í hlutastarfi boðið fullt starf. „Verður fullt starf ekki þegið verður gengið frá starfslokum viðkomandi, nema sérstakar aðstæður séu fyrir hendi sem farið verður yfir með viðkomandi.“ Hann segir að þetta eigi ekki við um þá sem hafi starfað hjá félaginu í þrjátíu ár eða lengur eða náð 55 ára aldri. „Þeir geta haldið hlutastörfum ef þeir vilja. En þeir sem hafa ekki náð þeim starfsaldri eða aldri og eru í hlutastörfum, þeim er boðið að fara í fullt starf.“Bogi Nils Bogason, starfandi forstjóri IcelandairVísir/Jóhann K. JóhannssonBogi Nils segir að fulltrúar Icelandair hafi átt fundi með Flugfreyjufélagi Íslands þar sem fulltrúar Flugfreyjufélagsins hafi lýst yfir óánægju með hugmyndirnar. „Við verðum að horfa til þess að launakostnaður er hár í samanburði við okkar samkeppnisaðila í þessum alþjóðlega flugrekstri og við verðum að bregðast við. Við erum að vinna að því að lækka þennan kostnað og þetta er liður í því.“ Flugfreyjum settir afarkostir „Þetta er mikið áfall fyrir marga,“ segir Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, í samtali við Vísi. Hún segir að með þessu sé verið að setja flugfreyjum afarkosti, annað hvort taki þær 100 prósent starf eða gangi frá starfslokum.Berglind Hafsteinsdóttir formaður Flugfreyjufélags ÍslandsVísir/ÞÞBerglind segir ástæður að baki þess að flugfreyjur ráði sig í hlutastarf af ýmsum toga. „Það eru mismunandi aðstæður hjá hverri og einni. Fólk hefur aðlagað bæði einkalíf og fjölskylduárbyrgð og samræmt það vinnunni. Þessi vinna, ólíkt mörgum öðrum, krefst mikillar fjarveru frá fjölskyldu og það er að mörgu leyti ástæðan fyrir þessum hlutastörfum. Það hefur verið unnið að þessu í mörg ár og þetta er hluti af kjarasamningi okkar, að það sé sveigjanlegri vinnutími og það sé boðið upp á að vera í hlutastarfi,“ segir Berglind.Aðför að áratuga vinnu Berglind segir Flugfreyjufélagið líta svo á að þessi ákvörðun Icelandair sé aðför að þessari áratuga vinnu. „Við höfum mótmælt þessu harðlega og teljum þetta gróft brot á kjarasamningi sem er í gildi á milli aðila,“ segir Berglind. Flugfreyjufélagið mun funda með félagsmönnum á næstu dögum og hefur þegar hafið undirbúning að frekari aðgerðum vegna þessa.
Fréttir af flugi Icelandair Kjaramál Mest lesið Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Ný íbúðabyggð með betri loftgæðum Samstarf Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Viðskipti innlent Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Verðbólga heldur áfram að hjaðna Viðskipti innlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Íhuga að sameina lífeyrissjóði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Sjá meira