Samdráttur í komum þýskra ferðamanna í fyrsta sinn í tólf ár Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. september 2018 19:30 Sigríður Ragnarsdóttir, verkefnastjóri hjá Íslandsstofu, er bjartsýn á að úr batni á næsta ári. Vísir/Baldur Í fyrsta sinn í tólf ár hefur orðið samdráttur á milli ára í komum þýskra ferðamanna til Íslands. Minna flugframboð og fall Air Berlin kann meðal annars að skýra samdráttinn að sögn verkefnastjóra hjá Íslandsstofu. Fyrrverandi forstjóri Icelandair segir flugfélögin gegna lykilhlutverki við að tryggja stöðu Íslands sem áfangastaðar fyrir ferðamenn. Íslandsstofa boðaði til fundar á hótel Nordica í morgun þar sem markaðssókn í ferðaþjónustu var til umræðu. Þjóðverjar eru þriðji stærsti markhópur Íslands í ferðaþjónustu á eftir Bretum og Bandaríkjamönnum. „Við erum í fyrsta skipti á þessu ári að upplifa samdrátt í komum ferðamanna frá Þýskalandi og reyndar frá fleiri mörkuðum í Mið-Evrópu þegar litið er til síðustu tólf ára,” segir Sigríður Ragnarsdóttir, verkefnastjóri á sviði ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu og tengiliður við þýskumælandi markaði. Samdrátturinn milli ára nemur 15% miðað við fyrstu átta mánuði ársins. „Það eru án efa mjög margar ástæður að baki, ein ástæðan getur verið verðlag en ekki síður minna flugframboð núna yfir sumartímann. Þjóðverjar koma mjög mikið að sumrinu til og eftir gjaldþrot Air Berlin þá varð samdráttur í flugframboði.” Sigríður kveðst þó bjartsýn á að þróunin verði ekki sú sama næsta sumar. „Við vorum nýlega að fá fréttir af því að það mun verða aukning á flugframboði næsta sumar á milli Þýskalands og Íslands sem eru afskaplega góðar fréttir.” Björgólfur Jóhannsson, stjórnarformaður Íslandsstofu og fyrrverandi forstjóri Icelandair.Vísir/BaldurBjörgólfur Jóhannsson, stjórnarformaður Íslandsstofu og fyrrverandi forstjóri Icelandair Group, segir íslensku flugfélögin gegna lykilhlutverki. „Þau þurfa vissulega að sýna ákveðna ábyrgð í sínum rekstri og nálgun í markaðssetningu en ég hef trú á því að þau muni plumma sig eins og ég sagði áðan og sem að verður þá til þess að ferðaþjónustan verður áfram sterk og mikilvægur þáttur í gjaldeyrisöflun þjóðarinnar,“ segir Björgólfur. Fréttir af niðurstöðu skuldabréfaútboðs WOW air í gær hafi verið jákvæðar. „Það er auðvitað mikilvægt að eyða allri svona óvissu í rekstri félags sem að hefur svona mikil áhrif og það er alla vega orðið ljóst núna að miðað við fréttir þá er óvissan farin.“ Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Í fyrsta sinn í tólf ár hefur orðið samdráttur á milli ára í komum þýskra ferðamanna til Íslands. Minna flugframboð og fall Air Berlin kann meðal annars að skýra samdráttinn að sögn verkefnastjóra hjá Íslandsstofu. Fyrrverandi forstjóri Icelandair segir flugfélögin gegna lykilhlutverki við að tryggja stöðu Íslands sem áfangastaðar fyrir ferðamenn. Íslandsstofa boðaði til fundar á hótel Nordica í morgun þar sem markaðssókn í ferðaþjónustu var til umræðu. Þjóðverjar eru þriðji stærsti markhópur Íslands í ferðaþjónustu á eftir Bretum og Bandaríkjamönnum. „Við erum í fyrsta skipti á þessu ári að upplifa samdrátt í komum ferðamanna frá Þýskalandi og reyndar frá fleiri mörkuðum í Mið-Evrópu þegar litið er til síðustu tólf ára,” segir Sigríður Ragnarsdóttir, verkefnastjóri á sviði ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu og tengiliður við þýskumælandi markaði. Samdrátturinn milli ára nemur 15% miðað við fyrstu átta mánuði ársins. „Það eru án efa mjög margar ástæður að baki, ein ástæðan getur verið verðlag en ekki síður minna flugframboð núna yfir sumartímann. Þjóðverjar koma mjög mikið að sumrinu til og eftir gjaldþrot Air Berlin þá varð samdráttur í flugframboði.” Sigríður kveðst þó bjartsýn á að þróunin verði ekki sú sama næsta sumar. „Við vorum nýlega að fá fréttir af því að það mun verða aukning á flugframboði næsta sumar á milli Þýskalands og Íslands sem eru afskaplega góðar fréttir.” Björgólfur Jóhannsson, stjórnarformaður Íslandsstofu og fyrrverandi forstjóri Icelandair.Vísir/BaldurBjörgólfur Jóhannsson, stjórnarformaður Íslandsstofu og fyrrverandi forstjóri Icelandair Group, segir íslensku flugfélögin gegna lykilhlutverki. „Þau þurfa vissulega að sýna ákveðna ábyrgð í sínum rekstri og nálgun í markaðssetningu en ég hef trú á því að þau muni plumma sig eins og ég sagði áðan og sem að verður þá til þess að ferðaþjónustan verður áfram sterk og mikilvægur þáttur í gjaldeyrisöflun þjóðarinnar,“ segir Björgólfur. Fréttir af niðurstöðu skuldabréfaútboðs WOW air í gær hafi verið jákvæðar. „Það er auðvitað mikilvægt að eyða allri svona óvissu í rekstri félags sem að hefur svona mikil áhrif og það er alla vega orðið ljóst núna að miðað við fréttir þá er óvissan farin.“
Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira