Blikar leggja grasinu: Helmingur Pepsi-deildar karla gæti verið spilaður á gervigrasi næsta sumar Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. september 2018 11:45 Kópavogsvöllur verður gervigraslagður í vetur. vísir/stefán Svo gæti farið að 66 leikir af 132 í Pepsi-deild karla í fótbolta eða helmingurinn fari fram á gervigrasi á næsta ári en það yrði met og sögulegt fyrir deildina sem hefur þó verið að þróast í þá átt undanfarin ár. Þrjú lið spila heimaleiki sína á gervigrasi í Pepsi-deild karla í ár en það eru Stjarnan, Valur og Fylkir. Fylkismenn spiluðu framan af á gervigrasi inn í Egilshöll en það sama gerði Fjölnir á meðan Extra-völlurinn var ekki klár. Fylkir fór svo á nýjan gervigrasvöll sinn í Árbænum en Fjölnir á grasvöllinn í Grafarvoginum. Fjölnir spilaði tvo leiki í Egilshöllinni og fara því í heildina fram 35 leikir á gervigrasi í sumar en þeim gæti fjölgað um tæplega helming á næsta ári.HK-ingar spila innanhúss á gervigrasi.fréttablaðið/anton brinkSkaginn gæti bæst við Fjölnismenn eru í ellefta sæti Pepsi-deildarinnar, þremur stigum á eftir Fylki og Víkingi en fari svo að Fjölnismenn fari niður fækkar grasliðum í deildinni. Víkingar hefja nefnilega framkvæmdir í Víkinni að síðasta leik loknum og mæta til leiks með gervigras í Pepsi-deildina árið 2019 haldi þeir sér uppi. HK og ÍA koma upp úr Inkasso-deildinni. HK spilar á gervigrasi inn í Kórnum en ÍA spilar á grasi. Það er þó alls ekki ólíklegt að Skagamenn fari á gervigras á næstu árum en umræður um það eru hafnar á Skagnaum. „Það er í umræðunni að Norðurálsvöllurinn þróist yfir í að verða gervigrasvöllur. Það hefur ekkert formlegt komið frá félaginu til Akraneskaupstaðar en samtöl hafa átt sér stða. Þetta er umræða sem hefur verið á alvarlegum nótum,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi sem situr einnig í stjórn knattspyrnufélagsins ÍA.Víkingar fara á gervigras í haust.vísir/eyþórBlikar fá tvo velli Klárist Pepsi-deildin eins og staðan er núna verða Stjarnan, Valur, Fylkir, Víkingur og HK öll á gervigrasi á næsta ári sem og Breiðablik en búið er að taka ákvörðun í bæjarstjórn Kópavogs um að leggja gervigras á Kópavogsvöll. Framkvæmdir við hann hefjast 1. október. „Við vorum með aðrar tillögur en þetta er niðurstaðan og við unum henni. Við erum sáttir. Við fáum líka nýjan upphitaðan völl í Fagralundi þannig það verða tveir nýir gervigrasvellir í Kópavogi á næsta ári sem er framfaraskref fyrir 1.500 iðkennda deild. Svo má ekki gleyma öllum hinum liðunum í Kópavogi eins og Ými, Stál Úlfi, Augnabliki og fleirum. Þetta er gott fyrir Kópavog,“ segir Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks. Eina leiðin fyrir grasvelli að vera í meirihluta á næstu leiktíð í Pepsi-deildinni er að Fjölnir nái að fella Víking eða Fylki en Fjölnismenn mæta Fylki í lokaumferðinni. Það stefnir þó allt í að gervigras sé að taka yfir því KA-menn horfa einnig í gervigras til framtíðar.Blikarnir fagna á gervigrasi næsta sumar.vísir/báraFrost fyrir norðan „Við erum búnir að láta gera nýtt skipulag á KA-svæðinu þarm er að gert ráð fyrir nýjum byggingum, stúku á gervigrasvelli,“ segir Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, í útvarpsþættinum Brennslunni á FM957. KA mætir Grindavík í 21. umferð Pepsi-deildarinnar á sunnudaginn en spáð er tíu gráðu frosti aðfaranótt sunnudagsins og að um tveggja gráðu frost verði fyrir norðan þegar að leikurinn fer fram klukkan 14.00. „Það er tilviljun ef að við sjáum lifandi gras hérna í maí. Þetta hefur samt aldrei verið svona slæmt undir lok tímabils. Við höfum ekki enn þá þurft að brjóta klaka fyrir lokaumferðirnar,“ segir Sævar en færa þurfti bikarúrslitaleik í yngri flokkum af Greifavellinum í vikunni vegna veðurs.Staðan í Pepsi-deildinni: Valur (Gervigras) Stjarnan (Gervigras) Breiðablik (Gervigras á næsta ári) KR (Gras) FH (Gras) Grindavík (Gras) KA (Gras) ÍBV (Gras) Fylkir (Gervigras) Víkingur (Gervigras á næsta ári) Fjölnir (Gras) Keflavík (Gras)Koma upp: ÍA (Gras) HK (Gervigras á næsta ári) Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Sjá meira
Svo gæti farið að 66 leikir af 132 í Pepsi-deild karla í fótbolta eða helmingurinn fari fram á gervigrasi á næsta ári en það yrði met og sögulegt fyrir deildina sem hefur þó verið að þróast í þá átt undanfarin ár. Þrjú lið spila heimaleiki sína á gervigrasi í Pepsi-deild karla í ár en það eru Stjarnan, Valur og Fylkir. Fylkismenn spiluðu framan af á gervigrasi inn í Egilshöll en það sama gerði Fjölnir á meðan Extra-völlurinn var ekki klár. Fylkir fór svo á nýjan gervigrasvöll sinn í Árbænum en Fjölnir á grasvöllinn í Grafarvoginum. Fjölnir spilaði tvo leiki í Egilshöllinni og fara því í heildina fram 35 leikir á gervigrasi í sumar en þeim gæti fjölgað um tæplega helming á næsta ári.HK-ingar spila innanhúss á gervigrasi.fréttablaðið/anton brinkSkaginn gæti bæst við Fjölnismenn eru í ellefta sæti Pepsi-deildarinnar, þremur stigum á eftir Fylki og Víkingi en fari svo að Fjölnismenn fari niður fækkar grasliðum í deildinni. Víkingar hefja nefnilega framkvæmdir í Víkinni að síðasta leik loknum og mæta til leiks með gervigras í Pepsi-deildina árið 2019 haldi þeir sér uppi. HK og ÍA koma upp úr Inkasso-deildinni. HK spilar á gervigrasi inn í Kórnum en ÍA spilar á grasi. Það er þó alls ekki ólíklegt að Skagamenn fari á gervigras á næstu árum en umræður um það eru hafnar á Skagnaum. „Það er í umræðunni að Norðurálsvöllurinn þróist yfir í að verða gervigrasvöllur. Það hefur ekkert formlegt komið frá félaginu til Akraneskaupstaðar en samtöl hafa átt sér stða. Þetta er umræða sem hefur verið á alvarlegum nótum,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi sem situr einnig í stjórn knattspyrnufélagsins ÍA.Víkingar fara á gervigras í haust.vísir/eyþórBlikar fá tvo velli Klárist Pepsi-deildin eins og staðan er núna verða Stjarnan, Valur, Fylkir, Víkingur og HK öll á gervigrasi á næsta ári sem og Breiðablik en búið er að taka ákvörðun í bæjarstjórn Kópavogs um að leggja gervigras á Kópavogsvöll. Framkvæmdir við hann hefjast 1. október. „Við vorum með aðrar tillögur en þetta er niðurstaðan og við unum henni. Við erum sáttir. Við fáum líka nýjan upphitaðan völl í Fagralundi þannig það verða tveir nýir gervigrasvellir í Kópavogi á næsta ári sem er framfaraskref fyrir 1.500 iðkennda deild. Svo má ekki gleyma öllum hinum liðunum í Kópavogi eins og Ými, Stál Úlfi, Augnabliki og fleirum. Þetta er gott fyrir Kópavog,“ segir Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks. Eina leiðin fyrir grasvelli að vera í meirihluta á næstu leiktíð í Pepsi-deildinni er að Fjölnir nái að fella Víking eða Fylki en Fjölnismenn mæta Fylki í lokaumferðinni. Það stefnir þó allt í að gervigras sé að taka yfir því KA-menn horfa einnig í gervigras til framtíðar.Blikarnir fagna á gervigrasi næsta sumar.vísir/báraFrost fyrir norðan „Við erum búnir að láta gera nýtt skipulag á KA-svæðinu þarm er að gert ráð fyrir nýjum byggingum, stúku á gervigrasvelli,“ segir Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, í útvarpsþættinum Brennslunni á FM957. KA mætir Grindavík í 21. umferð Pepsi-deildarinnar á sunnudaginn en spáð er tíu gráðu frosti aðfaranótt sunnudagsins og að um tveggja gráðu frost verði fyrir norðan þegar að leikurinn fer fram klukkan 14.00. „Það er tilviljun ef að við sjáum lifandi gras hérna í maí. Þetta hefur samt aldrei verið svona slæmt undir lok tímabils. Við höfum ekki enn þá þurft að brjóta klaka fyrir lokaumferðirnar,“ segir Sævar en færa þurfti bikarúrslitaleik í yngri flokkum af Greifavellinum í vikunni vegna veðurs.Staðan í Pepsi-deildinni: Valur (Gervigras) Stjarnan (Gervigras) Breiðablik (Gervigras á næsta ári) KR (Gras) FH (Gras) Grindavík (Gras) KA (Gras) ÍBV (Gras) Fylkir (Gervigras) Víkingur (Gervigras á næsta ári) Fjölnir (Gras) Keflavík (Gras)Koma upp: ÍA (Gras) HK (Gervigras á næsta ári)
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Sjá meira