Vetnisstöð opnuð aftur við Vesturlandsveg Jóhann K. Jóhannsson skrifar 15. júní 2018 20:15 Vetni er eini orkugjafinn sem hægt er að framleiða í nægilegu magni hér á landi til þess að keyra bílaflota landsins samhliða rafbílavæðingu. Ísland var fyrsta landið í heiminum til þess að opna vetnisstöð fyrir bíla fyrir fimmtán árum en í dag var það gert aftur en undir öðrum áherslum. Fyrsta vetnisstöðin í heiminum var tekin í notkun við Vesturlandsveg, 24. apríl 2003, af þáverandi Iðnaðarráðherra, undir vökulu auga heimspressunnar en viðburðurinn var sendur út í beinni útsendingu. Samhliða opnuninni á sínum tíma fór af stað tilraunaverkefni sem miðaði af því að þróa og rannsaka dreifingu og notkun vetnis, efnahags og samfélagsáhrif þess og framtíðarmöguleika þess að nýta vetni í stað jarðefnaeldsneytis í íslensku samfélagi og voru meðal annars settir þrír almenningsvagnar af stað í leiðarkerfi Strætó sem allir gengu fyrir vetni. Vetnisstöðinni var lokað 2011 en þróunarverkefnið hélt áfram. Eins og vitað hafa orðið gífurlegar tækniframfarir í framleiðslu bíla og í dag var opnuð fyrsta vetnisstöðin af þremur sem taka á í notkun á þessu ári. „Núna er þetta komið skal ég segja þér. Ég tók einmitt þátt í að prófa bílanna sem komu hingað fyrst og það er bara stór munur á þessari tækni,“ segir Bjarni Már Júlíusson, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar.Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi iðnaðarráðherra opnaði vetnisstöðina aftur í dag, líkt og hún gerði fyrir fimmtán árumVísir/Jóhann K. JóhannssonLíkt og fyrir fimmtán árum var það Valgerður Sverrisdóttir, þáverandi iðnaðarráðherra sem opnaði stöðina í dag. „Þetta er vissulega svolítið öðruvísi en fyrir fimmtán árum því þá vorum við bókstaflega fyrst í heiminum að opna stöð sem þjónaði almenningi ,“ segir Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi iðnaðarráðherra, við opnun stöðvarinnar í dag. Nýverið klárarði Orka náttúrunnar að loka hringnum með hleðslustöðvum um allt land fyrir rafbíla. Framkvæmdastóri fyrirtækisins segir vetnið eina orkugjafann sem hægt sé að framleiða í nægilegu magni hér á landi til þess að keyra bílaflota landsins samhliða rafbílavæðingu. Hann segir að uppbyggingin gæti verið hröð. „Kosturinn við þennan orkugjafa er drægnin. Þú þarft ekki eins mikið að byggja upp fyrir þetta,“ segir Bjarni Már.Hvað með óvissuþættina? „Það væri lítið spennandi að taka þátt í þessu ef engin óvissa væri. Við þurfum að æfa okkur og við þurfum að hugsa um það líka að við gáfum nú bensínbílnum, eldsneytisbílnum nærri heila öld til að þróast og er orðinn þokkalegur. Eigum við ekki að gefa þessu nokkur ár,“ segir Bjarni Már. Tengdar fréttir Orkan opnar tvær nýjar vetnisstöðvar Vetnisbílar sem fluttir hafa verið til landsins að undanförnu eru nánast uppseldir. 30. maí 2018 19:04 Vetnisvagnaverkefnið framlengt? Tveggja ára þróunarverkefni með vetnisstrætisvagna lýkur í lok ágúst en unnið er að því að lengja verkefnið um eitt ár. Eina Kárahnjúkavirkjun þarf til að framleiða megi nóg vetni fyrir alla bíla landsmanna og skipaflotann. 25. júlí 2005 00:01 Heimsviðburður við Vesturlandsveg Í fyrramálið klukkan 10 verður vetnisstöðin við Vesturlandsveg, Shell, opnuð á nýjan leik eftir breytingar og nú fyrir almenna notkun. 27. nóvember 2007 14:57 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira
Vetni er eini orkugjafinn sem hægt er að framleiða í nægilegu magni hér á landi til þess að keyra bílaflota landsins samhliða rafbílavæðingu. Ísland var fyrsta landið í heiminum til þess að opna vetnisstöð fyrir bíla fyrir fimmtán árum en í dag var það gert aftur en undir öðrum áherslum. Fyrsta vetnisstöðin í heiminum var tekin í notkun við Vesturlandsveg, 24. apríl 2003, af þáverandi Iðnaðarráðherra, undir vökulu auga heimspressunnar en viðburðurinn var sendur út í beinni útsendingu. Samhliða opnuninni á sínum tíma fór af stað tilraunaverkefni sem miðaði af því að þróa og rannsaka dreifingu og notkun vetnis, efnahags og samfélagsáhrif þess og framtíðarmöguleika þess að nýta vetni í stað jarðefnaeldsneytis í íslensku samfélagi og voru meðal annars settir þrír almenningsvagnar af stað í leiðarkerfi Strætó sem allir gengu fyrir vetni. Vetnisstöðinni var lokað 2011 en þróunarverkefnið hélt áfram. Eins og vitað hafa orðið gífurlegar tækniframfarir í framleiðslu bíla og í dag var opnuð fyrsta vetnisstöðin af þremur sem taka á í notkun á þessu ári. „Núna er þetta komið skal ég segja þér. Ég tók einmitt þátt í að prófa bílanna sem komu hingað fyrst og það er bara stór munur á þessari tækni,“ segir Bjarni Már Júlíusson, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar.Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi iðnaðarráðherra opnaði vetnisstöðina aftur í dag, líkt og hún gerði fyrir fimmtán árumVísir/Jóhann K. JóhannssonLíkt og fyrir fimmtán árum var það Valgerður Sverrisdóttir, þáverandi iðnaðarráðherra sem opnaði stöðina í dag. „Þetta er vissulega svolítið öðruvísi en fyrir fimmtán árum því þá vorum við bókstaflega fyrst í heiminum að opna stöð sem þjónaði almenningi ,“ segir Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi iðnaðarráðherra, við opnun stöðvarinnar í dag. Nýverið klárarði Orka náttúrunnar að loka hringnum með hleðslustöðvum um allt land fyrir rafbíla. Framkvæmdastóri fyrirtækisins segir vetnið eina orkugjafann sem hægt sé að framleiða í nægilegu magni hér á landi til þess að keyra bílaflota landsins samhliða rafbílavæðingu. Hann segir að uppbyggingin gæti verið hröð. „Kosturinn við þennan orkugjafa er drægnin. Þú þarft ekki eins mikið að byggja upp fyrir þetta,“ segir Bjarni Már.Hvað með óvissuþættina? „Það væri lítið spennandi að taka þátt í þessu ef engin óvissa væri. Við þurfum að æfa okkur og við þurfum að hugsa um það líka að við gáfum nú bensínbílnum, eldsneytisbílnum nærri heila öld til að þróast og er orðinn þokkalegur. Eigum við ekki að gefa þessu nokkur ár,“ segir Bjarni Már.
Tengdar fréttir Orkan opnar tvær nýjar vetnisstöðvar Vetnisbílar sem fluttir hafa verið til landsins að undanförnu eru nánast uppseldir. 30. maí 2018 19:04 Vetnisvagnaverkefnið framlengt? Tveggja ára þróunarverkefni með vetnisstrætisvagna lýkur í lok ágúst en unnið er að því að lengja verkefnið um eitt ár. Eina Kárahnjúkavirkjun þarf til að framleiða megi nóg vetni fyrir alla bíla landsmanna og skipaflotann. 25. júlí 2005 00:01 Heimsviðburður við Vesturlandsveg Í fyrramálið klukkan 10 verður vetnisstöðin við Vesturlandsveg, Shell, opnuð á nýjan leik eftir breytingar og nú fyrir almenna notkun. 27. nóvember 2007 14:57 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira
Orkan opnar tvær nýjar vetnisstöðvar Vetnisbílar sem fluttir hafa verið til landsins að undanförnu eru nánast uppseldir. 30. maí 2018 19:04
Vetnisvagnaverkefnið framlengt? Tveggja ára þróunarverkefni með vetnisstrætisvagna lýkur í lok ágúst en unnið er að því að lengja verkefnið um eitt ár. Eina Kárahnjúkavirkjun þarf til að framleiða megi nóg vetni fyrir alla bíla landsmanna og skipaflotann. 25. júlí 2005 00:01
Heimsviðburður við Vesturlandsveg Í fyrramálið klukkan 10 verður vetnisstöðin við Vesturlandsveg, Shell, opnuð á nýjan leik eftir breytingar og nú fyrir almenna notkun. 27. nóvember 2007 14:57