Vetnisstöð opnuð aftur við Vesturlandsveg Jóhann K. Jóhannsson skrifar 15. júní 2018 20:15 Vetni er eini orkugjafinn sem hægt er að framleiða í nægilegu magni hér á landi til þess að keyra bílaflota landsins samhliða rafbílavæðingu. Ísland var fyrsta landið í heiminum til þess að opna vetnisstöð fyrir bíla fyrir fimmtán árum en í dag var það gert aftur en undir öðrum áherslum. Fyrsta vetnisstöðin í heiminum var tekin í notkun við Vesturlandsveg, 24. apríl 2003, af þáverandi Iðnaðarráðherra, undir vökulu auga heimspressunnar en viðburðurinn var sendur út í beinni útsendingu. Samhliða opnuninni á sínum tíma fór af stað tilraunaverkefni sem miðaði af því að þróa og rannsaka dreifingu og notkun vetnis, efnahags og samfélagsáhrif þess og framtíðarmöguleika þess að nýta vetni í stað jarðefnaeldsneytis í íslensku samfélagi og voru meðal annars settir þrír almenningsvagnar af stað í leiðarkerfi Strætó sem allir gengu fyrir vetni. Vetnisstöðinni var lokað 2011 en þróunarverkefnið hélt áfram. Eins og vitað hafa orðið gífurlegar tækniframfarir í framleiðslu bíla og í dag var opnuð fyrsta vetnisstöðin af þremur sem taka á í notkun á þessu ári. „Núna er þetta komið skal ég segja þér. Ég tók einmitt þátt í að prófa bílanna sem komu hingað fyrst og það er bara stór munur á þessari tækni,“ segir Bjarni Már Júlíusson, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar.Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi iðnaðarráðherra opnaði vetnisstöðina aftur í dag, líkt og hún gerði fyrir fimmtán árumVísir/Jóhann K. JóhannssonLíkt og fyrir fimmtán árum var það Valgerður Sverrisdóttir, þáverandi iðnaðarráðherra sem opnaði stöðina í dag. „Þetta er vissulega svolítið öðruvísi en fyrir fimmtán árum því þá vorum við bókstaflega fyrst í heiminum að opna stöð sem þjónaði almenningi ,“ segir Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi iðnaðarráðherra, við opnun stöðvarinnar í dag. Nýverið klárarði Orka náttúrunnar að loka hringnum með hleðslustöðvum um allt land fyrir rafbíla. Framkvæmdastóri fyrirtækisins segir vetnið eina orkugjafann sem hægt sé að framleiða í nægilegu magni hér á landi til þess að keyra bílaflota landsins samhliða rafbílavæðingu. Hann segir að uppbyggingin gæti verið hröð. „Kosturinn við þennan orkugjafa er drægnin. Þú þarft ekki eins mikið að byggja upp fyrir þetta,“ segir Bjarni Már.Hvað með óvissuþættina? „Það væri lítið spennandi að taka þátt í þessu ef engin óvissa væri. Við þurfum að æfa okkur og við þurfum að hugsa um það líka að við gáfum nú bensínbílnum, eldsneytisbílnum nærri heila öld til að þróast og er orðinn þokkalegur. Eigum við ekki að gefa þessu nokkur ár,“ segir Bjarni Már. Tengdar fréttir Orkan opnar tvær nýjar vetnisstöðvar Vetnisbílar sem fluttir hafa verið til landsins að undanförnu eru nánast uppseldir. 30. maí 2018 19:04 Vetnisvagnaverkefnið framlengt? Tveggja ára þróunarverkefni með vetnisstrætisvagna lýkur í lok ágúst en unnið er að því að lengja verkefnið um eitt ár. Eina Kárahnjúkavirkjun þarf til að framleiða megi nóg vetni fyrir alla bíla landsmanna og skipaflotann. 25. júlí 2005 00:01 Heimsviðburður við Vesturlandsveg Í fyrramálið klukkan 10 verður vetnisstöðin við Vesturlandsveg, Shell, opnuð á nýjan leik eftir breytingar og nú fyrir almenna notkun. 27. nóvember 2007 14:57 Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Fleiri fréttir Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Sjá meira
Vetni er eini orkugjafinn sem hægt er að framleiða í nægilegu magni hér á landi til þess að keyra bílaflota landsins samhliða rafbílavæðingu. Ísland var fyrsta landið í heiminum til þess að opna vetnisstöð fyrir bíla fyrir fimmtán árum en í dag var það gert aftur en undir öðrum áherslum. Fyrsta vetnisstöðin í heiminum var tekin í notkun við Vesturlandsveg, 24. apríl 2003, af þáverandi Iðnaðarráðherra, undir vökulu auga heimspressunnar en viðburðurinn var sendur út í beinni útsendingu. Samhliða opnuninni á sínum tíma fór af stað tilraunaverkefni sem miðaði af því að þróa og rannsaka dreifingu og notkun vetnis, efnahags og samfélagsáhrif þess og framtíðarmöguleika þess að nýta vetni í stað jarðefnaeldsneytis í íslensku samfélagi og voru meðal annars settir þrír almenningsvagnar af stað í leiðarkerfi Strætó sem allir gengu fyrir vetni. Vetnisstöðinni var lokað 2011 en þróunarverkefnið hélt áfram. Eins og vitað hafa orðið gífurlegar tækniframfarir í framleiðslu bíla og í dag var opnuð fyrsta vetnisstöðin af þremur sem taka á í notkun á þessu ári. „Núna er þetta komið skal ég segja þér. Ég tók einmitt þátt í að prófa bílanna sem komu hingað fyrst og það er bara stór munur á þessari tækni,“ segir Bjarni Már Júlíusson, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar.Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi iðnaðarráðherra opnaði vetnisstöðina aftur í dag, líkt og hún gerði fyrir fimmtán árumVísir/Jóhann K. JóhannssonLíkt og fyrir fimmtán árum var það Valgerður Sverrisdóttir, þáverandi iðnaðarráðherra sem opnaði stöðina í dag. „Þetta er vissulega svolítið öðruvísi en fyrir fimmtán árum því þá vorum við bókstaflega fyrst í heiminum að opna stöð sem þjónaði almenningi ,“ segir Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi iðnaðarráðherra, við opnun stöðvarinnar í dag. Nýverið klárarði Orka náttúrunnar að loka hringnum með hleðslustöðvum um allt land fyrir rafbíla. Framkvæmdastóri fyrirtækisins segir vetnið eina orkugjafann sem hægt sé að framleiða í nægilegu magni hér á landi til þess að keyra bílaflota landsins samhliða rafbílavæðingu. Hann segir að uppbyggingin gæti verið hröð. „Kosturinn við þennan orkugjafa er drægnin. Þú þarft ekki eins mikið að byggja upp fyrir þetta,“ segir Bjarni Már.Hvað með óvissuþættina? „Það væri lítið spennandi að taka þátt í þessu ef engin óvissa væri. Við þurfum að æfa okkur og við þurfum að hugsa um það líka að við gáfum nú bensínbílnum, eldsneytisbílnum nærri heila öld til að þróast og er orðinn þokkalegur. Eigum við ekki að gefa þessu nokkur ár,“ segir Bjarni Már.
Tengdar fréttir Orkan opnar tvær nýjar vetnisstöðvar Vetnisbílar sem fluttir hafa verið til landsins að undanförnu eru nánast uppseldir. 30. maí 2018 19:04 Vetnisvagnaverkefnið framlengt? Tveggja ára þróunarverkefni með vetnisstrætisvagna lýkur í lok ágúst en unnið er að því að lengja verkefnið um eitt ár. Eina Kárahnjúkavirkjun þarf til að framleiða megi nóg vetni fyrir alla bíla landsmanna og skipaflotann. 25. júlí 2005 00:01 Heimsviðburður við Vesturlandsveg Í fyrramálið klukkan 10 verður vetnisstöðin við Vesturlandsveg, Shell, opnuð á nýjan leik eftir breytingar og nú fyrir almenna notkun. 27. nóvember 2007 14:57 Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Fleiri fréttir Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Sjá meira
Orkan opnar tvær nýjar vetnisstöðvar Vetnisbílar sem fluttir hafa verið til landsins að undanförnu eru nánast uppseldir. 30. maí 2018 19:04
Vetnisvagnaverkefnið framlengt? Tveggja ára þróunarverkefni með vetnisstrætisvagna lýkur í lok ágúst en unnið er að því að lengja verkefnið um eitt ár. Eina Kárahnjúkavirkjun þarf til að framleiða megi nóg vetni fyrir alla bíla landsmanna og skipaflotann. 25. júlí 2005 00:01
Heimsviðburður við Vesturlandsveg Í fyrramálið klukkan 10 verður vetnisstöðin við Vesturlandsveg, Shell, opnuð á nýjan leik eftir breytingar og nú fyrir almenna notkun. 27. nóvember 2007 14:57