Vetnisstöð opnuð aftur við Vesturlandsveg Jóhann K. Jóhannsson skrifar 15. júní 2018 20:15 Vetni er eini orkugjafinn sem hægt er að framleiða í nægilegu magni hér á landi til þess að keyra bílaflota landsins samhliða rafbílavæðingu. Ísland var fyrsta landið í heiminum til þess að opna vetnisstöð fyrir bíla fyrir fimmtán árum en í dag var það gert aftur en undir öðrum áherslum. Fyrsta vetnisstöðin í heiminum var tekin í notkun við Vesturlandsveg, 24. apríl 2003, af þáverandi Iðnaðarráðherra, undir vökulu auga heimspressunnar en viðburðurinn var sendur út í beinni útsendingu. Samhliða opnuninni á sínum tíma fór af stað tilraunaverkefni sem miðaði af því að þróa og rannsaka dreifingu og notkun vetnis, efnahags og samfélagsáhrif þess og framtíðarmöguleika þess að nýta vetni í stað jarðefnaeldsneytis í íslensku samfélagi og voru meðal annars settir þrír almenningsvagnar af stað í leiðarkerfi Strætó sem allir gengu fyrir vetni. Vetnisstöðinni var lokað 2011 en þróunarverkefnið hélt áfram. Eins og vitað hafa orðið gífurlegar tækniframfarir í framleiðslu bíla og í dag var opnuð fyrsta vetnisstöðin af þremur sem taka á í notkun á þessu ári. „Núna er þetta komið skal ég segja þér. Ég tók einmitt þátt í að prófa bílanna sem komu hingað fyrst og það er bara stór munur á þessari tækni,“ segir Bjarni Már Júlíusson, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar.Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi iðnaðarráðherra opnaði vetnisstöðina aftur í dag, líkt og hún gerði fyrir fimmtán árumVísir/Jóhann K. JóhannssonLíkt og fyrir fimmtán árum var það Valgerður Sverrisdóttir, þáverandi iðnaðarráðherra sem opnaði stöðina í dag. „Þetta er vissulega svolítið öðruvísi en fyrir fimmtán árum því þá vorum við bókstaflega fyrst í heiminum að opna stöð sem þjónaði almenningi ,“ segir Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi iðnaðarráðherra, við opnun stöðvarinnar í dag. Nýverið klárarði Orka náttúrunnar að loka hringnum með hleðslustöðvum um allt land fyrir rafbíla. Framkvæmdastóri fyrirtækisins segir vetnið eina orkugjafann sem hægt sé að framleiða í nægilegu magni hér á landi til þess að keyra bílaflota landsins samhliða rafbílavæðingu. Hann segir að uppbyggingin gæti verið hröð. „Kosturinn við þennan orkugjafa er drægnin. Þú þarft ekki eins mikið að byggja upp fyrir þetta,“ segir Bjarni Már.Hvað með óvissuþættina? „Það væri lítið spennandi að taka þátt í þessu ef engin óvissa væri. Við þurfum að æfa okkur og við þurfum að hugsa um það líka að við gáfum nú bensínbílnum, eldsneytisbílnum nærri heila öld til að þróast og er orðinn þokkalegur. Eigum við ekki að gefa þessu nokkur ár,“ segir Bjarni Már. Tengdar fréttir Orkan opnar tvær nýjar vetnisstöðvar Vetnisbílar sem fluttir hafa verið til landsins að undanförnu eru nánast uppseldir. 30. maí 2018 19:04 Vetnisvagnaverkefnið framlengt? Tveggja ára þróunarverkefni með vetnisstrætisvagna lýkur í lok ágúst en unnið er að því að lengja verkefnið um eitt ár. Eina Kárahnjúkavirkjun þarf til að framleiða megi nóg vetni fyrir alla bíla landsmanna og skipaflotann. 25. júlí 2005 00:01 Heimsviðburður við Vesturlandsveg Í fyrramálið klukkan 10 verður vetnisstöðin við Vesturlandsveg, Shell, opnuð á nýjan leik eftir breytingar og nú fyrir almenna notkun. 27. nóvember 2007 14:57 Mest lesið Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Erlent Tala látinna hækkar í fimmtán Erlent Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Innlent Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Innlent Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Erlent Fleiri fréttir Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Sjá meira
Vetni er eini orkugjafinn sem hægt er að framleiða í nægilegu magni hér á landi til þess að keyra bílaflota landsins samhliða rafbílavæðingu. Ísland var fyrsta landið í heiminum til þess að opna vetnisstöð fyrir bíla fyrir fimmtán árum en í dag var það gert aftur en undir öðrum áherslum. Fyrsta vetnisstöðin í heiminum var tekin í notkun við Vesturlandsveg, 24. apríl 2003, af þáverandi Iðnaðarráðherra, undir vökulu auga heimspressunnar en viðburðurinn var sendur út í beinni útsendingu. Samhliða opnuninni á sínum tíma fór af stað tilraunaverkefni sem miðaði af því að þróa og rannsaka dreifingu og notkun vetnis, efnahags og samfélagsáhrif þess og framtíðarmöguleika þess að nýta vetni í stað jarðefnaeldsneytis í íslensku samfélagi og voru meðal annars settir þrír almenningsvagnar af stað í leiðarkerfi Strætó sem allir gengu fyrir vetni. Vetnisstöðinni var lokað 2011 en þróunarverkefnið hélt áfram. Eins og vitað hafa orðið gífurlegar tækniframfarir í framleiðslu bíla og í dag var opnuð fyrsta vetnisstöðin af þremur sem taka á í notkun á þessu ári. „Núna er þetta komið skal ég segja þér. Ég tók einmitt þátt í að prófa bílanna sem komu hingað fyrst og það er bara stór munur á þessari tækni,“ segir Bjarni Már Júlíusson, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar.Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi iðnaðarráðherra opnaði vetnisstöðina aftur í dag, líkt og hún gerði fyrir fimmtán árumVísir/Jóhann K. JóhannssonLíkt og fyrir fimmtán árum var það Valgerður Sverrisdóttir, þáverandi iðnaðarráðherra sem opnaði stöðina í dag. „Þetta er vissulega svolítið öðruvísi en fyrir fimmtán árum því þá vorum við bókstaflega fyrst í heiminum að opna stöð sem þjónaði almenningi ,“ segir Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi iðnaðarráðherra, við opnun stöðvarinnar í dag. Nýverið klárarði Orka náttúrunnar að loka hringnum með hleðslustöðvum um allt land fyrir rafbíla. Framkvæmdastóri fyrirtækisins segir vetnið eina orkugjafann sem hægt sé að framleiða í nægilegu magni hér á landi til þess að keyra bílaflota landsins samhliða rafbílavæðingu. Hann segir að uppbyggingin gæti verið hröð. „Kosturinn við þennan orkugjafa er drægnin. Þú þarft ekki eins mikið að byggja upp fyrir þetta,“ segir Bjarni Már.Hvað með óvissuþættina? „Það væri lítið spennandi að taka þátt í þessu ef engin óvissa væri. Við þurfum að æfa okkur og við þurfum að hugsa um það líka að við gáfum nú bensínbílnum, eldsneytisbílnum nærri heila öld til að þróast og er orðinn þokkalegur. Eigum við ekki að gefa þessu nokkur ár,“ segir Bjarni Már.
Tengdar fréttir Orkan opnar tvær nýjar vetnisstöðvar Vetnisbílar sem fluttir hafa verið til landsins að undanförnu eru nánast uppseldir. 30. maí 2018 19:04 Vetnisvagnaverkefnið framlengt? Tveggja ára þróunarverkefni með vetnisstrætisvagna lýkur í lok ágúst en unnið er að því að lengja verkefnið um eitt ár. Eina Kárahnjúkavirkjun þarf til að framleiða megi nóg vetni fyrir alla bíla landsmanna og skipaflotann. 25. júlí 2005 00:01 Heimsviðburður við Vesturlandsveg Í fyrramálið klukkan 10 verður vetnisstöðin við Vesturlandsveg, Shell, opnuð á nýjan leik eftir breytingar og nú fyrir almenna notkun. 27. nóvember 2007 14:57 Mest lesið Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Erlent Tala látinna hækkar í fimmtán Erlent Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Innlent Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Innlent Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Erlent Fleiri fréttir Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Sjá meira
Orkan opnar tvær nýjar vetnisstöðvar Vetnisbílar sem fluttir hafa verið til landsins að undanförnu eru nánast uppseldir. 30. maí 2018 19:04
Vetnisvagnaverkefnið framlengt? Tveggja ára þróunarverkefni með vetnisstrætisvagna lýkur í lok ágúst en unnið er að því að lengja verkefnið um eitt ár. Eina Kárahnjúkavirkjun þarf til að framleiða megi nóg vetni fyrir alla bíla landsmanna og skipaflotann. 25. júlí 2005 00:01
Heimsviðburður við Vesturlandsveg Í fyrramálið klukkan 10 verður vetnisstöðin við Vesturlandsveg, Shell, opnuð á nýjan leik eftir breytingar og nú fyrir almenna notkun. 27. nóvember 2007 14:57