Lítið talað um Ísland á blaðamannafundi Argentínumanna Henry Birgr Gunnarsson í Moskvu skrifar 15. júní 2018 16:45 Sampaoli á fundinum í dag. vísir/getty Landsliðsþjálfari Argentínu, Jorge Sampaoli, tilkynnti mjög óvænt byrjunarlið sitt fyrir leikinn gegn Íslandi á blaðamannafundi sínum áðan. Fundurinn snérist ekki mikið um Ísland. Fyrstur til að spyrja var blaðamaður frá Bangladess sem vildi vita af hverju Messi mætti aldrei á blaðamannafundi með landsliðinu. „Ég ákveð þessa hluti ekki. Þú verður að spyrja einhverja aðra en mig," sagði Sampaoli augljóslega frekar pirraður á spurningunni. Hann segir það fullkomlega eðlilegt að tilkynna liðið sólarhring fyrir leik. „Við höfum ekkert að fela. Vitum hvaða liði við viljum spila og það hefur verið að æfa samna. Liðið er mjög sterkt og góð samheldni hjá okkur. Liðið er tilbúið og mun sýna það í leiknum." Ein af örfáum spurningum um Ísland snérist um hæðarmuninn en íslenska liðið er mun hávaxnari og getur því vel ógnað í föstum leikatriðum. „Við reynum að bæta upp fyrir hæðarmuninn á öðrum sviðum. Það er auðvitað erfitt að undirbúa sig fyrir svona en við verðum að draga úr möguleikum Íslands í leiknum," sagði þjálfarinn en hvað veit hann um íslenska liðið? „Ég veit að þeirra besti maður er að jafna sig eftir meiðsli. Ég veit líka að það verður erfitt að spila við þá. Við megum ekki hugsa um að pressan sé of mikil á okkur heldur verðum við að setja þá undir pressu." Þjálfarinn gaf engan afslátt þegar kom að því að peppa sinn besta leikmann, Lionel Messi, upp. „Messi líður vel og er í toppformi. Hann getur ekki beðið eftir því að byrja að reyna að uppfylla sinn draum á þessu móti. Hann á ekki að vera undir neinni pressu því maður eins og hann gerir alla hamingjusama með spilamennsku sinni. Hann er snillingur," sagði þjálfarinn með stjörnuglampa. Flestir telja að þetta verði síðasta HM hjá Messi en ekki þjálfarinn. „Nei, ég held hann komi aftur á HM. Hann er snillingur spilar svo vel. Það er engin ástæða til þess að halda að hann komi ekki aftur eftir fjögur ár."Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Sjá meira
Landsliðsþjálfari Argentínu, Jorge Sampaoli, tilkynnti mjög óvænt byrjunarlið sitt fyrir leikinn gegn Íslandi á blaðamannafundi sínum áðan. Fundurinn snérist ekki mikið um Ísland. Fyrstur til að spyrja var blaðamaður frá Bangladess sem vildi vita af hverju Messi mætti aldrei á blaðamannafundi með landsliðinu. „Ég ákveð þessa hluti ekki. Þú verður að spyrja einhverja aðra en mig," sagði Sampaoli augljóslega frekar pirraður á spurningunni. Hann segir það fullkomlega eðlilegt að tilkynna liðið sólarhring fyrir leik. „Við höfum ekkert að fela. Vitum hvaða liði við viljum spila og það hefur verið að æfa samna. Liðið er mjög sterkt og góð samheldni hjá okkur. Liðið er tilbúið og mun sýna það í leiknum." Ein af örfáum spurningum um Ísland snérist um hæðarmuninn en íslenska liðið er mun hávaxnari og getur því vel ógnað í föstum leikatriðum. „Við reynum að bæta upp fyrir hæðarmuninn á öðrum sviðum. Það er auðvitað erfitt að undirbúa sig fyrir svona en við verðum að draga úr möguleikum Íslands í leiknum," sagði þjálfarinn en hvað veit hann um íslenska liðið? „Ég veit að þeirra besti maður er að jafna sig eftir meiðsli. Ég veit líka að það verður erfitt að spila við þá. Við megum ekki hugsa um að pressan sé of mikil á okkur heldur verðum við að setja þá undir pressu." Þjálfarinn gaf engan afslátt þegar kom að því að peppa sinn besta leikmann, Lionel Messi, upp. „Messi líður vel og er í toppformi. Hann getur ekki beðið eftir því að byrja að reyna að uppfylla sinn draum á þessu móti. Hann á ekki að vera undir neinni pressu því maður eins og hann gerir alla hamingjusama með spilamennsku sinni. Hann er snillingur," sagði þjálfarinn með stjörnuglampa. Flestir telja að þetta verði síðasta HM hjá Messi en ekki þjálfarinn. „Nei, ég held hann komi aftur á HM. Hann er snillingur spilar svo vel. Það er engin ástæða til þess að halda að hann komi ekki aftur eftir fjögur ár."Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Sjá meira