Umfjöllun: KR - Tindastóll 89-73 │KR-ingar eru fimmfaldir Íslandsmeistarar Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 28. apríl 2018 23:15 KR-ingar fagna Íslandsmeistaratitlinum Vísir/bára KR er fimmfaldur Íslandsmeistari í körfubolta eftir glæsilegan sigur á Tindastól, 89-73, á heimavelli sínum í DHL höllinni í vesturbæ Reykjavík í kvöld í fjórða leik í úrslitarimmu Domino’s deildarinnar. KR vann einvígið 3-1. Tindastóll byrjaði leikinn frábærlega. Fyrstu sjö stig leiksins voru gestanna og leit út fyrir að þeir væru tilbúnir til leiks. Þá tók hins vegar Finnur Freyr Stefánsson leikhlé og næstu 10 stig voru KR. Eftir áhlaup KR-inga var eins og blaðran hefði bara strax sprungið hjá Tindastól. Ekkert gekk og seint í fyrsta leikhluta voru þeir 3 af 14 úr skotum. Eftir fyrsta leikhluta var staðan 24-12. Annar leikhluti byrjaði svipaður og sá fyrsti endaði og var útlitið orðið svart fyrir stuðningsmenn Tindastóls og hlutlausa því tilfinningin var sú að KR myndi valta yfir þennan leik. Þá vöknuðu Tindastólsmenn aðeins, þá sérstaklega Sigtryggur Arnar Björnsson og Björgvin Hafþór Ríkharðsson, og fóru að mæta KR. Tindastóll náði að vinna annan leikhluta, en bara með einu stigi og staðan var 44-33 í hálfleik eftir að munurinn var kominn niður fyrir tíu stig undir lok fyrri hálfleiks. Gestirnir komu sterkir til baka í seinni hálfleikinn og með Sigtrygg Arnar fremstan í flokki náðu að minnka muninn niður í þrjú stig. Þá skoruðu KR-ingar nokkrar körfur í röð ásamt því að Pétur Rúnar Birgisson fékk dæmda á sig óíþróttamannslega villu og Stólarnir hreinlega brotnuðu. Eftir frábæra endurkomu fór ekkert að ganga hjá þeim og KR-ingar hreinlega völtuðu yfir þá. Aldrei gáfust Stólarnir þó upp en þeir hittu mjög illa og KR-ingar sýndu styrk sinn. Eftir að munurinn var kominn nálægt 20 stigum voru úrslitin í raun ráðin og svo fór að lokum að KR vann glæsilegan 89-73 sigur fyrir framan stútfulla DHL höll. Afhverju vann KR? Heimamenn mættu sterkir til leiks. Það var allt með þeim í kvöld. Þeir voru á heimavelli, með mikla sigurhefð og voru búnir að eiga erfitt tímabil en samt komast í úrslitarimmuna og fimmti titillinn var of nálægt til þess að þeir misstu hann frá sér. Það hjálpaði þeim að Tindastóll hitti mjög illa hér en að sama skapi virtust allir þeirra leikmenn vera tilbúnir til leiks og enginn átti slæman leik. KR sýndi það að þetta lið er það besta í íslenskum körfubolta.Hverjir stóðu upp úr? Kristófer Acox var algjörlega frábær og hann fékk verðlaunin sem mikilvægasti maður úrslitakeppninnar, grip sem hann átti fullkomlega skilið. Gríðarlega sterkur í vörn og skilaði miklu í sókninni, var eini maðurinn sem komst nálægt Sigtryggi í stigaskori. Þá stigu „gömlu“ mennirnir Jón Arnór Stefánsson og Brynjar Þór Björnsson vel upp og allt KR-liðið spilaði mjög vel. Hjá Tindastól var Sigtryggur Arnar oft á tíðum eini maðurinn sem virtist vera með hausinn í lagi. Hann barðist allan tímann og átti frábær tilþrif í sóknarleiknum.Hvað gekk illa? Eins og áður segir þá voru Stólarnir að hitta illa. Þeir réðu oft á tíðum mjög illa við varnarleik KR og voru að gera nokkuð af mistökum, tapa boltanum klaufalega og tóku oft á tíðum ógáfuleg skot. Voru oft að velja erfiðari skot en þeir hefðu þurft.Hvað gerist næst? Sumarfrí fram undan hjá báðum liðum. KR-ingar munu fagna fram í nóttina en Tindastóll á langa rútuferð heim á Sauðárkrók.KR-Tindastóll 89-73 (24-12, 20-21, 23-16, 22-24) KR: Kristófer Acox 23/15 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 16/4 fráköst, Jón Arnór Stefánsson 14/5 fráköst, Darri Hilmarsson 11/5 fráköst/7 stoðsendingar, Pavel Ermolinskij 9/10 fráköst/5 stoðsendingar, Kendall Pollard 9/5 fráköst, Björn Kristjánsson 5, Marcus Walker 2, Orri Hilmarsson 0, Arnór Hermannsson 0, Vilhjálmur Kári Jensson 0, Sigurður Á. Þorvaldsson 0. Tindastóll: Sigtryggur Arnar Björnsson 27, Antonio Hester 15/10 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 14/10 fráköst/9 stoðsendingar, Axel Kárason 6, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 6, Viðar Ágústsson 3, Friðrik Þór Stefánsson 2, Helgi Rafn Viggósson 0, Helgi Freyr Margeirsson 0, Finnbogi Bjarnason 0, Hannes Ingi Másson 0, Chris Davenport 0. Dominos-deild karla
KR er fimmfaldur Íslandsmeistari í körfubolta eftir glæsilegan sigur á Tindastól, 89-73, á heimavelli sínum í DHL höllinni í vesturbæ Reykjavík í kvöld í fjórða leik í úrslitarimmu Domino’s deildarinnar. KR vann einvígið 3-1. Tindastóll byrjaði leikinn frábærlega. Fyrstu sjö stig leiksins voru gestanna og leit út fyrir að þeir væru tilbúnir til leiks. Þá tók hins vegar Finnur Freyr Stefánsson leikhlé og næstu 10 stig voru KR. Eftir áhlaup KR-inga var eins og blaðran hefði bara strax sprungið hjá Tindastól. Ekkert gekk og seint í fyrsta leikhluta voru þeir 3 af 14 úr skotum. Eftir fyrsta leikhluta var staðan 24-12. Annar leikhluti byrjaði svipaður og sá fyrsti endaði og var útlitið orðið svart fyrir stuðningsmenn Tindastóls og hlutlausa því tilfinningin var sú að KR myndi valta yfir þennan leik. Þá vöknuðu Tindastólsmenn aðeins, þá sérstaklega Sigtryggur Arnar Björnsson og Björgvin Hafþór Ríkharðsson, og fóru að mæta KR. Tindastóll náði að vinna annan leikhluta, en bara með einu stigi og staðan var 44-33 í hálfleik eftir að munurinn var kominn niður fyrir tíu stig undir lok fyrri hálfleiks. Gestirnir komu sterkir til baka í seinni hálfleikinn og með Sigtrygg Arnar fremstan í flokki náðu að minnka muninn niður í þrjú stig. Þá skoruðu KR-ingar nokkrar körfur í röð ásamt því að Pétur Rúnar Birgisson fékk dæmda á sig óíþróttamannslega villu og Stólarnir hreinlega brotnuðu. Eftir frábæra endurkomu fór ekkert að ganga hjá þeim og KR-ingar hreinlega völtuðu yfir þá. Aldrei gáfust Stólarnir þó upp en þeir hittu mjög illa og KR-ingar sýndu styrk sinn. Eftir að munurinn var kominn nálægt 20 stigum voru úrslitin í raun ráðin og svo fór að lokum að KR vann glæsilegan 89-73 sigur fyrir framan stútfulla DHL höll. Afhverju vann KR? Heimamenn mættu sterkir til leiks. Það var allt með þeim í kvöld. Þeir voru á heimavelli, með mikla sigurhefð og voru búnir að eiga erfitt tímabil en samt komast í úrslitarimmuna og fimmti titillinn var of nálægt til þess að þeir misstu hann frá sér. Það hjálpaði þeim að Tindastóll hitti mjög illa hér en að sama skapi virtust allir þeirra leikmenn vera tilbúnir til leiks og enginn átti slæman leik. KR sýndi það að þetta lið er það besta í íslenskum körfubolta.Hverjir stóðu upp úr? Kristófer Acox var algjörlega frábær og hann fékk verðlaunin sem mikilvægasti maður úrslitakeppninnar, grip sem hann átti fullkomlega skilið. Gríðarlega sterkur í vörn og skilaði miklu í sókninni, var eini maðurinn sem komst nálægt Sigtryggi í stigaskori. Þá stigu „gömlu“ mennirnir Jón Arnór Stefánsson og Brynjar Þór Björnsson vel upp og allt KR-liðið spilaði mjög vel. Hjá Tindastól var Sigtryggur Arnar oft á tíðum eini maðurinn sem virtist vera með hausinn í lagi. Hann barðist allan tímann og átti frábær tilþrif í sóknarleiknum.Hvað gekk illa? Eins og áður segir þá voru Stólarnir að hitta illa. Þeir réðu oft á tíðum mjög illa við varnarleik KR og voru að gera nokkuð af mistökum, tapa boltanum klaufalega og tóku oft á tíðum ógáfuleg skot. Voru oft að velja erfiðari skot en þeir hefðu þurft.Hvað gerist næst? Sumarfrí fram undan hjá báðum liðum. KR-ingar munu fagna fram í nóttina en Tindastóll á langa rútuferð heim á Sauðárkrók.KR-Tindastóll 89-73 (24-12, 20-21, 23-16, 22-24) KR: Kristófer Acox 23/15 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 16/4 fráköst, Jón Arnór Stefánsson 14/5 fráköst, Darri Hilmarsson 11/5 fráköst/7 stoðsendingar, Pavel Ermolinskij 9/10 fráköst/5 stoðsendingar, Kendall Pollard 9/5 fráköst, Björn Kristjánsson 5, Marcus Walker 2, Orri Hilmarsson 0, Arnór Hermannsson 0, Vilhjálmur Kári Jensson 0, Sigurður Á. Þorvaldsson 0. Tindastóll: Sigtryggur Arnar Björnsson 27, Antonio Hester 15/10 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 14/10 fráköst/9 stoðsendingar, Axel Kárason 6, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 6, Viðar Ágústsson 3, Friðrik Þór Stefánsson 2, Helgi Rafn Viggósson 0, Helgi Freyr Margeirsson 0, Finnbogi Bjarnason 0, Hannes Ingi Másson 0, Chris Davenport 0.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum