Daniel Ricciardo sigraði í Mónakó Einar Sigurvinsson skrifar 27. maí 2018 16:15 Daniel Ricciardo fagnar sigrinum í dag. getty Ástralinn Daniel Ricciardo sem keyrir fyrir Red Bull, sigraði Formúlu 1 kappaksturinn í Mónakó. Þetta var annar sigur hans á tímabilinu. Ricciardo tókst með miklum glæsibrag að halda Sebastian Vettel fyrir aftan sig þrátt fyrir að hafa verið í vandræðum með bíl sinn síðustu 50 hringina, en mjög erfitt er að taka fram úr á brautinni í Mónakó. „Ég fann kraftinn minnka og ég hélt að kappakstrinum væri lokið. Það voru nokkrar efasemdir um að við myndum ná að halda þetta út, en við unnum Mónakó,“ sagði Ricciardo að akstri loknum, en hann tilkynnti um vandræði með bíl sinn á hring 28. hring. Ferrari ökuþórinn Sebastian Vettel endaði í 2. sæti og Lewis Hamilton sem keyrir fyrir Mercedes endaði í 3. sætinu, en Mercedes hefur nú 19 stiga forskot á Ferrari í keppni bílasmiða. Lewis Hamilton er stigahæstur meðal ökuþóra með 110 stig, næstur kemur Vettel með 96 stig en Ricciardo er í 3. sæti með 72 stig. Þeir hafa nú allir unnið tvær keppnir á tímabilinu. Formúla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Ástralinn Daniel Ricciardo sem keyrir fyrir Red Bull, sigraði Formúlu 1 kappaksturinn í Mónakó. Þetta var annar sigur hans á tímabilinu. Ricciardo tókst með miklum glæsibrag að halda Sebastian Vettel fyrir aftan sig þrátt fyrir að hafa verið í vandræðum með bíl sinn síðustu 50 hringina, en mjög erfitt er að taka fram úr á brautinni í Mónakó. „Ég fann kraftinn minnka og ég hélt að kappakstrinum væri lokið. Það voru nokkrar efasemdir um að við myndum ná að halda þetta út, en við unnum Mónakó,“ sagði Ricciardo að akstri loknum, en hann tilkynnti um vandræði með bíl sinn á hring 28. hring. Ferrari ökuþórinn Sebastian Vettel endaði í 2. sæti og Lewis Hamilton sem keyrir fyrir Mercedes endaði í 3. sætinu, en Mercedes hefur nú 19 stiga forskot á Ferrari í keppni bílasmiða. Lewis Hamilton er stigahæstur meðal ökuþóra með 110 stig, næstur kemur Vettel með 96 stig en Ricciardo er í 3. sæti með 72 stig. Þeir hafa nú allir unnið tvær keppnir á tímabilinu.
Formúla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira