Kjörsóknin, rassskelling Vg, vending í Reykjavík og hann Einar Þorsteinsson Jakob Bjarnar skrifar 27. maí 2018 14:15 Menn vilja lesa eitt og annað í þau óræðu og jafnvel misvísandi skilaboð sem leyndust í þessum kössum. visir/vilhelm Ýmis atriði tengd niðurstöðum nýafstaðinna sveitarstjórnarkosninga eru þess virði að þau séu skoðuð nánar. Vísir bar nokkur þeirra undir sérfræðing fréttastofunnar, Grétar Þór Eyþórsson stjórnmálafræðing.Botninum náð hvað kosningaþátttöku varðarFyrir kosningar höfðu ýmsir áhyggjur af kosningaþátttöku, að hún yrði dræmari en nokkru sinni. Svörtustu spár í þeim efnum gengu ekki eftir. Í Reykjavík var kjörsóknin 67 prósent eða rúmlega fjórum prósentustigum meiri en í kosningunum fyrir fjórum árum. Kjörsókn var víða á bilinu 60-75 prósent en hún var langminnst í Reykjanesbæ eða 57 prósent.Grétar Þór hljóp yfir nokkur atriði sem stóðu uppúr eftir nýafstaðnar sveitarstjórnarkosningar.visir/tumiÓlafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur varpar öndinni léttar og segist, á sinni Facebooksíðu, gleðjast yfir því „í morgunsár að kjörsókn á landinu öllu er um 67% og örlítið skárri en 2014. Að vísu er kjörsókn í sveitarstjórnarkosningum núna sú næst-minnsta í áratugi, en frjálst fall kjörsóknar í íslenskum sveitarstjórnarkosningum allar götur frá 2002 hefur stöðvast og fylgir þar „trendi" þingkosninga 2017.“ Grétar Þór segir þetta til marks um botninum nú náð. „Við vorum ekki ánægð með 66,5 fyrir fjórum árum. Þetta er nokkurn veginn það sama. Nema, við vitum þá að botninum var náð þá. Án þess að þetta sé sérstakt ánægjuefni. Þarna vegur þyngst að kosningaþátttaka jókst í Reykjavík, miðað við fyrir fjórum árum og það vigtar mjög þungt í stóra samhenginu. Svo náttúrlega voru tilvik þar sem kosningaþátttaka var mjög slæm,“ segir Grétar Þór og bendir á að Reykjanesbæ í því samhengi. Það komi á óvart vegna þess að þar hefur mikið gengið á.Ekkert endilega svo að fleiri framboð dragi að fleiri kjósendurGrétar Þór segir að það sé ekkert endilega svo að fleiri flokkar og fleiri í framboði, dragi að fleiri kjósendur. „Það eru ekki endilega bein tengsl þar á milli en svo getur verið við tilteknar aðstæður. Og því veltir maður því fyrir sér hvort sú er raunin í Reykjavík?“ Það sem menn horfa til með fleiri framboðum er að fleiri séu í baráttunni og dragi þannig fleiri kjósendur að. En, þá er til þess að líta að nokkur framboð í Reykjavík fengu ekki mikið fleiri til að kjósa sig en sem nemur frambjóðendunum sjálfum og þeirra nánustu ættingjum. „Já, botninum náð. Greinilega. En, þetta er kannski ekki staður sem okkur finnst æskilegt að vera á. 2014 var mikið áfall þegar þátttakan hélt áfram að hrynja og ekkert hefur gerst nema það að við erum stödd þar sem við vorum þá.“Óvæntur blússandi byr í segl Eyþórs ArnaldsAnnað sem horfa má til, þegar það er skoðað sem hæst ber er fylgissveifla til Sjálfstæðisflokksins í borginni. Á síðustu metrunum fékk Eyþór Arnalds og hans fólk verulegan byr í seglin; nokkuð sem engin teikn voru á lofti um nema í því sem sýndi sig í skoðanakönnun Gallup sem birtist rétt fyrir kosningar.Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, og Hildur Björnsdóttir sem skipar 2. sætið á lista flokksins fallast hér í faðma á kosningavökunni á Grand Hotel hvar Sjálfstæðismenn léku á als oddi í nótt.vísir/vilhelm„Fyrirboði þess sem koma skyldi,“ segir Grétar Þór. En, hann hefur engar skýringar í fljótu bragði á því hvað gerðist. „Ekkert sem blasir við. Þess vegna hallast ég frekar að því að þetta hafi verið meira eitthvað undirliggjandi og óákveðnir hafi farið í þessa átt að lokum. Ég sé ekki að það hafi verið eitthvað „móment“ síðustu vikuna. Auðvitað auglýstu Sjálfstæðismenn hressilega og mikið síðustu vikuna. Það hefur kannski hjálpað eitthvað til. En, dýpri skýringar án þess að hafa nokkur einustu gögn, eru ekki nærtækar. Erfitt að átta sig á þessu. Það er kannski hægt að sjá þetta seinna,“ segir Grétar Þór.Einar Þorsteinsson reyndist Sósíalistum haukur í horniTalandi um móment. Þó leiða megi að því líkur að kosningabaráttan hafi lengstum verið hreinlega leiðinleg, þá var Vísir ekki fyrr búinn að birta samantekt þess efnis en heldur betur tók að hitna í kolunum. Einar Þorsteinsson fréttamaður RÚV sá um fjörið og bauð uppá það í leiðtogaumræðum á Ríkisútvarpinu. Hann gekk á oddvita Sósíalistaflokksins, Sönnu Magdalenu, og spurði hana um bakgrunn framkvæmdastjóra flokksins, svo hressilega að ýmsum ofbauð. Líkast til er þetta „móment“ kosningabaráttunnar, hliðstætt því er Inga Sæland felldi tár í kosningabaráttu fyrir síðustu Alþingiskosningar. Kári Stefánsson forstjóri ÍE hefur skrifað opið bréf til Einars þar sem hann krefst þess að Einar segi sig frá frekari störfum við fréttastofuna.Sanna fékk tækifæri til að sýna hvað í henni býrEn, þetta er ekki einhlýtt og fjölmargir telja að umdeild framganga Einars hafi hreinlega orðið til að auka fylgi Sósíalistaflokksins. Þeirra á meðal er Sanna sjálf sem sagði í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins: „Já, ég held að Einar [Þorsteinsson, fréttamaður] hafi hjálpað okkur slatta mikið með þessari spurningu, það hefur mikið verið talað um þetta og mikið búið að deila þessu á Facebook og svona. Þannig að ég er búin að fá mikið hrós þar sem fólk segir bara „vá hvað þú rústaðir þessu.“ Þannig að það er mjög gaman að heyra það.“Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokksins í Reykjavík, er tvímælalaust einn af sigurvegurum nýafstaðinna kosninga og Sanna þakkar meðal annars Einari Þorsteinssyni fréttamanni Ríkissjónvarpisins það.Vísir/VilhelmGrétar Þór telur það ekki úr vegi að ætla að svona sé þetta í pottinn búið. „Að þetta hafi verið einhvers konar Ingu Sæland-móment? Það er alveg hugsanlegt. Ekki er hægt að útiloka það. Hún fær „móment“ sem allir taka eftir. Fólk beið með öndina í hálsinum, hvað segir hún og Sanna náði að nýta sér það vel. Henni tókst vel upp með svar sitt og fékk tækifæri til að sýna hvað hún getur.“Ríkisstjórnarþátttaka reyndist Vg erfiður ljár í þúfuAð endingu er vert að horfa til stöðu Vg. Rassskelling, segir Líf Magneudóttir, leiðtogi flokksins í borginni, í samtali við Vísi nú í morgun. En vill þó tala um vinstrið í víðri merkingu. Þó ýmsir liðsmenn Vg vilji helst horfa í aðrar áttir í leit að skýringum, þá virðist nærtækasta skýringin vera hin umdeilda þátttaka Vg í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki? „Við fyrstu sýn virðist svo vera,“ segir Grétar Þór. „Að slæm niðurstaða í Kópavogi og Reykjavík sé vegna ríkisstjórnarsamstarfsins. En á móti kemur að þar bauð Sósíalistaflokkurinn fram þannig að það eru kannski fleiri en ein skýring.Þó kosningaúrslitin hafi reynst bæði Degi B. Eggertssyni, leiðtoga Samfylkingarinnar í borginni og þá ekki síður Líf Magneudóttur Vg, erfið eru þau ekki búin að gefa stjórnartaumana frá sér.Vísir/VilhelmEn auðvitað er nærtækt að álykta sem svo að verið sé, að einhverju leyti, að refsa Vg fyrir stjórnarþátttökuna.“Sósíalistaflokkurinn gæti verið breyta í slöku fylgi VgGrétar Þór segir að í síðustu sveitarstjórnarkosningum hafi Vg verið með níu kjörna menn af sínum listum en átta nú. En, það bregði þó ekki réttri mynd af því hversu mjög fylgi flokksins skrapp saman. „Þetta eru einhvers konar skilaboð en ég held að Sósíalistaflokkurinn hafi klárlega verið breyta í Reykjavík.“ En, þá má til þess líta að áherslur Vg hafa verið þær að vilja berjast fyrir láglaunastéttir, umhverfismál og svo kvenréttindi. Í borginni bauð fram sérlegur Kvennalisti en hann hafði ekki erindi sem erfiði og virtist í því ekki vera að kroppa mikið af fylgi Vg, ekki í þeim efnum. Grétar Þór segir það rétt, að erfitt sé að setja puttann á einhlítar skýringar í þessum efnum; nema erfitt sé að horfa hjá því að stjórnarsamstarfið hafi reynst Vg óþægur ljár í þúfu. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Leiðinlegustu kosningar í manna minnum Kosningabaráttan minnir helst á finnska kvikmynd sem ekki er vitað hvort á að vera fyndin eða sorgleg. 25. maí 2018 14:00 „Vinstrið er að fá rassskellingu“ Líf segir niðurstöðuna mikil vonbrigði, sérstaklega fyrir vinstrimenn. Þá telur Líf mikilvægt að Vinstri græn eigi aðild að meirihlutaviðræðum. 27. maí 2018 11:17 Framkvæmdastjóri Sósíalista kallar fréttamann RÚV drullusokk eftir kappræður Fréttamaðurinn spurði frambjóðanda Sósíalista hvort kjósendur gætu treyst flokknum með Gunnar Smára Egilsson í brúnni. 25. maí 2018 23:09 Kjörsóknin langminnst í Reykjanesbæ Kjörsókn var víða á bilinu 60-75 prósent en hún var langminnst í Reykjanesbæ eða 57 prósent. 27. maí 2018 10:43 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Ýmis atriði tengd niðurstöðum nýafstaðinna sveitarstjórnarkosninga eru þess virði að þau séu skoðuð nánar. Vísir bar nokkur þeirra undir sérfræðing fréttastofunnar, Grétar Þór Eyþórsson stjórnmálafræðing.Botninum náð hvað kosningaþátttöku varðarFyrir kosningar höfðu ýmsir áhyggjur af kosningaþátttöku, að hún yrði dræmari en nokkru sinni. Svörtustu spár í þeim efnum gengu ekki eftir. Í Reykjavík var kjörsóknin 67 prósent eða rúmlega fjórum prósentustigum meiri en í kosningunum fyrir fjórum árum. Kjörsókn var víða á bilinu 60-75 prósent en hún var langminnst í Reykjanesbæ eða 57 prósent.Grétar Þór hljóp yfir nokkur atriði sem stóðu uppúr eftir nýafstaðnar sveitarstjórnarkosningar.visir/tumiÓlafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur varpar öndinni léttar og segist, á sinni Facebooksíðu, gleðjast yfir því „í morgunsár að kjörsókn á landinu öllu er um 67% og örlítið skárri en 2014. Að vísu er kjörsókn í sveitarstjórnarkosningum núna sú næst-minnsta í áratugi, en frjálst fall kjörsóknar í íslenskum sveitarstjórnarkosningum allar götur frá 2002 hefur stöðvast og fylgir þar „trendi" þingkosninga 2017.“ Grétar Þór segir þetta til marks um botninum nú náð. „Við vorum ekki ánægð með 66,5 fyrir fjórum árum. Þetta er nokkurn veginn það sama. Nema, við vitum þá að botninum var náð þá. Án þess að þetta sé sérstakt ánægjuefni. Þarna vegur þyngst að kosningaþátttaka jókst í Reykjavík, miðað við fyrir fjórum árum og það vigtar mjög þungt í stóra samhenginu. Svo náttúrlega voru tilvik þar sem kosningaþátttaka var mjög slæm,“ segir Grétar Þór og bendir á að Reykjanesbæ í því samhengi. Það komi á óvart vegna þess að þar hefur mikið gengið á.Ekkert endilega svo að fleiri framboð dragi að fleiri kjósendurGrétar Þór segir að það sé ekkert endilega svo að fleiri flokkar og fleiri í framboði, dragi að fleiri kjósendur. „Það eru ekki endilega bein tengsl þar á milli en svo getur verið við tilteknar aðstæður. Og því veltir maður því fyrir sér hvort sú er raunin í Reykjavík?“ Það sem menn horfa til með fleiri framboðum er að fleiri séu í baráttunni og dragi þannig fleiri kjósendur að. En, þá er til þess að líta að nokkur framboð í Reykjavík fengu ekki mikið fleiri til að kjósa sig en sem nemur frambjóðendunum sjálfum og þeirra nánustu ættingjum. „Já, botninum náð. Greinilega. En, þetta er kannski ekki staður sem okkur finnst æskilegt að vera á. 2014 var mikið áfall þegar þátttakan hélt áfram að hrynja og ekkert hefur gerst nema það að við erum stödd þar sem við vorum þá.“Óvæntur blússandi byr í segl Eyþórs ArnaldsAnnað sem horfa má til, þegar það er skoðað sem hæst ber er fylgissveifla til Sjálfstæðisflokksins í borginni. Á síðustu metrunum fékk Eyþór Arnalds og hans fólk verulegan byr í seglin; nokkuð sem engin teikn voru á lofti um nema í því sem sýndi sig í skoðanakönnun Gallup sem birtist rétt fyrir kosningar.Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, og Hildur Björnsdóttir sem skipar 2. sætið á lista flokksins fallast hér í faðma á kosningavökunni á Grand Hotel hvar Sjálfstæðismenn léku á als oddi í nótt.vísir/vilhelm„Fyrirboði þess sem koma skyldi,“ segir Grétar Þór. En, hann hefur engar skýringar í fljótu bragði á því hvað gerðist. „Ekkert sem blasir við. Þess vegna hallast ég frekar að því að þetta hafi verið meira eitthvað undirliggjandi og óákveðnir hafi farið í þessa átt að lokum. Ég sé ekki að það hafi verið eitthvað „móment“ síðustu vikuna. Auðvitað auglýstu Sjálfstæðismenn hressilega og mikið síðustu vikuna. Það hefur kannski hjálpað eitthvað til. En, dýpri skýringar án þess að hafa nokkur einustu gögn, eru ekki nærtækar. Erfitt að átta sig á þessu. Það er kannski hægt að sjá þetta seinna,“ segir Grétar Þór.Einar Þorsteinsson reyndist Sósíalistum haukur í horniTalandi um móment. Þó leiða megi að því líkur að kosningabaráttan hafi lengstum verið hreinlega leiðinleg, þá var Vísir ekki fyrr búinn að birta samantekt þess efnis en heldur betur tók að hitna í kolunum. Einar Þorsteinsson fréttamaður RÚV sá um fjörið og bauð uppá það í leiðtogaumræðum á Ríkisútvarpinu. Hann gekk á oddvita Sósíalistaflokksins, Sönnu Magdalenu, og spurði hana um bakgrunn framkvæmdastjóra flokksins, svo hressilega að ýmsum ofbauð. Líkast til er þetta „móment“ kosningabaráttunnar, hliðstætt því er Inga Sæland felldi tár í kosningabaráttu fyrir síðustu Alþingiskosningar. Kári Stefánsson forstjóri ÍE hefur skrifað opið bréf til Einars þar sem hann krefst þess að Einar segi sig frá frekari störfum við fréttastofuna.Sanna fékk tækifæri til að sýna hvað í henni býrEn, þetta er ekki einhlýtt og fjölmargir telja að umdeild framganga Einars hafi hreinlega orðið til að auka fylgi Sósíalistaflokksins. Þeirra á meðal er Sanna sjálf sem sagði í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins: „Já, ég held að Einar [Þorsteinsson, fréttamaður] hafi hjálpað okkur slatta mikið með þessari spurningu, það hefur mikið verið talað um þetta og mikið búið að deila þessu á Facebook og svona. Þannig að ég er búin að fá mikið hrós þar sem fólk segir bara „vá hvað þú rústaðir þessu.“ Þannig að það er mjög gaman að heyra það.“Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokksins í Reykjavík, er tvímælalaust einn af sigurvegurum nýafstaðinna kosninga og Sanna þakkar meðal annars Einari Þorsteinssyni fréttamanni Ríkissjónvarpisins það.Vísir/VilhelmGrétar Þór telur það ekki úr vegi að ætla að svona sé þetta í pottinn búið. „Að þetta hafi verið einhvers konar Ingu Sæland-móment? Það er alveg hugsanlegt. Ekki er hægt að útiloka það. Hún fær „móment“ sem allir taka eftir. Fólk beið með öndina í hálsinum, hvað segir hún og Sanna náði að nýta sér það vel. Henni tókst vel upp með svar sitt og fékk tækifæri til að sýna hvað hún getur.“Ríkisstjórnarþátttaka reyndist Vg erfiður ljár í þúfuAð endingu er vert að horfa til stöðu Vg. Rassskelling, segir Líf Magneudóttir, leiðtogi flokksins í borginni, í samtali við Vísi nú í morgun. En vill þó tala um vinstrið í víðri merkingu. Þó ýmsir liðsmenn Vg vilji helst horfa í aðrar áttir í leit að skýringum, þá virðist nærtækasta skýringin vera hin umdeilda þátttaka Vg í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki? „Við fyrstu sýn virðist svo vera,“ segir Grétar Þór. „Að slæm niðurstaða í Kópavogi og Reykjavík sé vegna ríkisstjórnarsamstarfsins. En á móti kemur að þar bauð Sósíalistaflokkurinn fram þannig að það eru kannski fleiri en ein skýring.Þó kosningaúrslitin hafi reynst bæði Degi B. Eggertssyni, leiðtoga Samfylkingarinnar í borginni og þá ekki síður Líf Magneudóttur Vg, erfið eru þau ekki búin að gefa stjórnartaumana frá sér.Vísir/VilhelmEn auðvitað er nærtækt að álykta sem svo að verið sé, að einhverju leyti, að refsa Vg fyrir stjórnarþátttökuna.“Sósíalistaflokkurinn gæti verið breyta í slöku fylgi VgGrétar Þór segir að í síðustu sveitarstjórnarkosningum hafi Vg verið með níu kjörna menn af sínum listum en átta nú. En, það bregði þó ekki réttri mynd af því hversu mjög fylgi flokksins skrapp saman. „Þetta eru einhvers konar skilaboð en ég held að Sósíalistaflokkurinn hafi klárlega verið breyta í Reykjavík.“ En, þá má til þess líta að áherslur Vg hafa verið þær að vilja berjast fyrir láglaunastéttir, umhverfismál og svo kvenréttindi. Í borginni bauð fram sérlegur Kvennalisti en hann hafði ekki erindi sem erfiði og virtist í því ekki vera að kroppa mikið af fylgi Vg, ekki í þeim efnum. Grétar Þór segir það rétt, að erfitt sé að setja puttann á einhlítar skýringar í þessum efnum; nema erfitt sé að horfa hjá því að stjórnarsamstarfið hafi reynst Vg óþægur ljár í þúfu.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Leiðinlegustu kosningar í manna minnum Kosningabaráttan minnir helst á finnska kvikmynd sem ekki er vitað hvort á að vera fyndin eða sorgleg. 25. maí 2018 14:00 „Vinstrið er að fá rassskellingu“ Líf segir niðurstöðuna mikil vonbrigði, sérstaklega fyrir vinstrimenn. Þá telur Líf mikilvægt að Vinstri græn eigi aðild að meirihlutaviðræðum. 27. maí 2018 11:17 Framkvæmdastjóri Sósíalista kallar fréttamann RÚV drullusokk eftir kappræður Fréttamaðurinn spurði frambjóðanda Sósíalista hvort kjósendur gætu treyst flokknum með Gunnar Smára Egilsson í brúnni. 25. maí 2018 23:09 Kjörsóknin langminnst í Reykjanesbæ Kjörsókn var víða á bilinu 60-75 prósent en hún var langminnst í Reykjanesbæ eða 57 prósent. 27. maí 2018 10:43 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Leiðinlegustu kosningar í manna minnum Kosningabaráttan minnir helst á finnska kvikmynd sem ekki er vitað hvort á að vera fyndin eða sorgleg. 25. maí 2018 14:00
„Vinstrið er að fá rassskellingu“ Líf segir niðurstöðuna mikil vonbrigði, sérstaklega fyrir vinstrimenn. Þá telur Líf mikilvægt að Vinstri græn eigi aðild að meirihlutaviðræðum. 27. maí 2018 11:17
Framkvæmdastjóri Sósíalista kallar fréttamann RÚV drullusokk eftir kappræður Fréttamaðurinn spurði frambjóðanda Sósíalista hvort kjósendur gætu treyst flokknum með Gunnar Smára Egilsson í brúnni. 25. maí 2018 23:09
Kjörsóknin langminnst í Reykjanesbæ Kjörsókn var víða á bilinu 60-75 prósent en hún var langminnst í Reykjanesbæ eða 57 prósent. 27. maí 2018 10:43