Einn var handtekinn grunaður um íkveikju eftir að tilkynnt var um eld í fjölbýli í Breiðholti um miðnætti. Eldur og skemmdir voru minniháttar og höfðu íbúar hússins slökkt eldinn áður en viðbragðaðilar komu á vettvang. Sá sem var grunaður um íkveikjuna hafði í hótunum við einn íbúa hússins.
Um þrjú leytið barst tilkynning um líkamsárás í miðborginni. Tveir voru grunaðir um að hafa ráðist á einn en þeir fundust ekki og voru meiðsl hins slasaða minniháttar.
Þá voru nokkrir ökumenn stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis- og fíkniefna og einn sviptur ökuréttindum í framhaldinu.
Einn handtekinn grunaður um íkveikju
Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
