Meirihlutinn féll í Eyjum og víða um landið Höskuldur Kári Schram skrifar 27. maí 2018 10:36 Óhætt er að segja að miklar sviptingar hafi einkennt kosningarnar í gær og landslagið í mörgum sveitarfélögum tekið breytingum. Meirihluti Sjálfstæðismanna og Bjartrar framtíðar hélt í Kópavogi en Björt framtíð og Viðreisn buðu fram sameiginlega lista. Sjálfstæðismenn fengu 36,1 prósent fimm bæjarfulltrúa en Björt framtíð og Viðreisn tvö þrettán komma fimm prósent og tvo fulltrúa. Samfylkingin fékk 16,3 prósent og tvo bæjarfulltrúa, Framsókn einn bæjarfulltrúa og Píratar einn. Í Hafnarfirði mynduðu sjálfstæðismenn meirihluta með Bjartri framtíð sem bauð ekki fram lista í ár og því var ljóst að meirihlutinn væri fallinn. Sjálfstæðismenn fengu 33,7 prósent og fimm bæjarfulltrúa. Samfylking fékk 20,1 prósent og tvo bæjarfulltrúa. Framsóknarmenn, Miðflokkur, Viðreisn og Bæjarlistinn fengu einn hver. Í Reykjanesbæ misstu Samfylking,Bein leið og Frjálst afl meirihluta sinn í bæjarstjórn. Sjálfstæðismenn fengu 22,9 prósent og þrjá bæjarfulltrúa. Samfylkingfékk 20,5 prósent og einnig þrjá. Framsóknarmenn fengu tvo bæjarfulltrúa og Miðflokkur, Frjálst afl og Bein leið einn hver. Meirihluti Sjálfstæðismanna og Bjartrar framtíðar á Akranesi féll og einnig í Árborg þar sem Sjálfstæðismenn voru með meirihluta. Sjálfstæðismenn voru líka í meirihluta í Vestmannaeyjum. Voru með fimm menn en fengu þrjá. Elliði Vignisson bæjarstjóri Vestmannaeyja var í fimmta sæti og náði því ekki kjöri.Rætt var við Elliða í Eyjum þegar lokatölur lágu fyrir og má sjá viðtalið í spilaranum að ofan. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Vaktin: Úrslit sveitarstjórnarkosninga 2018 Úrslit liggja nú fyrir í öllum sveitarfélögum landsins eftir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fóru í gær. 27. maí 2018 07:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira
Óhætt er að segja að miklar sviptingar hafi einkennt kosningarnar í gær og landslagið í mörgum sveitarfélögum tekið breytingum. Meirihluti Sjálfstæðismanna og Bjartrar framtíðar hélt í Kópavogi en Björt framtíð og Viðreisn buðu fram sameiginlega lista. Sjálfstæðismenn fengu 36,1 prósent fimm bæjarfulltrúa en Björt framtíð og Viðreisn tvö þrettán komma fimm prósent og tvo fulltrúa. Samfylkingin fékk 16,3 prósent og tvo bæjarfulltrúa, Framsókn einn bæjarfulltrúa og Píratar einn. Í Hafnarfirði mynduðu sjálfstæðismenn meirihluta með Bjartri framtíð sem bauð ekki fram lista í ár og því var ljóst að meirihlutinn væri fallinn. Sjálfstæðismenn fengu 33,7 prósent og fimm bæjarfulltrúa. Samfylking fékk 20,1 prósent og tvo bæjarfulltrúa. Framsóknarmenn, Miðflokkur, Viðreisn og Bæjarlistinn fengu einn hver. Í Reykjanesbæ misstu Samfylking,Bein leið og Frjálst afl meirihluta sinn í bæjarstjórn. Sjálfstæðismenn fengu 22,9 prósent og þrjá bæjarfulltrúa. Samfylkingfékk 20,5 prósent og einnig þrjá. Framsóknarmenn fengu tvo bæjarfulltrúa og Miðflokkur, Frjálst afl og Bein leið einn hver. Meirihluti Sjálfstæðismanna og Bjartrar framtíðar á Akranesi féll og einnig í Árborg þar sem Sjálfstæðismenn voru með meirihluta. Sjálfstæðismenn voru líka í meirihluta í Vestmannaeyjum. Voru með fimm menn en fengu þrjá. Elliði Vignisson bæjarstjóri Vestmannaeyja var í fimmta sæti og náði því ekki kjöri.Rætt var við Elliða í Eyjum þegar lokatölur lágu fyrir og má sjá viðtalið í spilaranum að ofan.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Vaktin: Úrslit sveitarstjórnarkosninga 2018 Úrslit liggja nú fyrir í öllum sveitarfélögum landsins eftir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fóru í gær. 27. maí 2018 07:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira
Vaktin: Úrslit sveitarstjórnarkosninga 2018 Úrslit liggja nú fyrir í öllum sveitarfélögum landsins eftir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fóru í gær. 27. maí 2018 07:15