Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Grindavík 1-1│Grindvíkingar sluppu með skrekkinn Ástrós Ýr Eggertsdóttir á Samsungvellinum skrifar 27. maí 2018 22:15 Aron Jóhannsson skoraði sigurmarkið gegn Víkingum og fyrra mark Grindavíkur gegn Val. Vísir/Daníel Stjarnan og Grindavík skildu jöfn 1-1 á Samsungvellinum í Garðabæ þegar liðin mættust í sjöttu umferð Pepsi deildar karla í kvöld. Stjarnan var með mikla yfirburði í leiknum en náði ekki að finna leið framhjá sterkri vörn Grindavíkur. Strax frá fyrstu mínútu voru Stjörnumenn með öll völd á vellinum. Gestirnir frá Grindavík komust varla yfir á vallarhelming Stjörnunnar fyrstu tíu mínúturnar og það var þvert á gang leiksins þegar Færeyingurinn Rene Joensen skoraði á 32. mínútu eftir skyndisókn Grindavíkur. Stjarnan náði ekki að svara og voru gestirnir yfir í hálfleik. Grindavík kom aðeins sterkari út í seinni hálfleikinn en leikurinn var þrátt fyrir það eign Stjörnunnar. Stjörnumenn sóttu og sóttu en komu boltanum ekki framhjá Maciej Majewski í marki Grindavíkur en hann stóð vaktina í stað Kristijan Jajalo sem er meiddur. Það var varnarmaðurinn Guðmundur Steinn Hafsteinsson sem náði loks að skora fyrir Stjörnuna og hann gerir það eftir að Guðjón Baldvinsson framlengdi innkast Stjörnunnar inn á teiginn. Eftir jöfnunarmarkið opnaðist leikurinn aðeins og Grindvíkingar voru mjög hættulegir í skyndisóknum sínum en hvorugu liðinu tókst að skora sigurmarkið, 1-1 jafntefli niðurstaðan.Afhverju varð jafntefli? Samblanda af ótrúlegri klaufsku eða óheppni og frábærri innkomu Majewski gerðu út um þennan leik. Það var oft á tíðum hreint ótrúlegt að horfa upp á færi Stjörnunnar, þeir áttu örugglega hátt í 10 skalla og skot sem fóru rétt framhjá rammanum og svo önnur 10 færi þar sem Majewski gerði vel í markinu. Að sama skapi er Grindavík virkilega gott varnarlið, en gestirnir voru þó ekki að eiga neinn frábæran dag í dag.Hverjir stóðu upp úr? Markmaðurinn Majewski er án alls efa maður leiksins. Hann var frábær og varði meistaralega aftur og aftur. Hann hefur fengið fá tækifæri sem varaskeifa Jajalo sem hefur verið frábær, en hann tók svo sannarlega tækifærið þegar það bauðst. Þá var Jón Ingason mjög duglegur við að hreinsa boltana sem Stjörnumenn drituðu inn í teiginn og fyrirliðinn Gunnar Þorsteinsson skilaði sínu að vanda. Hjá Stjörnunni áttu Baldur Sigurðsson og Guðjón Baldvinsson óteljandi tækifæri til þess að skora og Hilmar Árni Halldórsson var mjög upptekinn við hornspyrnutöku þar sem flestar skiluðu fínum færum.Hvað gekk illa? Boltinn fór ekki í netið. Sóknarleikurinn gekk í raun alls ekki illa hjá Stjörnunni því þeir sköpuðu sér mörg mjög góð færi. Það vantaði bara að klára þau. Leikskipulag Grindvíkinga gekk mjög vel upp, þeir eru þolinmóðir og agaðir í vörninni og fátt sem þeim gekk sérstaklega illa að gera í kvöld, nema þá helst að brjóta sókn Stjörnunnar oftar niður til þess að gefa sér smá tækifæri til þess að anda í vörninni.Hvað gerist næst? Það eru bikarleikir næst á dagskrá hjá liðunum, 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla hefjast á miðvikudaginn. Þá fá Grindvíkingar ÍA í heimsókn og Stjarnan tekur á móti Þrótti.Rúnar Páll: Tölfræðin okkur í vil en þetta er stundum svona „Þetta er náttúrulega ekki sanngjarnt miðað við yfirburðina sem við höfðum í þessum leik, mér fannst við hefðum getað unnið þetta mjög stórt miðað við öll færin sem við fáum í þessum leik,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjáflari Stjörnunnar, eftir leikinn. „Enn og aftur er markmaður andstæðinganna besti maðurinn á vellinum.“ Grindvíkingar lágu mjög aftarlega megnið af leiknum og þar til á síðustu tíu mínútunum hefði mátt telja á fingrum annarar handar sóknir gestanna. „Þeir komast yfir í fyrri hálfeik, fengu aðeins eina sókn og komust yfir, það er kannski þeirra leikur að spila aftarlega og sækja hratt. Þeir fengu nú ekki margar sóknirnar eða skyndisóknirnar í leiknum yfir höfuð en alltaf hættulegir þegar þeir fóru upp.“ „Svona er fótboltinn pínu skrítinn, tölfræðin er mjög okkur í vil í þessum leik en þetta er stundum svona.“ Eitt af sérmerkjum Grindavíkur er góður varnarleikur. Hann hefur þó oft verið betri, Stjörnumenn náðu bara ekki að klára færin sín. „Við erum líka mjög gott sóknarlið, en þeir náðu að loka vel fyrir það. Við fáum helling af færum og höfum oft nýtt svona færi og yfirburði.“ „Við horfum jákvætt á þetta. Við erum að spila skemmtilegan fótbolta og við förum á skrið einhvern tímann,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson.Óli Stefán: Fengum dauðafæri til að skora annað mark en það hefði verið rán „Ánægður með vinnuframlag og gott stig á erfiðum útivelli. Stjarnan spilaði frábærlega í dag og við þurftum að hafa okkur alla við til þess að halda þessu stigi,“ sagði Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindavíkur, eftir leikinn. „Við stöndum setið, vaktina, og gerum þetta erfitt fyrir þá. En það var erfitt í dag vegna þess að grasið þeirra var rennandi blautt. Við erum ekki búnir að spila gervigrasleik ennþá svo við erum ekki vanir þessu floti en við eigum að gera.“ „Ég átti ekki von á því að þeir næðu að halda pressunni svona stíft í 90 mínútur. Fullt kredit til þeirra og á strákana mína fyrir að standa þetta út og sækja mjög gott stig.“ „Það má hins vegar ekki gleyma því að við fáum tvö dauðafæri til þess að skora annað og jafnvel þriðja markið, en það hefði verið mikið rán, ég verð að viðurkenna það.“ Majewski átti frábæra innkomu í dag og ekki slæmt að hafa hann sem varamann fyrir annars mjög sterkan Kristijan Jajalo. „Hann er búinn að bíða lengi eftir tækifærinu, en ég er rosalega ánægður og hreykinn af honum að koma inn í erfiðar aðstæður og standa vaktina frábærlega. Hann á mjög stóran þátt í því að Grindavík fékk stig í dag.“Baldur: Aumingjaskapur hjá okkur Fyrirliði Stjörnunnar, Baldur Sigurðsson, átti erfitt með að koma viðbrögðum sínum við leiknum í orð. „Ég er enn að melta þetta. Ótrúlegir klaufar. Það er alveg hægt að taka jákvætt úr þessum leik að við vöðum í færum og spilum þannig séð virkilega góðan leik. Fyrir utan það að fótbolti snýst um að skora mörk og okkur tókst það á einvhern ótrúlegan hátt ekki.“ „Það er ótrúlega erfitt að sætta sig við þetta jafntefli eins og leikurinn þróaðist.“ „Klaufar, óheppnir, bara lélegt.“ „Langt síðan maður hefur spilað svona leik og ekki náð að vinna leikinn. Enn þetta er framhald af síðustu leikjum, spilið er gott og svona gerist. Grindavík er með sjálfstraust í varnarleiknum og markmaðurinn vill sanna sig. Ég vil samt ekki gefa honum kreditið, þetta var bara aumingjaskapur hjá okkur,“ sagði Baldur Sigurðsson.Maciej: Virðum stigið „Mér finnst ég hafa staðið mig nokkuð vel í dag, ég hef beðið eftir þessu í rúmlega tvö ár en það er hluti af því að vera markmaður og fótboltamaður. Þegar tíminn kemur þá verður þú að vera tilbúinn,“ sagði Maciej Majewski, maður leiksins. „Þetta var erfiður leikur, mikil barátta og ég þurfti að verja mikið en stig er stig.“ „Við verðum að virða stigið, við getum ekki verið vonsviknir eftir þetta, við spiluðum vel.“ Var stressið farið að segja til sín undir lokin þegar Stjarnan sótti ákaft að markinu? „Nei, ég var nokkuð rólegur. Ég var bara að vona að við gætum skorað annað mark,“ sagði hógvær Maciej Majewski eftir leikinn. Pepsi Max-deild karla
Stjarnan og Grindavík skildu jöfn 1-1 á Samsungvellinum í Garðabæ þegar liðin mættust í sjöttu umferð Pepsi deildar karla í kvöld. Stjarnan var með mikla yfirburði í leiknum en náði ekki að finna leið framhjá sterkri vörn Grindavíkur. Strax frá fyrstu mínútu voru Stjörnumenn með öll völd á vellinum. Gestirnir frá Grindavík komust varla yfir á vallarhelming Stjörnunnar fyrstu tíu mínúturnar og það var þvert á gang leiksins þegar Færeyingurinn Rene Joensen skoraði á 32. mínútu eftir skyndisókn Grindavíkur. Stjarnan náði ekki að svara og voru gestirnir yfir í hálfleik. Grindavík kom aðeins sterkari út í seinni hálfleikinn en leikurinn var þrátt fyrir það eign Stjörnunnar. Stjörnumenn sóttu og sóttu en komu boltanum ekki framhjá Maciej Majewski í marki Grindavíkur en hann stóð vaktina í stað Kristijan Jajalo sem er meiddur. Það var varnarmaðurinn Guðmundur Steinn Hafsteinsson sem náði loks að skora fyrir Stjörnuna og hann gerir það eftir að Guðjón Baldvinsson framlengdi innkast Stjörnunnar inn á teiginn. Eftir jöfnunarmarkið opnaðist leikurinn aðeins og Grindvíkingar voru mjög hættulegir í skyndisóknum sínum en hvorugu liðinu tókst að skora sigurmarkið, 1-1 jafntefli niðurstaðan.Afhverju varð jafntefli? Samblanda af ótrúlegri klaufsku eða óheppni og frábærri innkomu Majewski gerðu út um þennan leik. Það var oft á tíðum hreint ótrúlegt að horfa upp á færi Stjörnunnar, þeir áttu örugglega hátt í 10 skalla og skot sem fóru rétt framhjá rammanum og svo önnur 10 færi þar sem Majewski gerði vel í markinu. Að sama skapi er Grindavík virkilega gott varnarlið, en gestirnir voru þó ekki að eiga neinn frábæran dag í dag.Hverjir stóðu upp úr? Markmaðurinn Majewski er án alls efa maður leiksins. Hann var frábær og varði meistaralega aftur og aftur. Hann hefur fengið fá tækifæri sem varaskeifa Jajalo sem hefur verið frábær, en hann tók svo sannarlega tækifærið þegar það bauðst. Þá var Jón Ingason mjög duglegur við að hreinsa boltana sem Stjörnumenn drituðu inn í teiginn og fyrirliðinn Gunnar Þorsteinsson skilaði sínu að vanda. Hjá Stjörnunni áttu Baldur Sigurðsson og Guðjón Baldvinsson óteljandi tækifæri til þess að skora og Hilmar Árni Halldórsson var mjög upptekinn við hornspyrnutöku þar sem flestar skiluðu fínum færum.Hvað gekk illa? Boltinn fór ekki í netið. Sóknarleikurinn gekk í raun alls ekki illa hjá Stjörnunni því þeir sköpuðu sér mörg mjög góð færi. Það vantaði bara að klára þau. Leikskipulag Grindvíkinga gekk mjög vel upp, þeir eru þolinmóðir og agaðir í vörninni og fátt sem þeim gekk sérstaklega illa að gera í kvöld, nema þá helst að brjóta sókn Stjörnunnar oftar niður til þess að gefa sér smá tækifæri til þess að anda í vörninni.Hvað gerist næst? Það eru bikarleikir næst á dagskrá hjá liðunum, 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla hefjast á miðvikudaginn. Þá fá Grindvíkingar ÍA í heimsókn og Stjarnan tekur á móti Þrótti.Rúnar Páll: Tölfræðin okkur í vil en þetta er stundum svona „Þetta er náttúrulega ekki sanngjarnt miðað við yfirburðina sem við höfðum í þessum leik, mér fannst við hefðum getað unnið þetta mjög stórt miðað við öll færin sem við fáum í þessum leik,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjáflari Stjörnunnar, eftir leikinn. „Enn og aftur er markmaður andstæðinganna besti maðurinn á vellinum.“ Grindvíkingar lágu mjög aftarlega megnið af leiknum og þar til á síðustu tíu mínútunum hefði mátt telja á fingrum annarar handar sóknir gestanna. „Þeir komast yfir í fyrri hálfeik, fengu aðeins eina sókn og komust yfir, það er kannski þeirra leikur að spila aftarlega og sækja hratt. Þeir fengu nú ekki margar sóknirnar eða skyndisóknirnar í leiknum yfir höfuð en alltaf hættulegir þegar þeir fóru upp.“ „Svona er fótboltinn pínu skrítinn, tölfræðin er mjög okkur í vil í þessum leik en þetta er stundum svona.“ Eitt af sérmerkjum Grindavíkur er góður varnarleikur. Hann hefur þó oft verið betri, Stjörnumenn náðu bara ekki að klára færin sín. „Við erum líka mjög gott sóknarlið, en þeir náðu að loka vel fyrir það. Við fáum helling af færum og höfum oft nýtt svona færi og yfirburði.“ „Við horfum jákvætt á þetta. Við erum að spila skemmtilegan fótbolta og við förum á skrið einhvern tímann,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson.Óli Stefán: Fengum dauðafæri til að skora annað mark en það hefði verið rán „Ánægður með vinnuframlag og gott stig á erfiðum útivelli. Stjarnan spilaði frábærlega í dag og við þurftum að hafa okkur alla við til þess að halda þessu stigi,“ sagði Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindavíkur, eftir leikinn. „Við stöndum setið, vaktina, og gerum þetta erfitt fyrir þá. En það var erfitt í dag vegna þess að grasið þeirra var rennandi blautt. Við erum ekki búnir að spila gervigrasleik ennþá svo við erum ekki vanir þessu floti en við eigum að gera.“ „Ég átti ekki von á því að þeir næðu að halda pressunni svona stíft í 90 mínútur. Fullt kredit til þeirra og á strákana mína fyrir að standa þetta út og sækja mjög gott stig.“ „Það má hins vegar ekki gleyma því að við fáum tvö dauðafæri til þess að skora annað og jafnvel þriðja markið, en það hefði verið mikið rán, ég verð að viðurkenna það.“ Majewski átti frábæra innkomu í dag og ekki slæmt að hafa hann sem varamann fyrir annars mjög sterkan Kristijan Jajalo. „Hann er búinn að bíða lengi eftir tækifærinu, en ég er rosalega ánægður og hreykinn af honum að koma inn í erfiðar aðstæður og standa vaktina frábærlega. Hann á mjög stóran þátt í því að Grindavík fékk stig í dag.“Baldur: Aumingjaskapur hjá okkur Fyrirliði Stjörnunnar, Baldur Sigurðsson, átti erfitt með að koma viðbrögðum sínum við leiknum í orð. „Ég er enn að melta þetta. Ótrúlegir klaufar. Það er alveg hægt að taka jákvætt úr þessum leik að við vöðum í færum og spilum þannig séð virkilega góðan leik. Fyrir utan það að fótbolti snýst um að skora mörk og okkur tókst það á einvhern ótrúlegan hátt ekki.“ „Það er ótrúlega erfitt að sætta sig við þetta jafntefli eins og leikurinn þróaðist.“ „Klaufar, óheppnir, bara lélegt.“ „Langt síðan maður hefur spilað svona leik og ekki náð að vinna leikinn. Enn þetta er framhald af síðustu leikjum, spilið er gott og svona gerist. Grindavík er með sjálfstraust í varnarleiknum og markmaðurinn vill sanna sig. Ég vil samt ekki gefa honum kreditið, þetta var bara aumingjaskapur hjá okkur,“ sagði Baldur Sigurðsson.Maciej: Virðum stigið „Mér finnst ég hafa staðið mig nokkuð vel í dag, ég hef beðið eftir þessu í rúmlega tvö ár en það er hluti af því að vera markmaður og fótboltamaður. Þegar tíminn kemur þá verður þú að vera tilbúinn,“ sagði Maciej Majewski, maður leiksins. „Þetta var erfiður leikur, mikil barátta og ég þurfti að verja mikið en stig er stig.“ „Við verðum að virða stigið, við getum ekki verið vonsviknir eftir þetta, við spiluðum vel.“ Var stressið farið að segja til sín undir lokin þegar Stjarnan sótti ákaft að markinu? „Nei, ég var nokkuð rólegur. Ég var bara að vona að við gætum skorað annað mark,“ sagði hógvær Maciej Majewski eftir leikinn.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti