Mætti draga úr mengun með umferðarstýringu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. mars 2018 19:15 Umferð í Reykjavík jókst um átta prósent á síðasta ári og segir sérfræðingur hjá heilbrigðiseftirlitinu að mengun hafi aukist samhliða því. Börn og aðrir viðkvæmir voru í dag í fjórða sinn á einni viku beðnir um að forðast útivist við umferðargötur vegna svifriks og mengunar. Svifrik mældist langt yfir heilsuverndarmörkum í dag og þá sérstaklega við mælistöðvar við Hringbraut og Grensásveg. Þetta er í sjötta sinn sem þetta gerist frá upphafi ársins og fjórða sinn á síðastliðinni viku. Sérfræðingur hjá heilbrigðisnefnd Reykjavíkur bendir á að umferðin í borginni hafi aukist um átta prósent í fyrra. Það skili fleiri dögum með verri loftgæðum. „Það hefur vissuleg áhrif og við höfum líka verið að sjá mikla aukningu í styrk á köfnunarefnisdíoxíð, eða NO2. Það er því ekki bara svifrykið sem við erum að hafa áhyggjur af, heldur á síðasta ári er það köfnunarefnisdíoxíð sem kemur bara frá bílunum. Það er bara umferðin sem er að valda þeirri mengun," segir Kristín Lóa Ólafsdóttir, sérfræðingur hjá heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Köfnunarefnisdíoxíð myndast við bruna á eldsneyti og hefur það áhrif á öndunarfæri fólks með svipuðum hætti og svifrykið. Heilsuverndarmörkin eru 75 míkrógrömm á sólarhring. „Það er talað um að það megi fara samkvæmt reglugerð sjö sinnum yfir þau mörk yfir árið. Í fyrra var farið sextán sinnum yfir þau mörk og nú þegar erum við búin að fara sex sinnum yfir mörkin," segir Kristín. Drög að frumvarpi til breytinga á umferðarlögum liggja nú fyrir og telur Kristín að skoða mætti heimildir til takmörkunar á umferð á vissum dögum í því samhengi. „Ég verð bara að segja að eins og dagarnir hafa verið núna undanfarið hefði það verið afskaplega ljúft að geta stýrt þeim þætti," segir hún. Það sé gert í sumum borgum. „Eins og í París að þá eru bara ákveðin bílnúmer sem fá að fara inn í borgina á slæmum dögum," segir Kristín. Þangað til þurfi að höfða til ökumanna. „Það er þá frekar núna að hvetja fólk til að sameinast í bíla, nýta sér almenningssamgöngur eða aðra vistvæna ferðamáta. Á meðan við höfum ekki þessar heimildir er það í rauninni það eina sem við getum gert," segir Kristín. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Umferð í Reykjavík jókst um átta prósent á síðasta ári og segir sérfræðingur hjá heilbrigðiseftirlitinu að mengun hafi aukist samhliða því. Börn og aðrir viðkvæmir voru í dag í fjórða sinn á einni viku beðnir um að forðast útivist við umferðargötur vegna svifriks og mengunar. Svifrik mældist langt yfir heilsuverndarmörkum í dag og þá sérstaklega við mælistöðvar við Hringbraut og Grensásveg. Þetta er í sjötta sinn sem þetta gerist frá upphafi ársins og fjórða sinn á síðastliðinni viku. Sérfræðingur hjá heilbrigðisnefnd Reykjavíkur bendir á að umferðin í borginni hafi aukist um átta prósent í fyrra. Það skili fleiri dögum með verri loftgæðum. „Það hefur vissuleg áhrif og við höfum líka verið að sjá mikla aukningu í styrk á köfnunarefnisdíoxíð, eða NO2. Það er því ekki bara svifrykið sem við erum að hafa áhyggjur af, heldur á síðasta ári er það köfnunarefnisdíoxíð sem kemur bara frá bílunum. Það er bara umferðin sem er að valda þeirri mengun," segir Kristín Lóa Ólafsdóttir, sérfræðingur hjá heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Köfnunarefnisdíoxíð myndast við bruna á eldsneyti og hefur það áhrif á öndunarfæri fólks með svipuðum hætti og svifrykið. Heilsuverndarmörkin eru 75 míkrógrömm á sólarhring. „Það er talað um að það megi fara samkvæmt reglugerð sjö sinnum yfir þau mörk yfir árið. Í fyrra var farið sextán sinnum yfir þau mörk og nú þegar erum við búin að fara sex sinnum yfir mörkin," segir Kristín. Drög að frumvarpi til breytinga á umferðarlögum liggja nú fyrir og telur Kristín að skoða mætti heimildir til takmörkunar á umferð á vissum dögum í því samhengi. „Ég verð bara að segja að eins og dagarnir hafa verið núna undanfarið hefði það verið afskaplega ljúft að geta stýrt þeim þætti," segir hún. Það sé gert í sumum borgum. „Eins og í París að þá eru bara ákveðin bílnúmer sem fá að fara inn í borgina á slæmum dögum," segir Kristín. Þangað til þurfi að höfða til ökumanna. „Það er þá frekar núna að hvetja fólk til að sameinast í bíla, nýta sér almenningssamgöngur eða aðra vistvæna ferðamáta. Á meðan við höfum ekki þessar heimildir er það í rauninni það eina sem við getum gert," segir Kristín.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira