Ásókn ferðamanna í Brúarfoss engu minni þrátt fyrir varhugarverðar aðstæður Kjartan Kjartansson skrifar 12. mars 2018 15:15 Klaki liggur ofan í stígnum ofan við Brúará. Göngufólk sem óttast brúnina hefur rutt sér leið í gegnum birkitré. Vísir/Kjartan Fjöldi ferðamanna leggur enn leið sína að Brúarfossi í Biskupstungum þrátt fyrir að aðstæður þar séu nú varhugarverðar og jafnvel hættulegar. Landeigandi segist líta svo á að fólk sé á eigin ábyrgð á stígnum að fossinum en til standi að koma upp upplýsingaskilti um aðstæður. Brúarfoss í Biskupstungum varð skyndilega að vinsælum áfangastað ferðamanna eftir að að hlaut óvænta frægð á netinu. Að fossinum liggja aðeins skógarstígar sem áður voru fáfarnir. Þeir breyttust í drullusvað í fyrra vegna átroðnings ferðamanna. Rúmir þrír kílómetrar eru að fossinum frá bílastæði niðri við Laugarvatnsveg. Þegar blaðamaður Vísis var á ferð á svæðinu í gær voru aðstæður á leiðinni að fossinum varhugarverðar. Þykkur klaki og snjór lá ofan í stígnum sem liggur að hluta til rétt ofan við bakka Brúarár þegar komið er yfir Hlauptungulæk. Þar sem stígurinn var varasamastur hafði göngufólk greinilega rutt sér leið í gegnum birkitré sem lágu víða brotin og rifin.Ætla að færa stíginn fjær brúninni Rúnar Gunnarsson, bóndi á Efri-Reykjum sem á landið austanmegin við Brúará, segir að ferðamannastraumurinn að fossinum sé engu minni nú en hann var í sumar. „Í gær voru hérna til dæmis rúmlega tuttugu bílar á bílastæðinu niðri við á. Ég held að margir fari þarna áleiðis en hætti sér svo hreint ekki lengra,“ segir hann í samtali við Vísi og telur ekki ofmælt að aðstæður á stígnum séu hættulegar um þessar mundir. Landeigendurnir á Efri-Reykjum fengu styrk úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða í fyrra til þess að bæta aðstöðuna upp að fossinum. Rúnar segir að styrkurinn hafi verið notaður til þess að bæta neðri hluta stígsins og efsta hluta hans. Hann hafi meðal annars þurrkað stíginn upp og borið í kafla hans. Þá var hluta stígsins nærri Vallá breytt og hann færður fjær ánum tveimur. Rúnar segir að aðstæður þar hafi verið orðnar hættulegar, ekki síst á veturna þegar fólk var að klöngrast eftir stígnum í klaka. Hann hefur sótt um annan styrk til þess að bæta kaflann ofan við Hlauptungulæk. „Ætlunin er að færa göngustíginn fjær brúnni og bera í hann þannig að fólk þurfi ekki að vaða inn í skóginn og brjóta allt og bramla. Við ætlum að reyna að gera þetta þannig að það þurfi enginn að drepa sig,“ segir Rúnar.Stígurinn upp á Brúarfossi er rúmlega þriggja kílómetra langur frá bílastæðinu við Laugarvatnsveg. Hann liggur með Brúará.Vísir/KjartanÁ eigin ábyrgð Spurður að því hvort ekki hafi komið til greina að vara við aðstæðum á leiðinni upp að Brúarfossi segist Rúnar líta svo á að stígurinn sé opinn og að þeir sem gangi eftir honum séu á eigin ábyrgð. Þó standi til að setja upp upplýsingaskilti á bílastæðinu niðri við ána ef styrkurinn fæst. Þar yrði meðal annars varað við því að áin sjálf sé hættuleg. „Á því mun standa að yfir veturinn séu aðstæður misgóðar,“ segir Rúnar sem fylgist ekki með stígnum yfir veturinn eða heldur honum við. Þrátt fyrir það segir Rúnar að það komi fyrir að hann hafi áhyggjur af ferðafólki við ána. Þannig leggi fólk jafnvel af stað upp að fossinum rétt áður en byrjar að dimma. „Þannig að maður reynir að fylgjast með bílunum út um gluggann hvort þeir fari ekki örugglega á einhverjum tímapunkti þannig að það sé ekki bara stopp þarna upp frá einhvers staðar eða að eitthvað hafi komið fyrir,“ segir hann. Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Fjöldi ferðamanna leggur enn leið sína að Brúarfossi í Biskupstungum þrátt fyrir að aðstæður þar séu nú varhugarverðar og jafnvel hættulegar. Landeigandi segist líta svo á að fólk sé á eigin ábyrgð á stígnum að fossinum en til standi að koma upp upplýsingaskilti um aðstæður. Brúarfoss í Biskupstungum varð skyndilega að vinsælum áfangastað ferðamanna eftir að að hlaut óvænta frægð á netinu. Að fossinum liggja aðeins skógarstígar sem áður voru fáfarnir. Þeir breyttust í drullusvað í fyrra vegna átroðnings ferðamanna. Rúmir þrír kílómetrar eru að fossinum frá bílastæði niðri við Laugarvatnsveg. Þegar blaðamaður Vísis var á ferð á svæðinu í gær voru aðstæður á leiðinni að fossinum varhugarverðar. Þykkur klaki og snjór lá ofan í stígnum sem liggur að hluta til rétt ofan við bakka Brúarár þegar komið er yfir Hlauptungulæk. Þar sem stígurinn var varasamastur hafði göngufólk greinilega rutt sér leið í gegnum birkitré sem lágu víða brotin og rifin.Ætla að færa stíginn fjær brúninni Rúnar Gunnarsson, bóndi á Efri-Reykjum sem á landið austanmegin við Brúará, segir að ferðamannastraumurinn að fossinum sé engu minni nú en hann var í sumar. „Í gær voru hérna til dæmis rúmlega tuttugu bílar á bílastæðinu niðri við á. Ég held að margir fari þarna áleiðis en hætti sér svo hreint ekki lengra,“ segir hann í samtali við Vísi og telur ekki ofmælt að aðstæður á stígnum séu hættulegar um þessar mundir. Landeigendurnir á Efri-Reykjum fengu styrk úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða í fyrra til þess að bæta aðstöðuna upp að fossinum. Rúnar segir að styrkurinn hafi verið notaður til þess að bæta neðri hluta stígsins og efsta hluta hans. Hann hafi meðal annars þurrkað stíginn upp og borið í kafla hans. Þá var hluta stígsins nærri Vallá breytt og hann færður fjær ánum tveimur. Rúnar segir að aðstæður þar hafi verið orðnar hættulegar, ekki síst á veturna þegar fólk var að klöngrast eftir stígnum í klaka. Hann hefur sótt um annan styrk til þess að bæta kaflann ofan við Hlauptungulæk. „Ætlunin er að færa göngustíginn fjær brúnni og bera í hann þannig að fólk þurfi ekki að vaða inn í skóginn og brjóta allt og bramla. Við ætlum að reyna að gera þetta þannig að það þurfi enginn að drepa sig,“ segir Rúnar.Stígurinn upp á Brúarfossi er rúmlega þriggja kílómetra langur frá bílastæðinu við Laugarvatnsveg. Hann liggur með Brúará.Vísir/KjartanÁ eigin ábyrgð Spurður að því hvort ekki hafi komið til greina að vara við aðstæðum á leiðinni upp að Brúarfossi segist Rúnar líta svo á að stígurinn sé opinn og að þeir sem gangi eftir honum séu á eigin ábyrgð. Þó standi til að setja upp upplýsingaskilti á bílastæðinu niðri við ána ef styrkurinn fæst. Þar yrði meðal annars varað við því að áin sjálf sé hættuleg. „Á því mun standa að yfir veturinn séu aðstæður misgóðar,“ segir Rúnar sem fylgist ekki með stígnum yfir veturinn eða heldur honum við. Þrátt fyrir það segir Rúnar að það komi fyrir að hann hafi áhyggjur af ferðafólki við ána. Þannig leggi fólk jafnvel af stað upp að fossinum rétt áður en byrjar að dimma. „Þannig að maður reynir að fylgjast með bílunum út um gluggann hvort þeir fari ekki örugglega á einhverjum tímapunkti þannig að það sé ekki bara stopp þarna upp frá einhvers staðar eða að eitthvað hafi komið fyrir,“ segir hann.
Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira