Útvarp Akureyri ætlar að útvarpa fréttum RÚV Jakob Bjarnar skrifar 12. mars 2018 11:25 Axel hefur ekki borið þessa ákvörðun neitt sérstaklega undir Magnús Geir Þórðarsson útvarpsstjóra, né þau hjá RÚV. En, mennamálaráðherra veit af þessum fyrirætlunum. Útvarp Akureyri FM 98,7 ætlar að útvarpa fréttum RÚV á tíðnisviði sínu. Axel Axelsson útvarpsstjóri segir RÚV eign þjóðarinnar og sér þessu ekkert til fyrirstöðu. Axel segir þetta lið í að auka þjónustu við hlustendur sína. Fréttir verða sendar út á heila tímanum, alla virka daga til að byrja með. Sent verður út frá fréttastofu Ríkisútvarpsins, sömu fréttir og birtast á Rás 1 og Rás 2 og í Sjónvarpinu.Breytt fjölmiðlalandslag Axel, sem tók við Útvarpi Akureyrar í desember, segist ekki hafa tilkynnt ráðamönnum á RÚV þetta sérstaklega en hann hafi sent Lilju Dögg Alfreðsdóttur menntamálaráðherra tilkynningu þess efnis að þetta standi til. Og fjölmiðlalandslagið sé breytt. „Menn spila allskonar klippur og dót, höfundarréttarmál eru þannig að ekki eru skörp skil. Bara ef vitnað er í „sorsinn“ þá ætti þetta að vera í lagi, hvaðan þú færð fréttina.“ Axel segir að þessi hugmynd hafi komið upp á sínum tíma, þá er hann kom að rekstri X FM og Kiss FM á sínum tíma, sem Síminn var meðal annars hlutahafi í. „Þá var Páll Magnússon útvarpsstjóri. Ég bar þetta upp við hann en viðbrögð voru lítil. Og það varð ekkert af því að við færum í þetta þá.“RÚV er eign allra landsmanna En, nú er lag. Útvarpsstjórinn segir rétt að vissulega séu á þessu margir fletir, svo sem þeir sem snúa að höfundarréttarmálum. Og vissulega megi setja upp „hypothetical“ dæmi, ef allar útvarpsstöðvar myndu bara grípa til þess að senda bara út fréttir RÚV, þá myndi það leiða til einsleitni í fréttaflutningi. En, hann vísar til smæðar útvarpsstöðvarinnar og staðsetningar, þetta sé lítil staðbundin útvarpsstöð. Og á heimasíðu Ríkisútvarpsins þar sem segir: „Ríkisútvarpið er eign allra landsmanna og það er starfsfólki mikið kappsmál að eigendurnir – almenningur – hafi greiðan og góðan aðgang að dagskrá RÚV í sjónvarpi, útvarpi og á vef.“ Auk þess má nefna samkeppnissjónarmið, en í öllu falli verður spennandi að sjá hver framvinda þessa máls verður; hvort RÚV láti þetta óátölulaust.Hefur borið fyrirætlanirnar undir lögmenn Axel segir einsýnt að með þessu, það er að stilla einfaldlega inn á fréttatíma ríkisútvarpsins, þá uppfyllist þetta markmið Ríkisútvarpsins enn betur með dreifingu frétta til allra landsmanna. Þetta sé öryggisatriði, meðal annars, auk þess sem Axel vill gjarnan halda hlustendum sínum upplýstum um gang mála. Hann segir að þessi ákvörðun, að senda fréttir RÚV út með þessum hætti á tíðni stöðvarinnar, hafi verið borin undir lögmenn og sjá þeir ekkert útsendingunum til fyrirstöðu. Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Fleiri fréttir Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Súðavíkurhlíð lokað vegna snjóflóðahættu „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Sjá meira
Útvarp Akureyri FM 98,7 ætlar að útvarpa fréttum RÚV á tíðnisviði sínu. Axel Axelsson útvarpsstjóri segir RÚV eign þjóðarinnar og sér þessu ekkert til fyrirstöðu. Axel segir þetta lið í að auka þjónustu við hlustendur sína. Fréttir verða sendar út á heila tímanum, alla virka daga til að byrja með. Sent verður út frá fréttastofu Ríkisútvarpsins, sömu fréttir og birtast á Rás 1 og Rás 2 og í Sjónvarpinu.Breytt fjölmiðlalandslag Axel, sem tók við Útvarpi Akureyrar í desember, segist ekki hafa tilkynnt ráðamönnum á RÚV þetta sérstaklega en hann hafi sent Lilju Dögg Alfreðsdóttur menntamálaráðherra tilkynningu þess efnis að þetta standi til. Og fjölmiðlalandslagið sé breytt. „Menn spila allskonar klippur og dót, höfundarréttarmál eru þannig að ekki eru skörp skil. Bara ef vitnað er í „sorsinn“ þá ætti þetta að vera í lagi, hvaðan þú færð fréttina.“ Axel segir að þessi hugmynd hafi komið upp á sínum tíma, þá er hann kom að rekstri X FM og Kiss FM á sínum tíma, sem Síminn var meðal annars hlutahafi í. „Þá var Páll Magnússon útvarpsstjóri. Ég bar þetta upp við hann en viðbrögð voru lítil. Og það varð ekkert af því að við færum í þetta þá.“RÚV er eign allra landsmanna En, nú er lag. Útvarpsstjórinn segir rétt að vissulega séu á þessu margir fletir, svo sem þeir sem snúa að höfundarréttarmálum. Og vissulega megi setja upp „hypothetical“ dæmi, ef allar útvarpsstöðvar myndu bara grípa til þess að senda bara út fréttir RÚV, þá myndi það leiða til einsleitni í fréttaflutningi. En, hann vísar til smæðar útvarpsstöðvarinnar og staðsetningar, þetta sé lítil staðbundin útvarpsstöð. Og á heimasíðu Ríkisútvarpsins þar sem segir: „Ríkisútvarpið er eign allra landsmanna og það er starfsfólki mikið kappsmál að eigendurnir – almenningur – hafi greiðan og góðan aðgang að dagskrá RÚV í sjónvarpi, útvarpi og á vef.“ Auk þess má nefna samkeppnissjónarmið, en í öllu falli verður spennandi að sjá hver framvinda þessa máls verður; hvort RÚV láti þetta óátölulaust.Hefur borið fyrirætlanirnar undir lögmenn Axel segir einsýnt að með þessu, það er að stilla einfaldlega inn á fréttatíma ríkisútvarpsins, þá uppfyllist þetta markmið Ríkisútvarpsins enn betur með dreifingu frétta til allra landsmanna. Þetta sé öryggisatriði, meðal annars, auk þess sem Axel vill gjarnan halda hlustendum sínum upplýstum um gang mála. Hann segir að þessi ákvörðun, að senda fréttir RÚV út með þessum hætti á tíðni stöðvarinnar, hafi verið borin undir lögmenn og sjá þeir ekkert útsendingunum til fyrirstöðu.
Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Fleiri fréttir Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Súðavíkurhlíð lokað vegna snjóflóðahættu „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Sjá meira