Elizabeth Warren býður sig ekki fram til forseta Kjartan Kjartansson skrifar 12. mars 2018 10:21 Warren segist ætla að einbeita sér að því að ná endurkjöri sem öldungadeildarþingmaður Massachusetts. Vísir/AFP Bandaríski öldungadeildarþingmaðurnin Elizabeth Warren segist ekki ætlað bjóða sig fram til forseta árið 2020. Hún var á meðal þeirra demókrata sem orðaðir voru við framboð fyrir kosningarnar árið 2016. Warren er þingmaður Massachusetts-ríkis. Hún hefur ekki síst vakið athygli fyrir aðhald hennar á þingi með fjármálastofnunum. Nú síðast hefur hún verið harðlega gagnrýninin á félaga sína í Demókrataflokknum sem styðja afnám repúblikana á Dodd-Frank-reglugerðinni svonefndu sem var samþykkt í kjölfar fjármálahrunsins árið 2008 til að herða reglur um fjármálastarfsemi. Í viðtali við NBC-sjónvarpsstöðina um helgina sagðist Warren hins vegar ekki hyggja á forsetaframboð að tveimur árum liðnum. Þess í stað ætlaði hún sér að ná endurkjöri sem öldungadeildarþingmaður í þingkosningunum í nóvember. Hún vildi hins vegar ekki taka af tvímæli um hvort að hún myndi sitja út sex ára kjörtímabilið yrði hún endurkjörin, að sögn Politico. Donald Trump forseti hefur haft sérstakt horn í síðu Warren en hún hefur verið afar gagnrýnin á störf forsetans. Hann hefur meðal annars ítrekað uppnefnt hana „Pocahontas“ vegna þess að Warren hélt því eitt sinn fram að hún ætti ættir sínar að rekja til bandarískra frumbyggja. Tengdar fréttir Pocahontas-uppnefni Trump sagt kynþáttalast Leiðtogar frumbyggja í Bandaríkjunum eru ekki sáttir við „brandara“ Donalds Trump um þingmann demókrata við athöfn til heiðurs stríðshetja í gær. 28. nóvember 2017 16:42 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Veður Fleiri fréttir Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Sjá meira
Bandaríski öldungadeildarþingmaðurnin Elizabeth Warren segist ekki ætlað bjóða sig fram til forseta árið 2020. Hún var á meðal þeirra demókrata sem orðaðir voru við framboð fyrir kosningarnar árið 2016. Warren er þingmaður Massachusetts-ríkis. Hún hefur ekki síst vakið athygli fyrir aðhald hennar á þingi með fjármálastofnunum. Nú síðast hefur hún verið harðlega gagnrýninin á félaga sína í Demókrataflokknum sem styðja afnám repúblikana á Dodd-Frank-reglugerðinni svonefndu sem var samþykkt í kjölfar fjármálahrunsins árið 2008 til að herða reglur um fjármálastarfsemi. Í viðtali við NBC-sjónvarpsstöðina um helgina sagðist Warren hins vegar ekki hyggja á forsetaframboð að tveimur árum liðnum. Þess í stað ætlaði hún sér að ná endurkjöri sem öldungadeildarþingmaður í þingkosningunum í nóvember. Hún vildi hins vegar ekki taka af tvímæli um hvort að hún myndi sitja út sex ára kjörtímabilið yrði hún endurkjörin, að sögn Politico. Donald Trump forseti hefur haft sérstakt horn í síðu Warren en hún hefur verið afar gagnrýnin á störf forsetans. Hann hefur meðal annars ítrekað uppnefnt hana „Pocahontas“ vegna þess að Warren hélt því eitt sinn fram að hún ætti ættir sínar að rekja til bandarískra frumbyggja.
Tengdar fréttir Pocahontas-uppnefni Trump sagt kynþáttalast Leiðtogar frumbyggja í Bandaríkjunum eru ekki sáttir við „brandara“ Donalds Trump um þingmann demókrata við athöfn til heiðurs stríðshetja í gær. 28. nóvember 2017 16:42 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Veður Fleiri fréttir Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Sjá meira
Pocahontas-uppnefni Trump sagt kynþáttalast Leiðtogar frumbyggja í Bandaríkjunum eru ekki sáttir við „brandara“ Donalds Trump um þingmann demókrata við athöfn til heiðurs stríðshetja í gær. 28. nóvember 2017 16:42