Trump þvertekur fyrir að hann beri ábyrgð Samúel Karl Ólason skrifar 26. október 2018 23:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Manuel Balce Ceneta Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist enga ábyrgð bera á því að stuðningsmaður hans sendir sprengjur til andstæðinga hans. Hann bar sprengjusendingarnar saman við skotárás stuðningsmanns Bernie Sanders á Repúblikana þar sem þeir voru að æfa sig fyrir hafnarboltaleik í fyrra. Þá segir forsetinn að umfjöllun fjölmiðla um sprengjurnar hafi dregið úr gengi Repúblikana í aðdraganda kosninga í næsta mánuði og að fjölmiðlar séu ósanngjarnir við Repúblikana. Cesar Sayoc, maðurinn sem hefur verið ákærður fyrir að senda sprengjurnar, skildi fingraför og lífsýni eftir á einum pakkanum og býr rétt hjá pósthúsinu sem hann notaði til að senda pakkana. Hann var handtekinn í dag.Sjá einnig: Hinn grunaði á langan sakaferil að bakiSayoc virðist hafa verið harður stuðningsmaður Trump frá því áður en hann bauð sig fram til forseta. Í maí 2015 tilkynnti Sayoc að þjófar hefðu stolið af honum og þar með talið Trump varningi fyrir þúsundir dali. Trump tilkynnti framboð sitt í júní 2015. Trump ræddi við blaðamenn í dag þar sem hann hrósaði löggæslumönnum Bandaríkjanna sem gómuðu Sayoc. Þá sagði hann einnig að hann bæri enga ábyrgð á aðgerðum Sayoc og talaði um að umfjöllunin um sendingarnar, sem hann sagði vera réttmæta, hefði komið niður á Repúblikanaflokknum. Hann sagði einnig að fjölmiðlar væru „ótrúlega ósanngjarnir“ gagnvart sér og Repúblikönum en hann svaraði ekki spurningu um á hvaða hátt fjölmiðlar væru ósanngjarnir. Þá sagði Trump að hann hefði dregið úr kosningaáróðri sínum.Það er vert að taka fram að fólkið sem sprengjur voru sendar til, og CNN, eru ekki bara gagnrýnendur Trump. Þetta eru aðilar sem Trump sjálfur hefur margsinnis veist að og það reglulega. Þá hafa miklir stuðningsmenn forsetans í fjölmiðlum og annars staðar skapað fjölmargar samsæriskenningar í kringum þetta fólk. Trump gaf sjálfur í skyn í dag að árásirnar væru gabb þegar hann setti gæsalappir utan um orðið sprengja í tísti. Það leiddi til þess að yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna, sem Trump skipaði í embætti, þurfti að staðhæfa á blaðamannafundi í dag að þetta væri ekki gabb. Sprengjurnar hefðu verið raunverulegar. Hér má sjá myndband frá blaðamannafundi í dag þar sem Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, og Christopher Wray ræddu stöðuna í kjölfar handtöku Sayoc. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump-liðar sjá forsetann sem fórnarlamb sprengjusendinga Síðustu daga hafa sprengjur verið sendar á þó nokkra gagnrýnendur og andstæðinga Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 25. október 2018 21:00 Trump sagði fjölmiðla þurfa að láta af „fjandskapnum“ þegar hann ræddi bréfasprengjurnar Donald Trump Bandaríkjaforseti beindi því til fjölmiðla í gær að þeir láti af fjandskap sínum og neikvæðni. Þá kallaði hann eftir því að stjórnmálamenn hætti að níða skóinn hver af öðrum. 25. október 2018 10:58 Einn handtekinn í tengslum við bréfasprengjusendingar Allir þeir sem vitað er að hafa fengið bréfasprengjur sendar hafa verið harðlega gagnrýnd af Trump og íhaldssömum miðlum Bandaríkjanna. 26. október 2018 15:28 Leita logandi ljósi að sökudólgi FBI stýrir rannsókn á sprengjusendingum til áhrifamanna innan bandaríska vinstrisins. Ekki víst að sprengjunum hafi verið ætlað að springa. Forsetinn kennir fjölmiðlum um hatursfulla orðræðu en eitt fórnarlamba skýtur til baka á forsetann og segir æsimennsku hans og hótanir til háborinnar skammar. 26. október 2018 07:30 Trump kennir fjölmiðlum um reiði í skugga bréfsprengna Raddir hafa heyrst um að Trump forseti hafi kynt undir ofsa gegn andstæðingum sínum eftir að bréfsprengjur hófu að berast andstæðingum hans. Hann reynir nú að snúa taflinu við og kennir fjölmiðlum um að hafa skapað hatursástand í samfélaginu. 25. október 2018 12:39 Fundu aðra grunsamlega sendingu í Flórída sem stíluð var á Demókrata Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að grunsamlegur pakki, sem stílaður var á Cory Booker, öldungadeildarþingmann Demókrata, hafi fundist á Flórída. 26. október 2018 13:17 Hinn grunaði á langan sakaferil að baki Yfirvöld Bandaríkjanna hafa opinberað nafn mannsins sem grunaður er um að hafa sent sprengjur víða um Bandaríkin á undanförnum dögum. 26. október 2018 17:30 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist enga ábyrgð bera á því að stuðningsmaður hans sendir sprengjur til andstæðinga hans. Hann bar sprengjusendingarnar saman við skotárás stuðningsmanns Bernie Sanders á Repúblikana þar sem þeir voru að æfa sig fyrir hafnarboltaleik í fyrra. Þá segir forsetinn að umfjöllun fjölmiðla um sprengjurnar hafi dregið úr gengi Repúblikana í aðdraganda kosninga í næsta mánuði og að fjölmiðlar séu ósanngjarnir við Repúblikana. Cesar Sayoc, maðurinn sem hefur verið ákærður fyrir að senda sprengjurnar, skildi fingraför og lífsýni eftir á einum pakkanum og býr rétt hjá pósthúsinu sem hann notaði til að senda pakkana. Hann var handtekinn í dag.Sjá einnig: Hinn grunaði á langan sakaferil að bakiSayoc virðist hafa verið harður stuðningsmaður Trump frá því áður en hann bauð sig fram til forseta. Í maí 2015 tilkynnti Sayoc að þjófar hefðu stolið af honum og þar með talið Trump varningi fyrir þúsundir dali. Trump tilkynnti framboð sitt í júní 2015. Trump ræddi við blaðamenn í dag þar sem hann hrósaði löggæslumönnum Bandaríkjanna sem gómuðu Sayoc. Þá sagði hann einnig að hann bæri enga ábyrgð á aðgerðum Sayoc og talaði um að umfjöllunin um sendingarnar, sem hann sagði vera réttmæta, hefði komið niður á Repúblikanaflokknum. Hann sagði einnig að fjölmiðlar væru „ótrúlega ósanngjarnir“ gagnvart sér og Repúblikönum en hann svaraði ekki spurningu um á hvaða hátt fjölmiðlar væru ósanngjarnir. Þá sagði Trump að hann hefði dregið úr kosningaáróðri sínum.Það er vert að taka fram að fólkið sem sprengjur voru sendar til, og CNN, eru ekki bara gagnrýnendur Trump. Þetta eru aðilar sem Trump sjálfur hefur margsinnis veist að og það reglulega. Þá hafa miklir stuðningsmenn forsetans í fjölmiðlum og annars staðar skapað fjölmargar samsæriskenningar í kringum þetta fólk. Trump gaf sjálfur í skyn í dag að árásirnar væru gabb þegar hann setti gæsalappir utan um orðið sprengja í tísti. Það leiddi til þess að yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna, sem Trump skipaði í embætti, þurfti að staðhæfa á blaðamannafundi í dag að þetta væri ekki gabb. Sprengjurnar hefðu verið raunverulegar. Hér má sjá myndband frá blaðamannafundi í dag þar sem Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, og Christopher Wray ræddu stöðuna í kjölfar handtöku Sayoc.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump-liðar sjá forsetann sem fórnarlamb sprengjusendinga Síðustu daga hafa sprengjur verið sendar á þó nokkra gagnrýnendur og andstæðinga Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 25. október 2018 21:00 Trump sagði fjölmiðla þurfa að láta af „fjandskapnum“ þegar hann ræddi bréfasprengjurnar Donald Trump Bandaríkjaforseti beindi því til fjölmiðla í gær að þeir láti af fjandskap sínum og neikvæðni. Þá kallaði hann eftir því að stjórnmálamenn hætti að níða skóinn hver af öðrum. 25. október 2018 10:58 Einn handtekinn í tengslum við bréfasprengjusendingar Allir þeir sem vitað er að hafa fengið bréfasprengjur sendar hafa verið harðlega gagnrýnd af Trump og íhaldssömum miðlum Bandaríkjanna. 26. október 2018 15:28 Leita logandi ljósi að sökudólgi FBI stýrir rannsókn á sprengjusendingum til áhrifamanna innan bandaríska vinstrisins. Ekki víst að sprengjunum hafi verið ætlað að springa. Forsetinn kennir fjölmiðlum um hatursfulla orðræðu en eitt fórnarlamba skýtur til baka á forsetann og segir æsimennsku hans og hótanir til háborinnar skammar. 26. október 2018 07:30 Trump kennir fjölmiðlum um reiði í skugga bréfsprengna Raddir hafa heyrst um að Trump forseti hafi kynt undir ofsa gegn andstæðingum sínum eftir að bréfsprengjur hófu að berast andstæðingum hans. Hann reynir nú að snúa taflinu við og kennir fjölmiðlum um að hafa skapað hatursástand í samfélaginu. 25. október 2018 12:39 Fundu aðra grunsamlega sendingu í Flórída sem stíluð var á Demókrata Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að grunsamlegur pakki, sem stílaður var á Cory Booker, öldungadeildarþingmann Demókrata, hafi fundist á Flórída. 26. október 2018 13:17 Hinn grunaði á langan sakaferil að baki Yfirvöld Bandaríkjanna hafa opinberað nafn mannsins sem grunaður er um að hafa sent sprengjur víða um Bandaríkin á undanförnum dögum. 26. október 2018 17:30 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Trump-liðar sjá forsetann sem fórnarlamb sprengjusendinga Síðustu daga hafa sprengjur verið sendar á þó nokkra gagnrýnendur og andstæðinga Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 25. október 2018 21:00
Trump sagði fjölmiðla þurfa að láta af „fjandskapnum“ þegar hann ræddi bréfasprengjurnar Donald Trump Bandaríkjaforseti beindi því til fjölmiðla í gær að þeir láti af fjandskap sínum og neikvæðni. Þá kallaði hann eftir því að stjórnmálamenn hætti að níða skóinn hver af öðrum. 25. október 2018 10:58
Einn handtekinn í tengslum við bréfasprengjusendingar Allir þeir sem vitað er að hafa fengið bréfasprengjur sendar hafa verið harðlega gagnrýnd af Trump og íhaldssömum miðlum Bandaríkjanna. 26. október 2018 15:28
Leita logandi ljósi að sökudólgi FBI stýrir rannsókn á sprengjusendingum til áhrifamanna innan bandaríska vinstrisins. Ekki víst að sprengjunum hafi verið ætlað að springa. Forsetinn kennir fjölmiðlum um hatursfulla orðræðu en eitt fórnarlamba skýtur til baka á forsetann og segir æsimennsku hans og hótanir til háborinnar skammar. 26. október 2018 07:30
Trump kennir fjölmiðlum um reiði í skugga bréfsprengna Raddir hafa heyrst um að Trump forseti hafi kynt undir ofsa gegn andstæðingum sínum eftir að bréfsprengjur hófu að berast andstæðingum hans. Hann reynir nú að snúa taflinu við og kennir fjölmiðlum um að hafa skapað hatursástand í samfélaginu. 25. október 2018 12:39
Fundu aðra grunsamlega sendingu í Flórída sem stíluð var á Demókrata Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að grunsamlegur pakki, sem stílaður var á Cory Booker, öldungadeildarþingmann Demókrata, hafi fundist á Flórída. 26. október 2018 13:17
Hinn grunaði á langan sakaferil að baki Yfirvöld Bandaríkjanna hafa opinberað nafn mannsins sem grunaður er um að hafa sent sprengjur víða um Bandaríkin á undanförnum dögum. 26. október 2018 17:30