Síðasta flug til Færeyja frá Reykjavíkurflugvelli Kristján Már Unnarsson skrifar 26. október 2018 21:15 Síðustu farþegarnir ganga um borð á Reykjavíkurflugvelli í morgun. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Áætlunarflugi milli Reykjavíkur og Færeyja lauk í dag, 55 árum eftir að flugsamgöngur hófust á milli höfuðborgar Íslands og nánustu frændþjóðar Íslendinga. Hér eftir verður flugið frá Keflavík. Myndir frá síðustu brottför voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Það var árið 1963 sem Flugfélag Íslands hóf Færeyjaflug frá Reykjavíkurflugvelli, fyrst eitt og sem hluta af Kaupmannahafnarflugi, en síðan í samstarfi við Færeyinga. Undanfarinn aldarfjórðung hafa færeyskar þotur sinnt fluginu.Rasmus Niclasen, stöðvarstjóri Atlantic Airways.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.En í dag var komið að kveðjustund; Atlantic Airways þotan Elinborg var að taka síðustu farþegana í morgun. Félagið er að skipta yfir í stærri Airbus-þotur, sem krefjast lengri brauta og taka fleiri farþega, sem litla flugstöðin rúmar engan veginn. „Það er erfitt að fara um flugstöðina hér í Reykjavík því hún er svo lítil. Auk þess eru flugbrautirnar hérna of stuttar til að stórar flugvélar geti lent hérna,“ segir Rasmus Niclasen, stöðvarstjóri Atlantic Airways. „Meginástæðurnar eru flugbrautirnar. En auðvitað er stærri vél með kannski 180 farþegum, - það er einfaldlega of stór eining í millilandahluta flugstöðvarinnar okkar,“ segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands.Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Lengi hefur verið rætt um nýja flugstöð í Reykjavík en ekkert bólar á framkvæmdum. „Við höfum í gegnum áratugina verið að vinna að ýmsum leiðum hér til að laga aðstöðuna okkar. Og það er ekkert endanlegt komið á borðið þar. En við höfum verið að bíða eftir samgöngumiðstöð, við höfum verið að bíða eftir ýmsum leiðum,“ segir Árni. Og Færeyingar munu sakna þess að geta ekki lent í Reykjavík. „Það er frábært að lenda í Reykjavík. Farþegarnir vilja helst lenda í Reykjavík því þar ertu í miðri borginni. En með stærri flugvélar neyðumst við til að lenda í Keflavík,” segir Rasmus Niclasen en bætir við að það geti jafnframt verið hagstætt fyrir farþega í Ameríkuflugi að fá tengingu í Keflavík.Airbus A-319 þota Atlantic Airways í flugtaki á Reykjavíkurflugvelli í morgun.Stöð 2/KMU.Þotur Færeyinga eru einu þoturnar sem notað hafa Reykjavíkurflugvöll í beinu áætlunarflugi. Airbus-þoturnar hafa jafnframt verið stærstu vélarnar í reglubundnu flugi um völlinn. En það var athyglisvert að fylgjast með þessu síðasta flugtaki í morgun, þotan var ekki búin með nema um þriðjunginn af brautinni þegar hún tók sig til flugs. Rúmri klukkustund síðar var hún lent í Færeyjum. Hér má sjá brottför Færeyjaflugsins frá Reykjavík: Færeyjar Tengdar fréttir Hljóðlátasta þota heims þurfti hálfa flugbrautina Nýjasta stolt kanadískrar flugvélaframleiðslu, stærsta farþegaþota Bombardier, millilenti í Reykjavík eftir flugprófanir og sýningarflug í Evrópu. 7. október 2016 21:43 Miðstöð innanlandsflugs á BSÍ í framtíðinni Þrjár hugmyndir eru lagðar til um nýja flugstöð fyrir innanlandsflugið. Allar í Vatnsmýri 31. maí 2018 18:30 Vilja opna á meira millilandaflug úr Reykjavík með hljóðlátari þotum Isavia vill að opnað verði á meira millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli, bæði til að létta á Keflavíkurflugvelli og til að stytta ferðatíma flugfarþega. 21. júlí 2017 18:30 Færeyjaflug flyst frá Reykjavík vegna stærri flugvéla og lítillar flugstöðvar Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hefur ákveðið að hætta að nota Reykjavíkurflugvöll í millilandaflugi milli Íslands og Færeyja. 7. september 2018 20:30 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Sjá meira
Áætlunarflugi milli Reykjavíkur og Færeyja lauk í dag, 55 árum eftir að flugsamgöngur hófust á milli höfuðborgar Íslands og nánustu frændþjóðar Íslendinga. Hér eftir verður flugið frá Keflavík. Myndir frá síðustu brottför voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Það var árið 1963 sem Flugfélag Íslands hóf Færeyjaflug frá Reykjavíkurflugvelli, fyrst eitt og sem hluta af Kaupmannahafnarflugi, en síðan í samstarfi við Færeyinga. Undanfarinn aldarfjórðung hafa færeyskar þotur sinnt fluginu.Rasmus Niclasen, stöðvarstjóri Atlantic Airways.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.En í dag var komið að kveðjustund; Atlantic Airways þotan Elinborg var að taka síðustu farþegana í morgun. Félagið er að skipta yfir í stærri Airbus-þotur, sem krefjast lengri brauta og taka fleiri farþega, sem litla flugstöðin rúmar engan veginn. „Það er erfitt að fara um flugstöðina hér í Reykjavík því hún er svo lítil. Auk þess eru flugbrautirnar hérna of stuttar til að stórar flugvélar geti lent hérna,“ segir Rasmus Niclasen, stöðvarstjóri Atlantic Airways. „Meginástæðurnar eru flugbrautirnar. En auðvitað er stærri vél með kannski 180 farþegum, - það er einfaldlega of stór eining í millilandahluta flugstöðvarinnar okkar,“ segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands.Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Lengi hefur verið rætt um nýja flugstöð í Reykjavík en ekkert bólar á framkvæmdum. „Við höfum í gegnum áratugina verið að vinna að ýmsum leiðum hér til að laga aðstöðuna okkar. Og það er ekkert endanlegt komið á borðið þar. En við höfum verið að bíða eftir samgöngumiðstöð, við höfum verið að bíða eftir ýmsum leiðum,“ segir Árni. Og Færeyingar munu sakna þess að geta ekki lent í Reykjavík. „Það er frábært að lenda í Reykjavík. Farþegarnir vilja helst lenda í Reykjavík því þar ertu í miðri borginni. En með stærri flugvélar neyðumst við til að lenda í Keflavík,” segir Rasmus Niclasen en bætir við að það geti jafnframt verið hagstætt fyrir farþega í Ameríkuflugi að fá tengingu í Keflavík.Airbus A-319 þota Atlantic Airways í flugtaki á Reykjavíkurflugvelli í morgun.Stöð 2/KMU.Þotur Færeyinga eru einu þoturnar sem notað hafa Reykjavíkurflugvöll í beinu áætlunarflugi. Airbus-þoturnar hafa jafnframt verið stærstu vélarnar í reglubundnu flugi um völlinn. En það var athyglisvert að fylgjast með þessu síðasta flugtaki í morgun, þotan var ekki búin með nema um þriðjunginn af brautinni þegar hún tók sig til flugs. Rúmri klukkustund síðar var hún lent í Færeyjum. Hér má sjá brottför Færeyjaflugsins frá Reykjavík:
Færeyjar Tengdar fréttir Hljóðlátasta þota heims þurfti hálfa flugbrautina Nýjasta stolt kanadískrar flugvélaframleiðslu, stærsta farþegaþota Bombardier, millilenti í Reykjavík eftir flugprófanir og sýningarflug í Evrópu. 7. október 2016 21:43 Miðstöð innanlandsflugs á BSÍ í framtíðinni Þrjár hugmyndir eru lagðar til um nýja flugstöð fyrir innanlandsflugið. Allar í Vatnsmýri 31. maí 2018 18:30 Vilja opna á meira millilandaflug úr Reykjavík með hljóðlátari þotum Isavia vill að opnað verði á meira millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli, bæði til að létta á Keflavíkurflugvelli og til að stytta ferðatíma flugfarþega. 21. júlí 2017 18:30 Færeyjaflug flyst frá Reykjavík vegna stærri flugvéla og lítillar flugstöðvar Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hefur ákveðið að hætta að nota Reykjavíkurflugvöll í millilandaflugi milli Íslands og Færeyja. 7. september 2018 20:30 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Sjá meira
Hljóðlátasta þota heims þurfti hálfa flugbrautina Nýjasta stolt kanadískrar flugvélaframleiðslu, stærsta farþegaþota Bombardier, millilenti í Reykjavík eftir flugprófanir og sýningarflug í Evrópu. 7. október 2016 21:43
Miðstöð innanlandsflugs á BSÍ í framtíðinni Þrjár hugmyndir eru lagðar til um nýja flugstöð fyrir innanlandsflugið. Allar í Vatnsmýri 31. maí 2018 18:30
Vilja opna á meira millilandaflug úr Reykjavík með hljóðlátari þotum Isavia vill að opnað verði á meira millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli, bæði til að létta á Keflavíkurflugvelli og til að stytta ferðatíma flugfarþega. 21. júlí 2017 18:30
Færeyjaflug flyst frá Reykjavík vegna stærri flugvéla og lítillar flugstöðvar Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hefur ákveðið að hætta að nota Reykjavíkurflugvöll í millilandaflugi milli Íslands og Færeyja. 7. september 2018 20:30