Klárar Hamilton dæmið í Mexíkó? Bragi Þórðarson skrifar 26. október 2018 18:30 Það þarf mikið að ganga á svo Hamilton verði ekki heimsmeistari um helgina. vísir/getty Nítjánda umferð Formúlu 1 fer fram í Mexíkó um helgina. Um síðustu helgi var keppt í Texas-fylki í Bandaríkjunum og er ferðalagið því nokkuð stutt fyrir liðin. Hermanos Rodriguez-brautin í Mexíkóborg er 4.3 kílómetrar að lengd og var fyrst tekin í notkun árið 1963. Gríðarleg stemning myndast á brautinni þá sérstaklega í 14. beygju þar sem bílarnir aka í gegnum hafnarboltavöll. Bretinn Jim Clark vann fyrsta kappaksturinn á brautinni og tryggði sér heimsmeistaratitilinn árið 1963 með þeim sigri. Nú um helgina á landi hans, Lewis Hamilton, möguleika á að tryggja sér sinn fimmta heimsmeistaratitil. Lewis er svo gott sem búinn að tryggja sér titilinn en þó á Sebastian Vettel enn stærðfræðilega möguleika á að ná Bretanum í stigakeppni ökumanna. Það eina sem Lewis þarf að gera til þess að vinna sinn fimmta titil um helgina er að klára keppnina á sunnudaginn í sjöunda sæti eða ofar. Hamilton hefur aldrei klárað keppni neðar en í fimmta sæti í ár. Eftir sögulegan sigur Kimi Raikkonen um síðustu helgi minnkaði Ferrari forskot Mercedes niður í 66 stig í keppni bílasmiða. Verkið er því ekki ómögulegt fyrir ítalska liðið þar sem 129 stig eru eftir í pottinum. Æfingar, tímatökur og kappaksturinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport um helgina. Bílarnir ræsa af stað í kappaksturinn klukkan sjö á sunnudagskvöldið. Formúla Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Keflvíkingar í gini úlfsins Körfubolti Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Í beinni: Liverpool - Everton | Ná grannarnir að trufla titilsóknina? Enski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Enski boltinn Fleiri fréttir Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Nítjánda umferð Formúlu 1 fer fram í Mexíkó um helgina. Um síðustu helgi var keppt í Texas-fylki í Bandaríkjunum og er ferðalagið því nokkuð stutt fyrir liðin. Hermanos Rodriguez-brautin í Mexíkóborg er 4.3 kílómetrar að lengd og var fyrst tekin í notkun árið 1963. Gríðarleg stemning myndast á brautinni þá sérstaklega í 14. beygju þar sem bílarnir aka í gegnum hafnarboltavöll. Bretinn Jim Clark vann fyrsta kappaksturinn á brautinni og tryggði sér heimsmeistaratitilinn árið 1963 með þeim sigri. Nú um helgina á landi hans, Lewis Hamilton, möguleika á að tryggja sér sinn fimmta heimsmeistaratitil. Lewis er svo gott sem búinn að tryggja sér titilinn en þó á Sebastian Vettel enn stærðfræðilega möguleika á að ná Bretanum í stigakeppni ökumanna. Það eina sem Lewis þarf að gera til þess að vinna sinn fimmta titil um helgina er að klára keppnina á sunnudaginn í sjöunda sæti eða ofar. Hamilton hefur aldrei klárað keppni neðar en í fimmta sæti í ár. Eftir sögulegan sigur Kimi Raikkonen um síðustu helgi minnkaði Ferrari forskot Mercedes niður í 66 stig í keppni bílasmiða. Verkið er því ekki ómögulegt fyrir ítalska liðið þar sem 129 stig eru eftir í pottinum. Æfingar, tímatökur og kappaksturinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport um helgina. Bílarnir ræsa af stað í kappaksturinn klukkan sjö á sunnudagskvöldið.
Formúla Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Keflvíkingar í gini úlfsins Körfubolti Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Í beinni: Liverpool - Everton | Ná grannarnir að trufla titilsóknina? Enski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Enski boltinn Fleiri fréttir Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira