Bíó og sjónvarp

Yfir 23 þúsund manns séð Lof mér að falla

Stefán Árni Pálsson skrifar
Elín Sif og Eyrún Björk eru frábærar í hlutverkum Stellu og Magneu og túlka stúlkurnar í gleði og sorg af mögnuðu næmi.
Elín Sif og Eyrún Björk eru frábærar í hlutverkum Stellu og Magneu og túlka stúlkurnar í gleði og sorg af mögnuðu næmi.
Tuttugu og þrjú þúsund manns hafa séð kvikmyndina Lof mér að falla sem var frumsýnd um þar síðustu helgi.

Eftir tvær sýningarhelgar í sýningu er Lof mér að falla áttunda mest sótta mynd ársins. Kvikmyndin hefur tekið inn 38 milljónir króna í miðasölutekjur en þetta kemur fram í tölum frá FRÍSK.

Baldvin Z leikstýrir Lof mér að falla en myndin segir frá hinni 15 ára gömlu Magneu en líf hennar umturnast þegar hún kynnist hinni átján ára gömlu Stellu.

Magnea laðast að hispurslausu lífi Stellu og þróar Magnea sterkar tilfinningar til hennar sem Stella notfærir sér til eigin hagsbóta. Stella leiðir Magneu inn í heim fíkniefna sem hefur alvarlegar afleiðingar fyrir þær báðar. Tólf árum síðar liggja leiðir þeirra óvænt saman og verður uppgjör á milli þeirra óumflýjanlegt.

Baldvin skrifar einnig handriti myndarinnar ásamt Birgi Erni Steinarssyni.

Tölur FRÍSK.

Tengdar fréttir

„Lífið gengur fyrir“

Birgir Örn Steinarsson, oft nefndur Biggi Maus, þekkir af eigin raun að missa góðan vin langt fyrir aldur fram. Hann kemur fram á tónleikunum Hammond í Hörpu til minningar um vin sinn Bjarka Friðriksson sem lést úr heilahimnubólgu aðeins nítján ára.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.