Innlent

Áfrýjar fjögurra ára dómi fyrir kynferðisbrot gegn dætrum sínum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Maðurinn verður að óbreyttu í gæsluvarðhaldi til 27. desember.
Maðurinn verður að óbreyttu í gæsluvarðhaldi til 27. desember. vísir/anton brink
Kjartan Adolfsson, sem dæmdur var í fjögurra ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn dætrum sínum í Héraðsdómi Austurlands í ágúst, hefur áfrýjað dómnum til Landsréttar. Þetta staðfestir ríkissaksóknari í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis.

Kjartan hefur verið dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn þremur dætrum sínum. Fyrst árið 1991 fyrir brot á þeirri elstu og nú í ágúst fyrir brot gegn tveimur yngri dætrum. Hann var þó sýknaður af hluta ákærunnar þar sem frásögn annarrar dótturinnar þótti á köflum ekki nógu nákvæm og afdráttarlaus.

Að auki var Kjartan dæmdur til að greiða dætrum sínum miskabætur, þeirri eldri 1,5 milljónir en hinni yngri þrjár milljónir króna. Dæturnar hafa allar stigið fram í fjölmiðlum í seinni tíð og greint frá brotum föður síns.

Í fyrravetur var eiginkona Kjartans og stjúpmóðir dætranna dæmd í tíu mánaða fangelsi, þar af sjö mánuði skilorðsbundna, fyrir langvarandi ofbeldi gegn stjúpdætrunum.


Tengdar fréttir

Fjögur ár fyrir brot gegn dætrum sínum

Karlmaður var fyrir mánuði dæmdur í annað sinn fyrir brot gegn barni sínu. Alls hefur hann hlotið dóm fyrir brot gegn þremur dætrum sínum. Fyrri dómurinn hafði ekki áhrif við ákvörðun refsingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×