Bale var reiður út í Zidane þegar hann ákvað að reyna við glæsimarkið Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 17. september 2018 14:30 Gareth Bale skorar markið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Vísir/Getty Gareth Bale skoraði frábæra bakfallsspyrnu í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í vor. Hann segir reiði út í Zindedine Zidane hafa knúið hann til þess að reyna við glæsimarkið. Bale hefur ekki sagt mikið frá sínum upplifunum af úrslitaleiknum í Kænugarði í vor en ákvað að láta allt flakka í viðtali við Daily Mail í dag. „Ég var frekar reiður ef ég á að vera alveg hreinskilinn,“ sagði Bale þegar hann lýsti tilfinningunni þegar Zidane setti hann loks inn á sem varamann í seinni hálfleik úrslitaleiksins. Bale hafði skorað fjögur mörk í síðustu þremur leikjum Real fyrir úrslitaleikinn og það tók hann aðeins þrjár mínútur að skora fyrsta mark Evrópumeistaranna í úrslitaleiknum. „Mér fannst ég eiga skilið að byrja þennan leik. Ég hafði skorað mörk í síðustu leikjum og það var erfitt að ýta reiðinni til hliðar.“ Walesverjinn hafði aldrei skorað mark með bakfallsspyrnu áður en hann sagðist samt ekki hafa verið stressaður að láta vaða. „Þú getur valið að taka boltann niður og reyna að gera svo eitthvað við hann, en þú veist þú ert í stöðu þar sem það verður lokað fljótt á þig.“ „Þú hugsar ekkert um að líta heimskulega út. Ef þú reynir ekki hlutina þá gerast þeir aldrei. Ef þú hefur tíma til þess að hugsa þig um þá gerast hlutirnir ekki, það er þegar þú þarft að bregðast fljótt við sem hlutirnir gerast best.“ „Ég vissi nákvæmlega hvar boltinn var. Um leið og ég hitti hann þá vissi ég að spyrnan var góð,“ sagði Gareth Bale. Allt viðtalið við Bale má lesa hér. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Leikmenn Real kenna Bale um brotthvarf Zidane Leikmenn Real Madrid kenna liðsfélaga sínum Gareth Bale um brotthvarf Zinedine Zidane frá félaginu, en Frakkinn tilkynnti öllum að óvörum að hann ætlaði að hætta sem knattspyrnustjóri félagsins í gær. 1. júní 2018 23:00 Talaði ekki við hetjuna sína í þrjá tíma eftir úrslitaleikinn Zinedine Zidane skrifaði nýjan kafla í sögu Meistaradeildarinnar á laugardaginn þegar hann gerði Real Madrid að meisturum þriðja árið í röð. Það hafði enginn afrekað áður. 28. maí 2018 13:30 Mest lesið Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum Handbolti HM-barinn í Zagreb klár en Sérsveitin sparar kraftana Handbolti Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Handbolti „Var að vonast til að spila með Íslandi en ekki vera hinum megin“ Handbolti Aron ekki skráður inn á HM Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Arnar kynntur til leiks Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Valur semur við norskan miðvörð Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Hákon og Mannone hetjurnar Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Sjá meira
Gareth Bale skoraði frábæra bakfallsspyrnu í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í vor. Hann segir reiði út í Zindedine Zidane hafa knúið hann til þess að reyna við glæsimarkið. Bale hefur ekki sagt mikið frá sínum upplifunum af úrslitaleiknum í Kænugarði í vor en ákvað að láta allt flakka í viðtali við Daily Mail í dag. „Ég var frekar reiður ef ég á að vera alveg hreinskilinn,“ sagði Bale þegar hann lýsti tilfinningunni þegar Zidane setti hann loks inn á sem varamann í seinni hálfleik úrslitaleiksins. Bale hafði skorað fjögur mörk í síðustu þremur leikjum Real fyrir úrslitaleikinn og það tók hann aðeins þrjár mínútur að skora fyrsta mark Evrópumeistaranna í úrslitaleiknum. „Mér fannst ég eiga skilið að byrja þennan leik. Ég hafði skorað mörk í síðustu leikjum og það var erfitt að ýta reiðinni til hliðar.“ Walesverjinn hafði aldrei skorað mark með bakfallsspyrnu áður en hann sagðist samt ekki hafa verið stressaður að láta vaða. „Þú getur valið að taka boltann niður og reyna að gera svo eitthvað við hann, en þú veist þú ert í stöðu þar sem það verður lokað fljótt á þig.“ „Þú hugsar ekkert um að líta heimskulega út. Ef þú reynir ekki hlutina þá gerast þeir aldrei. Ef þú hefur tíma til þess að hugsa þig um þá gerast hlutirnir ekki, það er þegar þú þarft að bregðast fljótt við sem hlutirnir gerast best.“ „Ég vissi nákvæmlega hvar boltinn var. Um leið og ég hitti hann þá vissi ég að spyrnan var góð,“ sagði Gareth Bale. Allt viðtalið við Bale má lesa hér.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Leikmenn Real kenna Bale um brotthvarf Zidane Leikmenn Real Madrid kenna liðsfélaga sínum Gareth Bale um brotthvarf Zinedine Zidane frá félaginu, en Frakkinn tilkynnti öllum að óvörum að hann ætlaði að hætta sem knattspyrnustjóri félagsins í gær. 1. júní 2018 23:00 Talaði ekki við hetjuna sína í þrjá tíma eftir úrslitaleikinn Zinedine Zidane skrifaði nýjan kafla í sögu Meistaradeildarinnar á laugardaginn þegar hann gerði Real Madrid að meisturum þriðja árið í röð. Það hafði enginn afrekað áður. 28. maí 2018 13:30 Mest lesið Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum Handbolti HM-barinn í Zagreb klár en Sérsveitin sparar kraftana Handbolti Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Handbolti „Var að vonast til að spila með Íslandi en ekki vera hinum megin“ Handbolti Aron ekki skráður inn á HM Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Arnar kynntur til leiks Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Valur semur við norskan miðvörð Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Hákon og Mannone hetjurnar Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Sjá meira
Leikmenn Real kenna Bale um brotthvarf Zidane Leikmenn Real Madrid kenna liðsfélaga sínum Gareth Bale um brotthvarf Zinedine Zidane frá félaginu, en Frakkinn tilkynnti öllum að óvörum að hann ætlaði að hætta sem knattspyrnustjóri félagsins í gær. 1. júní 2018 23:00
Talaði ekki við hetjuna sína í þrjá tíma eftir úrslitaleikinn Zinedine Zidane skrifaði nýjan kafla í sögu Meistaradeildarinnar á laugardaginn þegar hann gerði Real Madrid að meisturum þriðja árið í röð. Það hafði enginn afrekað áður. 28. maí 2018 13:30