Blikar geta haldið sigurhátíð í Smáranum í kvöld takist stelpunum þeirra að ná í stigin sem upp á vantar til að tryggja þeim meistaratitilinn.
Kvennalið Breiðabliks getur tryggt sér sigur í Pepsideild kvenna í kvöld nái liðið að vinna Selfoss á Kópavogsvellinum. Þetta er leikur í 17. og næstsíðustu umferð Pepsideildar kvenna.
Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport í kvöld en hann hefst klukkan 17.00.
Breiðablik getur unnið sinn sautjánda Íslandsmeistaratitil en þetta yrði sá fyrsti síðan árið 2015 og „aðeins“ annar Íslandsmeistaratitill kvennaliðs félagsins á síðustu þrettán árum.
Breiðablik náði fimm stiga forystu á Þór/KA með 3-0 sigri í innbyrðisleik liðanna á dögunum og nú eru aðeins sex stig eftir í pottinum. Sigur Blika í kvöld þýddi að Þór/KA gæti ekki lengur náð Blikum að stigum.
Blikar hafa þegar unnið bikarkeppnina í sumar og geta Blikakonur því unnið tvöfalt. Blikar hafa ekki unnið tvöfalt síðan árið 2005 eða í þrettán ár.
Breiðablik vann 1-0 sigur á Selfossi í fyrri leik liðanna og þá skoraði Selma Sól Magnúsdóttir sigurmarkið. Selma Sól er ekki með Blikum í kvöld því hún stundar nám við South Carolina háskólann í Columbiu.
Heil umferð fer fram í Pepsideild kvenna í kvöld. Blikakonur yrðu einnig Íslandsmeistarar, sama hvernig fer hjá þeim á móti Selfossi, takist Þór/KA ekki að vinna Val.
Þá er líka hálfgerður úrslitaleikur um fallið þegar KR tekur á móti Grindavík á Alvogenvellinum í Vesturbænum.
KR-konur geta fellt Grindavíkurkonur með sigri. Vinni Grindavík leikinn þá fara liðin jöfn að stigum inn í lokaumferðina. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.
Leikir kvöldsins í 17. umferð Pepsideildar kvenna:
Þórsvöllur 17.00 Þór/KA - Valur
Alvogenvöllurinn 17.00 KR - Grindavík
Kaplakrikavöllur 17.00 FH - Stjarnan
Hásteinsvöllur 17.00 ÍBV - HK/Víkingur
Kópavogsvöllur 17.00 Breiðablik - Selfoss
Blikakonur verða Íslandsmeistarar með sigri í kvöld
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt
Enski boltinn



Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA
Körfubolti


Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum
Íslenski boltinn




„Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta”
Íslenski boltinn