Efnahagsbrotadeild norsku lögreglunnar tilkynnti um það í dag að formleg rannsókn væri hafin á starfsemi norska DNB bankans vegna fjölmiðlaumfjöllunar um starfsemi Samherja og ásakana um spillingu í Namibíu. RÚV greindi fyrst frá þessu.
Í tilkynningu frá norsku lögreglunni segir að markmiðið með rannsókninni verði að komast til botns í því hvort að refsiverð brot hafi verið framin. Greint hefur verið frá því að bróðurpartur bankaviðskipta Samherja hafi farið í gegnum norska bankann samkvæmt gögnum sem birtust í Samherjaskjölunum.
Rannsóknin er sögð vera unnin í samstarfi við yfirvöld í fleiri ríkjum og hún sé nú á frumstigi. Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, staðfestir í samtali við RÚV að norska efnahagsbrotadeildin hafi þegar haft samband við embættið vegna rannsóknarinnar.
Norska lögreglan rannsakar DNB bankann vegna viðskipta við Samherja

Tengdar fréttir

Sex leiddir fyrir dómara í Namibíu vegna Samherjamálsins
Sexmenningarnir sem grunaðir eru um spillingu, fjársvik og peningaþvætti í Namibíu í tengslum við Samherjamálið voru leiddir fyrir dómara í morgun.

Milljarðar fóru í gegnum DNB
Haldið var áfram að fjalla um mál Samherja í Kveik á RÚV í gærkvöldi. Þar kom fram að norski bankinn DNB vissi ekki hverjir voru raunverulegir eigendur reikninga sem tengjast meintu peningaþvætti Samherja.

Varasamt að gera upp hug sinn fyrir fram
Samherji hefur ráðið alþjóðlega lögmannsstofu til að rannsaka starfsemi félagsins í Namibíu. Norskur lögmaður, Elisabeth Roscher, sem leiðir rannsóknina segir að unnið verði af heilindum og samstarf sé hafið með yfirvöldum.