Fjölmargir reynsluboltar missa vinnuna hjá Morgunblaðinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. nóvember 2019 11:39 Höfuðstöðvar Morgunblaðsins í Hádegismóum. Vísir/Egill Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, Mbl.is og útvarpsstöðvarinnar K100, stendur í uppsögnum í dag. Fréttablaðið greindi fyrst frá uppsögnum. Tímasetning uppsagnanna vekur athygli en blaðamenn hjá Árvakri eru meðal þeirra sem standa í kjaraviðræðum þessa dagana. Samkvæmt heimildum Vísis var starfsfólki tilkynnt í morgun að uppsagnirnar yrðu fimmtán. Starfsmenn voru í framhaldinu boðaðir einn í einu á fund með Haraldi Johannessen framkvæmdastjóra og Rut Haraldsdóttur, starfandi starfsmannastjóra, þar sem tilkynnt er um uppsögn. Stærstur hluti uppsagnanna virðist vera hjá blaðamönnum og ljósmyndurum. Þrír íþróttafréttamenn misstu vinnuna, tveir sem skrifa í Sunnudagsmoggann, tvær blaðakonur á Mbl.is auk fleiri. Þá var Emilíu Björnsdóttur, yfirmanni ljósmyndadeildar, sem starfað hefur hjá Morgunblaðinu síðan árið 1974, verið sagt upp störfum. Átján blaðamenn á Mbl.is lýstu á dögunum yfir vonbrigðum sínum með ritstjóra sína, kollega á Morgunblaðinu og lausapenna sem kallaðir voru til að ganga í störf þeirra í verkfallsaðgerðum blaðamanna. Að minnsta kosti fimm þeirra sem sagt hefur verið upp í dag voru á meðal þeirra sem skrifuðu undir yfirlýsingar sem birtar voru á vef Blaðamannafélags Íslands. Þriðja verkfallsaðgerð blaðamanna er fyrirhuguð á morgun í tólf klukkustundir, frá 10-22. Frábær níu ár að baki Á meðal blaðakvennanna eru Anna Lilja Þórisdóttir sem starfað hefur hjá miðlinum í tæpan áratug. „Í morgun var mér sagt upp starfi sem blaðamaður á mbl.is og Morgunblaðinu eftir 9 ára sérstaklega farsælan og fjölbreyttan feril. Þetta hefur verið frábær tími á góðum vinnustað með góðu fólki - ég hef fengist við allt á milli himins og jarðar; skrifað innlendar og erlendar fréttir um allt mögulegt, tekið viðtöl, skrifað pistla, gert myndskeið, verið fréttastjóri og vaktstjóri, skrifað fréttaskýringar og ég veit ekki hvað og hvað,“ segir Anna Lilja. Blaðakonan Anna Sigríður Einarsdóttir segir einnig frá því á Facebook að henni hafi verið sagt upp. „Atvinna óskast! Ég var víst í hópi þeirra starfsmanna sem sagt var upp hjá Árvakri í dag og biðla því til Fésbókarvina eftir ábendingum um áhugaverð störf. Ekki er verra ef þau fela í sér einhverja textavinnu, nú eða tengjast umhverfismálunum með einhverjum hætti.“ Íþróttafréttamaðurinn Guðmundur Hilmarsson segir sömuleiðis frá því að hann hafi „fengið reisupassann“ í dag. „Fagnaði á dögunum 30 ára starfsafmæli í íþróttafréttamennskunni en þau verða ekki fleiri í bili. Eftir tæplega 20 ára starf á Mogganum fékk ég reisupassann ásamt fleira fólki í dag og þar af tveir félagar mínir á íþróttadeildinni. Þessi tími er búinn að vera frábær og að vinna við að fjalla um íþróttir, sem eru mér svo kærar, hefur gefið mér mikið. Er stoltur af störfum mínum og geng frá borði beinn í baki. Vonandi tekur eitthvað skemmtilegt við.“Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgublaðsins.VísirEngar upplýsingar er að fá frá yfirmönnum í Hádegismóum þessa stundina. Þau svör fengust frá skiptiborðinu að Haraldur Johannessen framkvæmdastjóri og Rut Haraldsdóttir, starfandi starfsmannastjóri, væru á fundum.415 milljóna króna tap í fyrra Rekstur Árvakurs hefur gengið erfiðlega undanfarin ár en um 300 manns starfa hjá fyrirtækinu samkvæmt því sem fram kemur á heimasíðu þess. Árið 2018 reyndist Árvakri hf. sérstaklega erfitt en fyrirtækið var rekið með 415 milljóna króna halla. Tapið árið 2017 var 284 milljónir króna og hafði þá sexfaldast frá árinu á undan þegar tapið nam um 50 milljónum króna. Haraldur Johannessen, framkvæmdastjóri Árvakurs og ritstjóri við hlið Davíðs Oddssonar, sagði í viðtali við Morgunblaðið í september að ráðist hafi verið í umfangsmiklar aðgerðir til að hagræða í rekstri félagsins. Ekki kom þó fram í hverju aðgerðirnar fælust. Vísir sendi Haraldi fyrirspurn um aðgerðirnar en aldrei barst svar. Haraldur sagði í viðtali við eigin miðil að rekstrarumhverfi fjölmiðla væri afar erfitt. Samkeppni við Ríkisútvarpið sífellt erfiðari og þá hefði neikvæð umræða á vinnumarkaði haft verulega neikvæð áhrif á auglýsingamarkaði. Ákveðið hefði verið að ráðast í hlutafjáraukningu til að treysta fjárhagsstöðu félagsins. Hlutafé Þórsmerkur, eiganda Árvakurs, var aukið um 200 milljónir króna í vetur.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 14:16. Fjölmiðlar Vinnumarkaður Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, Mbl.is og útvarpsstöðvarinnar K100, stendur í uppsögnum í dag. Fréttablaðið greindi fyrst frá uppsögnum. Tímasetning uppsagnanna vekur athygli en blaðamenn hjá Árvakri eru meðal þeirra sem standa í kjaraviðræðum þessa dagana. Samkvæmt heimildum Vísis var starfsfólki tilkynnt í morgun að uppsagnirnar yrðu fimmtán. Starfsmenn voru í framhaldinu boðaðir einn í einu á fund með Haraldi Johannessen framkvæmdastjóra og Rut Haraldsdóttur, starfandi starfsmannastjóra, þar sem tilkynnt er um uppsögn. Stærstur hluti uppsagnanna virðist vera hjá blaðamönnum og ljósmyndurum. Þrír íþróttafréttamenn misstu vinnuna, tveir sem skrifa í Sunnudagsmoggann, tvær blaðakonur á Mbl.is auk fleiri. Þá var Emilíu Björnsdóttur, yfirmanni ljósmyndadeildar, sem starfað hefur hjá Morgunblaðinu síðan árið 1974, verið sagt upp störfum. Átján blaðamenn á Mbl.is lýstu á dögunum yfir vonbrigðum sínum með ritstjóra sína, kollega á Morgunblaðinu og lausapenna sem kallaðir voru til að ganga í störf þeirra í verkfallsaðgerðum blaðamanna. Að minnsta kosti fimm þeirra sem sagt hefur verið upp í dag voru á meðal þeirra sem skrifuðu undir yfirlýsingar sem birtar voru á vef Blaðamannafélags Íslands. Þriðja verkfallsaðgerð blaðamanna er fyrirhuguð á morgun í tólf klukkustundir, frá 10-22. Frábær níu ár að baki Á meðal blaðakvennanna eru Anna Lilja Þórisdóttir sem starfað hefur hjá miðlinum í tæpan áratug. „Í morgun var mér sagt upp starfi sem blaðamaður á mbl.is og Morgunblaðinu eftir 9 ára sérstaklega farsælan og fjölbreyttan feril. Þetta hefur verið frábær tími á góðum vinnustað með góðu fólki - ég hef fengist við allt á milli himins og jarðar; skrifað innlendar og erlendar fréttir um allt mögulegt, tekið viðtöl, skrifað pistla, gert myndskeið, verið fréttastjóri og vaktstjóri, skrifað fréttaskýringar og ég veit ekki hvað og hvað,“ segir Anna Lilja. Blaðakonan Anna Sigríður Einarsdóttir segir einnig frá því á Facebook að henni hafi verið sagt upp. „Atvinna óskast! Ég var víst í hópi þeirra starfsmanna sem sagt var upp hjá Árvakri í dag og biðla því til Fésbókarvina eftir ábendingum um áhugaverð störf. Ekki er verra ef þau fela í sér einhverja textavinnu, nú eða tengjast umhverfismálunum með einhverjum hætti.“ Íþróttafréttamaðurinn Guðmundur Hilmarsson segir sömuleiðis frá því að hann hafi „fengið reisupassann“ í dag. „Fagnaði á dögunum 30 ára starfsafmæli í íþróttafréttamennskunni en þau verða ekki fleiri í bili. Eftir tæplega 20 ára starf á Mogganum fékk ég reisupassann ásamt fleira fólki í dag og þar af tveir félagar mínir á íþróttadeildinni. Þessi tími er búinn að vera frábær og að vinna við að fjalla um íþróttir, sem eru mér svo kærar, hefur gefið mér mikið. Er stoltur af störfum mínum og geng frá borði beinn í baki. Vonandi tekur eitthvað skemmtilegt við.“Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgublaðsins.VísirEngar upplýsingar er að fá frá yfirmönnum í Hádegismóum þessa stundina. Þau svör fengust frá skiptiborðinu að Haraldur Johannessen framkvæmdastjóri og Rut Haraldsdóttir, starfandi starfsmannastjóri, væru á fundum.415 milljóna króna tap í fyrra Rekstur Árvakurs hefur gengið erfiðlega undanfarin ár en um 300 manns starfa hjá fyrirtækinu samkvæmt því sem fram kemur á heimasíðu þess. Árið 2018 reyndist Árvakri hf. sérstaklega erfitt en fyrirtækið var rekið með 415 milljóna króna halla. Tapið árið 2017 var 284 milljónir króna og hafði þá sexfaldast frá árinu á undan þegar tapið nam um 50 milljónum króna. Haraldur Johannessen, framkvæmdastjóri Árvakurs og ritstjóri við hlið Davíðs Oddssonar, sagði í viðtali við Morgunblaðið í september að ráðist hafi verið í umfangsmiklar aðgerðir til að hagræða í rekstri félagsins. Ekki kom þó fram í hverju aðgerðirnar fælust. Vísir sendi Haraldi fyrirspurn um aðgerðirnar en aldrei barst svar. Haraldur sagði í viðtali við eigin miðil að rekstrarumhverfi fjölmiðla væri afar erfitt. Samkeppni við Ríkisútvarpið sífellt erfiðari og þá hefði neikvæð umræða á vinnumarkaði haft verulega neikvæð áhrif á auglýsingamarkaði. Ákveðið hefði verið að ráðast í hlutafjáraukningu til að treysta fjárhagsstöðu félagsins. Hlutafé Þórsmerkur, eiganda Árvakurs, var aukið um 200 milljónir króna í vetur.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 14:16.
Fjölmiðlar Vinnumarkaður Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira