Fabinho, sem hefur spilað alla leiki Liverpool í ensku úrvalsdeildinni fyrir utan einn, lenti í samstuði við Dejan Lovren og var í kjölfarið skipt af velli.
Hann er í banni gegn Brighton á laugardaginn en Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, veit ekki hvort að hann verði klár í leikinn gegn Everton í næstu viku.
„Stærsti hluturinn eru meiðsli Fabinho. Það er of snemmt að segja og við vonum að þetta sé ekki alvarlegt en þetta er sársaukafullt á svæði sem þú vilt ekki finna fyrir verkjum, í kringum ökklann,“ sagði sá þýski í leikslok.
‘The Fabinho injury is massive.'
— Metro Sport (@Metro_Sport) November 27, 2019
Jurgen Klopp is sweating over the injury which Fabinho sustained against Napolihttps://t.co/DzKOsr1rQB
Næsta spurning beindist svo að því hversu lengi Fabinho verður frá en ansi þétt dagskrá bíður Liverpool-liðsins á næstu vikum og mánuðum.
„Ég vil ekki segja hvað ég held því ég vona að þetta sé ekki alvarlegt. Hann finnur fyrir miklum sársauka sem er ekki gott. Hann gat ekki haldið áfram. Ég vona að þetta sé ekki alvarlegt. Við vitum meira á morgun eða hinn.“
Fabinho hefur verið einn allri besti leikmaður Liverpool á leiktíðinni en hann hefur bundið saman liðið.