Fleiri burðardýr sleppa óséð inn í landið Nadine Guðrún Yaghi skrifar 21. janúar 2019 19:00 Lögreglan á Suðurnesjum lagði hald á fjórðungi minna af hörðum fíkniefnum á síðasta ári samanborið við árið 2017. Talsvert fleiri burðardýr sleppa því óséð inn í landið og er þróunin mikið áhyggjuefni að sögn rannsóknarlögreglumanns hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Ný persónuverndarlög kunna að hafa áhrif á þróunina. Í sautján fíkniefnamálum sem komu upp í Leifsstöð á síðastliðnu ári lagði rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurnesjum hald á um ellefu kíló af hörðum fíkniefnum. Þetta sýna bráðabirgðartölur embættisins en þetta er fjórum sinnum minna magn en það sem náðist árið 2017 en það voru um 42 kíló í 46 fíkniefnamálum. Munurinn er mestur þegar kemur að kókaíni en 6,6 kíló náðust á síðasta ári en 35 kíló árið 2017.Jón Halldór SigurðssonÞetta verður að teljast sérstaklega athyglisvert í ljósi þess að verð á kókaíni hefur lækkað talsvert síðasta árið og eru merki um að neyslan fari stöðugt vaxandi. Þannig má ætla að fleiri burðardýr komist óséð með fíkniefnin inn í landið. „Það er töluverður munur, við erum að haldleggja um þrjátíu kílóum minna af fíkniefnum,“ segir Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Þessar tölur séu engan veginn í takt við það sem er að ske í samfélaginu. „Við erum náttúrulega að sjá að það er stór og mikil aukning á fíkniefnum í landinu. Verð fíkniefna hefur verið að lækka sem bendir til þess að það er aukning. Það er aukning umfram eftirspurn,“ segir Jón Halldór og bætir við að efnin séu þannig augljóslega enn að koma inn í landið. Ný persónuverndarlög hafa áhrif á þróunina Hann segir erfitt að segja til um hvað veldur þessari þróun. Mögulega sé búið að finna nýjar leiðir til að koma fíkniefnum inn í landið en það sé fleira sem hefur áhrif. „Það gæti möulega skýrst af því að eftir að ný persónuverndarlög tóku gildi hefur okkur reynst erfiðara að fá upplýsingar til að vinna fyrirbyggjandi aðgerðir. Það er eitt af þeim atriðum sem við getum bent á en annað er óútskýrt,“ segir Jón Halldór. Nú sé unnið að því að kanna hvernig geti staðið að þessum mikla mun á náðum fíkniefnum. „Þetta er áhyggjuefni fleiri en lögreglu og tollgæslu. Þetta er áhyggjuefni alls þjóðfélagsins. Við erum að sjá fólk fara ansi illa út úr þessu þannig ég held að þetta komi við allar þjóðfélagsstéttir,“ segir Jón Halldór. Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Persónuvernd Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Útför páfans á laugardag Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Lögreglan á Suðurnesjum lagði hald á fjórðungi minna af hörðum fíkniefnum á síðasta ári samanborið við árið 2017. Talsvert fleiri burðardýr sleppa því óséð inn í landið og er þróunin mikið áhyggjuefni að sögn rannsóknarlögreglumanns hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Ný persónuverndarlög kunna að hafa áhrif á þróunina. Í sautján fíkniefnamálum sem komu upp í Leifsstöð á síðastliðnu ári lagði rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurnesjum hald á um ellefu kíló af hörðum fíkniefnum. Þetta sýna bráðabirgðartölur embættisins en þetta er fjórum sinnum minna magn en það sem náðist árið 2017 en það voru um 42 kíló í 46 fíkniefnamálum. Munurinn er mestur þegar kemur að kókaíni en 6,6 kíló náðust á síðasta ári en 35 kíló árið 2017.Jón Halldór SigurðssonÞetta verður að teljast sérstaklega athyglisvert í ljósi þess að verð á kókaíni hefur lækkað talsvert síðasta árið og eru merki um að neyslan fari stöðugt vaxandi. Þannig má ætla að fleiri burðardýr komist óséð með fíkniefnin inn í landið. „Það er töluverður munur, við erum að haldleggja um þrjátíu kílóum minna af fíkniefnum,“ segir Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Þessar tölur séu engan veginn í takt við það sem er að ske í samfélaginu. „Við erum náttúrulega að sjá að það er stór og mikil aukning á fíkniefnum í landinu. Verð fíkniefna hefur verið að lækka sem bendir til þess að það er aukning. Það er aukning umfram eftirspurn,“ segir Jón Halldór og bætir við að efnin séu þannig augljóslega enn að koma inn í landið. Ný persónuverndarlög hafa áhrif á þróunina Hann segir erfitt að segja til um hvað veldur þessari þróun. Mögulega sé búið að finna nýjar leiðir til að koma fíkniefnum inn í landið en það sé fleira sem hefur áhrif. „Það gæti möulega skýrst af því að eftir að ný persónuverndarlög tóku gildi hefur okkur reynst erfiðara að fá upplýsingar til að vinna fyrirbyggjandi aðgerðir. Það er eitt af þeim atriðum sem við getum bent á en annað er óútskýrt,“ segir Jón Halldór. Nú sé unnið að því að kanna hvernig geti staðið að þessum mikla mun á náðum fíkniefnum. „Þetta er áhyggjuefni fleiri en lögreglu og tollgæslu. Þetta er áhyggjuefni alls þjóðfélagsins. Við erum að sjá fólk fara ansi illa út úr þessu þannig ég held að þetta komi við allar þjóðfélagsstéttir,“ segir Jón Halldór.
Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Persónuvernd Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Útför páfans á laugardag Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent