Jón Þór: Mikilvægt að byrja landsliðsárið á sigri Anton Ingi Leifsson skrifar 21. janúar 2019 17:42 Jón Þór ásamt aðstoðarþjálfara sínum Ian Jeffs. vísir/vilhelm Jón Þór Hauksson stýrði kvennalandsliði Íslands í fótbolta til sigurs í sínum fyrsta leik er liðið vann 2-0 sigrum á Skotum í æfingaleik á La Manga á Spáni fyrr í dag. Skotland mun spila á HM í Frakklandi næsta sumar og þar er á ferðinni því afar sterkt lið sem átti þó fá svör við öflugum íslenskum leik. Skagamaðurinn var glaður í leikslok. „Það er frábært að enda fyrsta leikinn með sigri Það er mikilvægt að byrja landsliðsárið á sigri og það er ekki bara það heldur er ég ánægður með leikinn í heild sinni,“ sagði Jón Þór í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. Staðan var markalaus í hálfleik en Ísland var komið í 2-0 fljótlega í síðari hálfleik með tveimur mörkum frá Valsaranum Elínu Mettu Jensen. „Varnarleikurinn var öflugur en það var óöryggi á boltanum í fyrri hálfleik. Það var stress og við náðum að róa okkur aðeins í hálfleiknum.“ „Í síðari hálfleik náðum við aðeins að stoppa boltann og líta í kringum okkur. Boltinn gekk betur í síðari hálfleik og við náðum frábærum sóknum. Sóknarleikurinn var öflugur í síðari hálfleik.“ Elín Metta hefur iðulega spilað sem framherji eða kantmaður með landsliðinu en í leiknum gegn Skotum í dag spilaði hún sem fremsti miðjumaður bakvið Berglindu Þorvaldsdóttur sem var framherji. „Elín Metta átti frábæran leik og kláraði bæði mörkin mjög vel. Hún er öflugt vopn í þessari stöðu. Hún er áræðin á bakvið varnirnar og það voru svæðin sem við vorum að leita í gegn Skotunum. Það gekk mjög vel í seinni hálfleik.“ „Hún og Berglind spiluðu mjög vel saman í seinni hálfleik. Það er ánægjulegt. Þær voru báðar hættulegar og náðu mjög vel saman. Berglind gerði frábærlega í báðum mörkunum.“ Ísland hefur verið við æfingar á La Manga undanfarna viku og segir Jón Þór að þessi ferð sé afar kærkomin fyrir þá leiki sem framundan eru. „Virkilega flott ferð. Það var kærkomið að fá þetta verkefni við þessar aðstæður. Hópurin hefur staðið sig virkilega vel. Það hefur verið frábær stemning í hópnum og það sýnir sig svo sannarlega í leiknum í dag.“ „Það eru leikmenn sem eru svekktir að koma ekki inn á og sumir sem koma ekki inná en sýna samt frábæran liðsanda og karakter að styðja við bakið á liðinu. Þær hafa staðið sig frábærlega,“ sagði Jón Þór að lokum. Fótbolti Tengdar fréttir Tvö mörk frá Elínu Mettu í draumabyrjun nýja þjálfarans Skosku stelpurnar eru á leiðinni á HM í Frakklandi í sumar en þær áttu fá svör á móti þeim íslensku í æfingarleik á La Manga í dag. Þjálfaratíð Jóns Þórs Haukssonar gat því varla byrjað betur. 21. janúar 2019 16:56 Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Fleiri fréttir Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Sjá meira
Jón Þór Hauksson stýrði kvennalandsliði Íslands í fótbolta til sigurs í sínum fyrsta leik er liðið vann 2-0 sigrum á Skotum í æfingaleik á La Manga á Spáni fyrr í dag. Skotland mun spila á HM í Frakklandi næsta sumar og þar er á ferðinni því afar sterkt lið sem átti þó fá svör við öflugum íslenskum leik. Skagamaðurinn var glaður í leikslok. „Það er frábært að enda fyrsta leikinn með sigri Það er mikilvægt að byrja landsliðsárið á sigri og það er ekki bara það heldur er ég ánægður með leikinn í heild sinni,“ sagði Jón Þór í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. Staðan var markalaus í hálfleik en Ísland var komið í 2-0 fljótlega í síðari hálfleik með tveimur mörkum frá Valsaranum Elínu Mettu Jensen. „Varnarleikurinn var öflugur en það var óöryggi á boltanum í fyrri hálfleik. Það var stress og við náðum að róa okkur aðeins í hálfleiknum.“ „Í síðari hálfleik náðum við aðeins að stoppa boltann og líta í kringum okkur. Boltinn gekk betur í síðari hálfleik og við náðum frábærum sóknum. Sóknarleikurinn var öflugur í síðari hálfleik.“ Elín Metta hefur iðulega spilað sem framherji eða kantmaður með landsliðinu en í leiknum gegn Skotum í dag spilaði hún sem fremsti miðjumaður bakvið Berglindu Þorvaldsdóttur sem var framherji. „Elín Metta átti frábæran leik og kláraði bæði mörkin mjög vel. Hún er öflugt vopn í þessari stöðu. Hún er áræðin á bakvið varnirnar og það voru svæðin sem við vorum að leita í gegn Skotunum. Það gekk mjög vel í seinni hálfleik.“ „Hún og Berglind spiluðu mjög vel saman í seinni hálfleik. Það er ánægjulegt. Þær voru báðar hættulegar og náðu mjög vel saman. Berglind gerði frábærlega í báðum mörkunum.“ Ísland hefur verið við æfingar á La Manga undanfarna viku og segir Jón Þór að þessi ferð sé afar kærkomin fyrir þá leiki sem framundan eru. „Virkilega flott ferð. Það var kærkomið að fá þetta verkefni við þessar aðstæður. Hópurin hefur staðið sig virkilega vel. Það hefur verið frábær stemning í hópnum og það sýnir sig svo sannarlega í leiknum í dag.“ „Það eru leikmenn sem eru svekktir að koma ekki inn á og sumir sem koma ekki inná en sýna samt frábæran liðsanda og karakter að styðja við bakið á liðinu. Þær hafa staðið sig frábærlega,“ sagði Jón Þór að lokum.
Fótbolti Tengdar fréttir Tvö mörk frá Elínu Mettu í draumabyrjun nýja þjálfarans Skosku stelpurnar eru á leiðinni á HM í Frakklandi í sumar en þær áttu fá svör á móti þeim íslensku í æfingarleik á La Manga í dag. Þjálfaratíð Jóns Þórs Haukssonar gat því varla byrjað betur. 21. janúar 2019 16:56 Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Fleiri fréttir Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Sjá meira
Tvö mörk frá Elínu Mettu í draumabyrjun nýja þjálfarans Skosku stelpurnar eru á leiðinni á HM í Frakklandi í sumar en þær áttu fá svör á móti þeim íslensku í æfingarleik á La Manga í dag. Þjálfaratíð Jóns Þórs Haukssonar gat því varla byrjað betur. 21. janúar 2019 16:56