Er umræðan um klukkustillingu á villigötum? Gunnlaugur Björnsson skrifar 21. janúar 2019 10:23 Enn á ný er umræða um stillingu klukkunnar áberandi í fjölmiðlum. Forkólfar og sérfræðingar í svefnrannsóknum stíga fram og minna okkur á mikilvægi þess að fá nægan svefn. Það sé ekki bara allra meina bót heldur stuðli að betra mannlífi og bættum samkiptum. Ég er algerlega sammála þessu, maður finnur það á sjálfum sér ef svefninn verður ekki nægur eða óregla kemst á hann t.d. vegna ferðalaga til annarra heimshluta. Við Íslendingar eru annálaðir svefnóreglumenn, drollum langt fram á kvöld, höngum í skjátækjum og förum seint að sofa. Fyrir bragðið erum við oft þurr á manninn, jafnvel viðskotaill. Mér sýnist á gömlum bókum að þessi eiginleiki Íslendinga sé kanski ekki nýtilkominn, sé jafnvel óháður tíma, hugsanlega kominn frá Noregi í árdaga. Nútíminn hefur þó líklega magnað hann upp. Fylgikvillar ónógs svefns geta svo með tímanum breyst í raunverulega líkamlega og andlega kvilla. Það er dýrt fyrir heilbrigðiskerfið og þjóðfélagið í heild ef almenn óregla í svefni og svefnmynstri nær að ganga svo langt. Hvað er til ráða? Jú, breytum bara klukkustillingunni! Það er einföld og ódýr lausn. Læknar allt, líka raunverulega kvilla, líkamlega og andlega. Þessu halda sérfræðingar í svefnrannsóknum gjarna fram og virðast sannfærðir um að þetta sé rétt, segja ‘Rannsóknir sýna að …’. Þeir eru þá yfirleitt að vísa í rannsóknir á afleiðingum svefnskorts, en ekki niðurstöður skipulagðra rannsókna á áhrifum klukkustillingar á líkamlega og andlega heilsu. Mér hefur sjálfum ekki tekist að hafa upp á þannig rannsóknum. Ég tek það fram að ég er hlynntur núverandi stillingu klukkunnar því þannig fást flestar birtustundir á vökutíma fólks og um leið fleiri birtustundir eftir vinnudag, sem var aðalröksemdin fyrir flýtingu klukkunnar á sínum tíma. Það er þeim mun mikilvægara því norðar á jarðarkringlunni sem menn búa. Talsmönnum breyttrar klukkustillingar virtist líka hafa bæst liðsauki árið 2017 þegar Nóbels-verðlaun voru veitt fyrir rannsóknir á samspili dægursveiflu og lífklukku. Birtu- og myrkurbreytingar eru merkilegar þarna og þetta finnst mér mjög áhugarvert og spennandi rannsóknasvið. Verðlaunin voru bara ekki veitt fyrir rannsóknir á áhrifum klukkustillingar á lífklukkuna. Lífklukkan aðlagar sig eftir mætti að þeim birtu- og myrkurskilyrðum sem lífverur búa við. Það er ekki hægt að fjölga birtustundum sólarhringsins í skammdeginu. Hvergi hef ég séð rannsóknir á því að klukkustilling hafi áhrif á framgang eða bata lífsstílssjúkdóma og annarra kvilla. Enda segir heitið allt sem segja þarf. Lífsstílssjúkdómar eru ekki klukkustillingarsjúkdómar. Ég hef heldur ekki heyrt lækni eða lækna taka undir það að breytt stilling klukkunar sé slík töfralausn sem haldið er fram og dugi til þess að lækna nánast allt sem nefnt er í umræðunni. Þvert á móti gera þeir margir alvarlegar athugasemdir við þann málflutning sem þeim finnst jafnvel jaðra við snákaolíusölu. Ég hef fylgst með umræðu um klukkustillinguna í meira en 20 ár og er nógu gamall til að muna eftir ‘hringlinu’ með hana áður en núverandi stilling var fest. Sem betur fer heyrist mér enginn eða allavega fáir mæla með því að sá háttur verði tekinn upp aftur. Talsmenn breyttrar klukku nefna líka að Evrópusambandið stefni að því að fella niður þann sið innan sambandsins, sem gæti orðið nú í vor. Talsmennirnir nefna hins vegar ekki að hverju landi yrði þá frjálst að festa sinn tíma að vild og stefnir í að meirihluti þeirra, jafnvel flest, muni festa sína klukku á sumartíma eins og við höfum gert í hálfa öld. Fréttir herma einnig að breska ríkisstjórnin hafi ákveðið að taka upp flýtta flukku allt árið, hvað sem Brexit líður. Af hverju ætli það sé? Þeir eru greinilega ekki að hugsa um að vinna með því á ónógum svefni og sjúkdómum. Kannski þeir hafi aldrei heyrt talað um klukkustillingu sem orsakavald. Kannski eru þeir búnir að átta sig á því að það er samfélagsgerðin, hraði alls í þjóðfélaginu og lífsstíllinn sem fólk kemur sér upp sem er aðalaorsakavaldurinn. Mér kæmi ekki á óvart þó menn réðust þá fyrst að þeim meinum og finnst raunar augljóst að íslensk stjórnvöld ættu að forgangsraða sínum áherslum í þá átt.Gunnlaugur Björnsson, stjarneðlisfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Klukkan á Íslandi Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Enn á ný er umræða um stillingu klukkunnar áberandi í fjölmiðlum. Forkólfar og sérfræðingar í svefnrannsóknum stíga fram og minna okkur á mikilvægi þess að fá nægan svefn. Það sé ekki bara allra meina bót heldur stuðli að betra mannlífi og bættum samkiptum. Ég er algerlega sammála þessu, maður finnur það á sjálfum sér ef svefninn verður ekki nægur eða óregla kemst á hann t.d. vegna ferðalaga til annarra heimshluta. Við Íslendingar eru annálaðir svefnóreglumenn, drollum langt fram á kvöld, höngum í skjátækjum og förum seint að sofa. Fyrir bragðið erum við oft þurr á manninn, jafnvel viðskotaill. Mér sýnist á gömlum bókum að þessi eiginleiki Íslendinga sé kanski ekki nýtilkominn, sé jafnvel óháður tíma, hugsanlega kominn frá Noregi í árdaga. Nútíminn hefur þó líklega magnað hann upp. Fylgikvillar ónógs svefns geta svo með tímanum breyst í raunverulega líkamlega og andlega kvilla. Það er dýrt fyrir heilbrigðiskerfið og þjóðfélagið í heild ef almenn óregla í svefni og svefnmynstri nær að ganga svo langt. Hvað er til ráða? Jú, breytum bara klukkustillingunni! Það er einföld og ódýr lausn. Læknar allt, líka raunverulega kvilla, líkamlega og andlega. Þessu halda sérfræðingar í svefnrannsóknum gjarna fram og virðast sannfærðir um að þetta sé rétt, segja ‘Rannsóknir sýna að …’. Þeir eru þá yfirleitt að vísa í rannsóknir á afleiðingum svefnskorts, en ekki niðurstöður skipulagðra rannsókna á áhrifum klukkustillingar á líkamlega og andlega heilsu. Mér hefur sjálfum ekki tekist að hafa upp á þannig rannsóknum. Ég tek það fram að ég er hlynntur núverandi stillingu klukkunnar því þannig fást flestar birtustundir á vökutíma fólks og um leið fleiri birtustundir eftir vinnudag, sem var aðalröksemdin fyrir flýtingu klukkunnar á sínum tíma. Það er þeim mun mikilvægara því norðar á jarðarkringlunni sem menn búa. Talsmönnum breyttrar klukkustillingar virtist líka hafa bæst liðsauki árið 2017 þegar Nóbels-verðlaun voru veitt fyrir rannsóknir á samspili dægursveiflu og lífklukku. Birtu- og myrkurbreytingar eru merkilegar þarna og þetta finnst mér mjög áhugarvert og spennandi rannsóknasvið. Verðlaunin voru bara ekki veitt fyrir rannsóknir á áhrifum klukkustillingar á lífklukkuna. Lífklukkan aðlagar sig eftir mætti að þeim birtu- og myrkurskilyrðum sem lífverur búa við. Það er ekki hægt að fjölga birtustundum sólarhringsins í skammdeginu. Hvergi hef ég séð rannsóknir á því að klukkustilling hafi áhrif á framgang eða bata lífsstílssjúkdóma og annarra kvilla. Enda segir heitið allt sem segja þarf. Lífsstílssjúkdómar eru ekki klukkustillingarsjúkdómar. Ég hef heldur ekki heyrt lækni eða lækna taka undir það að breytt stilling klukkunar sé slík töfralausn sem haldið er fram og dugi til þess að lækna nánast allt sem nefnt er í umræðunni. Þvert á móti gera þeir margir alvarlegar athugasemdir við þann málflutning sem þeim finnst jafnvel jaðra við snákaolíusölu. Ég hef fylgst með umræðu um klukkustillinguna í meira en 20 ár og er nógu gamall til að muna eftir ‘hringlinu’ með hana áður en núverandi stilling var fest. Sem betur fer heyrist mér enginn eða allavega fáir mæla með því að sá háttur verði tekinn upp aftur. Talsmenn breyttrar klukku nefna líka að Evrópusambandið stefni að því að fella niður þann sið innan sambandsins, sem gæti orðið nú í vor. Talsmennirnir nefna hins vegar ekki að hverju landi yrði þá frjálst að festa sinn tíma að vild og stefnir í að meirihluti þeirra, jafnvel flest, muni festa sína klukku á sumartíma eins og við höfum gert í hálfa öld. Fréttir herma einnig að breska ríkisstjórnin hafi ákveðið að taka upp flýtta flukku allt árið, hvað sem Brexit líður. Af hverju ætli það sé? Þeir eru greinilega ekki að hugsa um að vinna með því á ónógum svefni og sjúkdómum. Kannski þeir hafi aldrei heyrt talað um klukkustillingu sem orsakavald. Kannski eru þeir búnir að átta sig á því að það er samfélagsgerðin, hraði alls í þjóðfélaginu og lífsstíllinn sem fólk kemur sér upp sem er aðalaorsakavaldurinn. Mér kæmi ekki á óvart þó menn réðust þá fyrst að þeim meinum og finnst raunar augljóst að íslensk stjórnvöld ættu að forgangsraða sínum áherslum í þá átt.Gunnlaugur Björnsson, stjarneðlisfræðingur
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun