Óhappið átti sér stað síðdegis á föstudag.Vísir/Vilhelm
Lögreglan á Vesturlandi óskar eftir vitnum að umferðaróhappi á gatnamótum Akranesvegar og Akrafjallsvegar á föstudaginn.
Umferðaróhappið átti sér stað um klukkan 15:25 og er fólk sem varð vitni að því beðið um að hafa samband við lögreglu í gegnum einkaskilaboð á Facebook-síðu lögreglunnar eða í síma 444-0300.