Hátt í þrjátíu börn á biðlista eftir heimameðferð Nadine Guðrún Yaghi skrifar 17. febrúar 2019 12:06 Funi Sigurðsson, forstöðumaður á Stuðlum segir aðsókn í MST meðferð mikla og að nú sér talsverð bið. Stöð 2 Hátt í þrjátíu börn eru á biðlista í heimameðferð fyrir börn með alvarlegan hegðunar- eða fíknivanda og geta þau þurft að bíða í þrjá mánuði. Forstöðumaður á Stuðlum segir ástandið mjög slæmt. Það sé farið að leiða til þess að umsóknir í heimameðferð breytist í umsóknir á meðferðarheimili. MST er meðferðarúrræði á vegum Barnaverndarstofu fyrir fjölskyldur barna á aldrinum 12-18 ára sem glíma við alvarlegan hegðunarvanda á mörgum sviðum, til dæmis vímuefnanotkun. Önnur og þyngri úrræði eru meðferðarheimilið Stuðlar og svo langtímameðferðarheimili sem staðsett eru á landsbyggðinni. MST meðferðin er vægasta úrræðið og fer fram á heimili fjölskyldunnar þangað sem sérhæfður meðferðaraðili kemur í einhvern tíma. Funi Sigurðsson, forstöðumaður á Stuðlum segir aðsókn í MST meðferð mikla og að nú sér talsverð bið. „Þar eru á milli tuttugu og þrjátíu börn að bíða. Alveg þriggja mánaða bið jafnvel. Það er frekar vont því það er meðferð sem þarf helst að komast á stað um leið og sótt er um. Þetta er meðferð sem byggir á að það er verið að vinna á heimavelli þannig það er mjög heppilegt ef það gengur hratt,“ segir Funi og bætir við að staðan afar óheppileg fyrir bæði börnin og foreldra. „Þetta getur skapað það að það verði umtalsvert ástand þegar það er byrjað og þá er þetta þyngri þraut að ganga. Umsóknirnar breytast stundum í meðferðarheimilisumsóknir, umsóknir yfir á Stuðla,“ segir Funi. Það sé mjög slæmt enda mikilvægt að beita vægasta úrræðinu, sérstaklega þegar um börn er að ræða. „Og ef það er möguleiki þá eigum við náttúrulega að beita MST og við eigum að nota það sem ítarinngrip. Og ef við verðum þá eigum við að nota Stuðla og ef við verðum að gera eitthvað meira þá eigum við að nota langtímaheimilin. En við eigum alltaf að beita mildustu aðferð sem hægt er.“ Funi segir að unnið sé að því að reyna leysa vandann. „Með því að bæta mannafla inn í þetta og ég vona að það gangi,“ segir Funi. Börn og uppeldi Félagsmál Meðferðarheimili Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Hátt í þrjátíu börn eru á biðlista í heimameðferð fyrir börn með alvarlegan hegðunar- eða fíknivanda og geta þau þurft að bíða í þrjá mánuði. Forstöðumaður á Stuðlum segir ástandið mjög slæmt. Það sé farið að leiða til þess að umsóknir í heimameðferð breytist í umsóknir á meðferðarheimili. MST er meðferðarúrræði á vegum Barnaverndarstofu fyrir fjölskyldur barna á aldrinum 12-18 ára sem glíma við alvarlegan hegðunarvanda á mörgum sviðum, til dæmis vímuefnanotkun. Önnur og þyngri úrræði eru meðferðarheimilið Stuðlar og svo langtímameðferðarheimili sem staðsett eru á landsbyggðinni. MST meðferðin er vægasta úrræðið og fer fram á heimili fjölskyldunnar þangað sem sérhæfður meðferðaraðili kemur í einhvern tíma. Funi Sigurðsson, forstöðumaður á Stuðlum segir aðsókn í MST meðferð mikla og að nú sér talsverð bið. „Þar eru á milli tuttugu og þrjátíu börn að bíða. Alveg þriggja mánaða bið jafnvel. Það er frekar vont því það er meðferð sem þarf helst að komast á stað um leið og sótt er um. Þetta er meðferð sem byggir á að það er verið að vinna á heimavelli þannig það er mjög heppilegt ef það gengur hratt,“ segir Funi og bætir við að staðan afar óheppileg fyrir bæði börnin og foreldra. „Þetta getur skapað það að það verði umtalsvert ástand þegar það er byrjað og þá er þetta þyngri þraut að ganga. Umsóknirnar breytast stundum í meðferðarheimilisumsóknir, umsóknir yfir á Stuðla,“ segir Funi. Það sé mjög slæmt enda mikilvægt að beita vægasta úrræðinu, sérstaklega þegar um börn er að ræða. „Og ef það er möguleiki þá eigum við náttúrulega að beita MST og við eigum að nota það sem ítarinngrip. Og ef við verðum þá eigum við að nota Stuðla og ef við verðum að gera eitthvað meira þá eigum við að nota langtímaheimilin. En við eigum alltaf að beita mildustu aðferð sem hægt er.“ Funi segir að unnið sé að því að reyna leysa vandann. „Með því að bæta mannafla inn í þetta og ég vona að það gangi,“ segir Funi.
Börn og uppeldi Félagsmál Meðferðarheimili Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira