Gul vesti voru áberandi í svokallaðri hungurgöngu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 23. febrúar 2019 19:45 Gul vesti voru áberandi á Austurvelli í dag þar sem svokölluð hungurganga fór fram. Um er að ræða fyrstu opinberu mótmælin eftir að slitnaði upp úr kjarasamningum stærstu verkalýðsfélaganna og Samtaka atvinnulífsins. Rúmlega fimm þúsund manns boðuðu komu sína á Facebook viðburð mótmælanna. Færri létu sjá sig en áætlað var en á svæðinu voru nokkur hundruð manns samkvæmt lögreglu. Finna mátti mikla reiði og heift meðal fundarmanna sem sýndu mikla samstöðu á fundinum. „Þetta snýst um að bera virðingu fyrir fólki þannig að það fái framfærslu sem það getur lifað á,“ sagði Hallfríður Þórarinsdóttir, mótmælandi.Hvaðmeðverkföll ert þú hlynntþvíaðfariðverðiíverkfallsaðgerðir? „Ég veit það ekki en ef það er það sem þarf þá þurfum við að gera það,“ sagði Jónína Dagmar, mótmælandi.Þuríður Harpa, formaður Öryrkjabandalagsins og Sólveig Anna, formaður Eflingar, ávörpuðu hópinn en rauði þráðurinn í ræðum þeirra var sá að þeir lægst launuðu gætu ekki lifað á launum sínum eftir miðjan mánuð. „Afhverju erum við á þeim stað að orðsporsáhættan fyrir Ísland er sú að héðan fréttist að fólk ætli í verkföll en ekki að héðan fréttist að fullvinnandi fólk geti ekki látið hlutina ganga upp,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. „Hversu hár er fílabeinsturn þeirra stjórnvalda sem leyfa þessu að viðgangast,“ sagði Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands. „Þrátt fyrir að hópur ríkra karla góli á okkur dag eftir dag að kerfið sé náttúrulögmál. Þá vitum við að það er ekki rétt. Það er mannana verk og það er sannarlega á okkar færi að breyta því og það er nákvæmlega það sem viðætlum að gera,“ sagði Sólveig Anna. Kjaramál Reykjavík Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma Innlent Fleiri fréttir Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Sjá meira
Gul vesti voru áberandi á Austurvelli í dag þar sem svokölluð hungurganga fór fram. Um er að ræða fyrstu opinberu mótmælin eftir að slitnaði upp úr kjarasamningum stærstu verkalýðsfélaganna og Samtaka atvinnulífsins. Rúmlega fimm þúsund manns boðuðu komu sína á Facebook viðburð mótmælanna. Færri létu sjá sig en áætlað var en á svæðinu voru nokkur hundruð manns samkvæmt lögreglu. Finna mátti mikla reiði og heift meðal fundarmanna sem sýndu mikla samstöðu á fundinum. „Þetta snýst um að bera virðingu fyrir fólki þannig að það fái framfærslu sem það getur lifað á,“ sagði Hallfríður Þórarinsdóttir, mótmælandi.Hvaðmeðverkföll ert þú hlynntþvíaðfariðverðiíverkfallsaðgerðir? „Ég veit það ekki en ef það er það sem þarf þá þurfum við að gera það,“ sagði Jónína Dagmar, mótmælandi.Þuríður Harpa, formaður Öryrkjabandalagsins og Sólveig Anna, formaður Eflingar, ávörpuðu hópinn en rauði þráðurinn í ræðum þeirra var sá að þeir lægst launuðu gætu ekki lifað á launum sínum eftir miðjan mánuð. „Afhverju erum við á þeim stað að orðsporsáhættan fyrir Ísland er sú að héðan fréttist að fólk ætli í verkföll en ekki að héðan fréttist að fullvinnandi fólk geti ekki látið hlutina ganga upp,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. „Hversu hár er fílabeinsturn þeirra stjórnvalda sem leyfa þessu að viðgangast,“ sagði Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands. „Þrátt fyrir að hópur ríkra karla góli á okkur dag eftir dag að kerfið sé náttúrulögmál. Þá vitum við að það er ekki rétt. Það er mannana verk og það er sannarlega á okkar færi að breyta því og það er nákvæmlega það sem viðætlum að gera,“ sagði Sólveig Anna.
Kjaramál Reykjavík Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma Innlent Fleiri fréttir Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Sjá meira