Pissað í plastflösku Sif Sigmarsdóttir skrifar 23. febrúar 2019 11:00 Ég gekk heim á leið ásamt börnunum eftir að hafa sótt þau í skólann hér í London þegar plastflaska kom fljúgandi út um glugga sendiferðabíls sem ók fram hjá. Ég steytti hnefann. Eitthvert okkar hefði getað fengið flöskuna í hausinn. Flaskan rúllaði eftir gangstéttinni og staðnæmdist við hjól kerru sonar míns. Í flöskunni var gulur vökvi. Það kom á mig fát. Þetta var þvag. Mér rann reiðin í garð bílstjórans. Bölbænir mínar áttu aðrir skilið.Grimmd, græðgi og mannvonsk Uppi varð fótur og fit í vikunni þegar Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, gaf stjórnendum Kviku banka fjögurra daga frest til að koma í veg fyrir leiguhækkanir Almenna leigufélagsins í eigu Gamma sem Kvika banki væri að festa kaup á. Ef ekki tæki VR allt fé stéttarfélagsins úr eignastýringu bankans. Var tilefnið bréf sem Almenna leigufélagið sendi leigjendum sínum þar sem þeim var gefinn fjögurra daga frestur til að samþykkja hækkun á leigu um tugi þúsunda á mánuði ellegar flytja. „Grimmd, taumlaus græðgi og mannvonska,“ sagði VR. Boðberar frjálshyggjunnar stóðu á öndinni af vandlætingu. Hótaði VR „efnahagslegum afleiðingum“? Hugðist það breyta hlutunum með því að beita „fjárhagslegri stöðu verkalýðsfélagsins“? Var VR „klíkan“ farin að „skipta sér af því hvaða fyrirtækjakaup eru þóknanleg henni“? Hvar endaði þetta? Átti kannski að fara að hóta því að „taka peninga úr stýringu nema laun bankastjóra yrðu lækkuð“? Ragnar Þór brást ekki andstæðingum sínum. Næsta dag lýsti hann því yfir að hann hygðist beita sér fyrir því að Lífeyrissjóður verzlunarmanna fjárfesti ekki í félögum sem greiddu ofurlaun. Argasta rökleysa En aftur að flöskunni sem ég fékk næstum í hausinn. „Við erum ekki vélmenni; við erum manneskjur,“ sagði starfsmaður í vöruhúsi fyrirtækisins Amazon í samtali við dagblaðið Guardian nýlega. Alþjóðlega stórfyrirtækið Amazon hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir slæma framkomu í garð starfsfólks um heim allan; kjör eru bág og aðbúnaður slæmur. Í Bretlandi komst það í fréttirnar nýverið að kröfur um afköst í vöruhúsum Amazon þar í landi væru svo miklar að fólk hefði ekki tíma til að fara á klósettið og pissaði því í plastflöskur. Það sama gilti um sendla fyrirtækisins sem útskýrði plastflöskuna fljúgandi. Amazon er langt frá því að vera eina fyrirtækið sem þykir færa sig upp á skaftið. Leikreglur virðast illa ná yfir alþjóðleg stórfyrirtæki. Starbucks og Apple koma sér lipurlega hjá því að greiða skatta. Facebook lætur sig litlu varða þótt yfirgripsmikil söfnun á persónuupplýsingum veki óhug. Þær raddir verða æ háværari sem kalla eftir því að löggjafar komi böndum á alþjóðleg stórfyrirtæki. Enn fyrirfinnast þó þeir sem segja slík afskipti óþörf. Forkólfar frjálshyggjunnar fullyrða að lögmál markaðarins séu fullfær um að leysa vandann. Misbjóði fyrirtæki siðferðisvitund fólks verði framboð og eftirspurn til þess að dæma úr leik fyrirtæki sem ekki hagi sér með skikk – eða eins og segir í nýlegri grein á heimasíðu frjálshyggjuhugveitunnar Cato Institute: „Þegar við erum óánægð með fyrirtæki, t.d. vegna hárra launa framkvæmdastjórans, búum við yfir öflugasta úrræði sem fyrirfinnst: Við getum kosið að skipta ekki við það.“ Formaður VR var kallaður kommúnisti af frjálshyggjumönnum í kjölfar þess að hann hótaði að færa viðskipti félagsins frá Kviku. En slíkt viðurnefni er argasta rökleysa. Fátt er eins hreinræktaður kapítalískur gjörningur og að færa viðskipti sín annað. Þegar Ragnar Þór beitir „fjárhagslegri stöðu sinni“ til að fyrirtæki verði fyrir „efnahagslegum afleiðingum“ spilar hann einmitt eftir leikreglum frjálshyggjunnar: Mislíki neytendum siðleysi fyrirtækja geta þeir kosið með veskinu – neysluhegðun sinni. Í stað þess að bölsótast út í Ragnar Þór væri nær að frelsis-elskandi hugsuðir þessa lands heiðruðu hann með hinni æðstu orðu íslenskra frjálshyggjumanna. Hér með tilnefni ég Ragnar Þór Ingólfsson til Frelsisverðlauna SUS árið 2019. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Ég gekk heim á leið ásamt börnunum eftir að hafa sótt þau í skólann hér í London þegar plastflaska kom fljúgandi út um glugga sendiferðabíls sem ók fram hjá. Ég steytti hnefann. Eitthvert okkar hefði getað fengið flöskuna í hausinn. Flaskan rúllaði eftir gangstéttinni og staðnæmdist við hjól kerru sonar míns. Í flöskunni var gulur vökvi. Það kom á mig fát. Þetta var þvag. Mér rann reiðin í garð bílstjórans. Bölbænir mínar áttu aðrir skilið.Grimmd, græðgi og mannvonsk Uppi varð fótur og fit í vikunni þegar Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, gaf stjórnendum Kviku banka fjögurra daga frest til að koma í veg fyrir leiguhækkanir Almenna leigufélagsins í eigu Gamma sem Kvika banki væri að festa kaup á. Ef ekki tæki VR allt fé stéttarfélagsins úr eignastýringu bankans. Var tilefnið bréf sem Almenna leigufélagið sendi leigjendum sínum þar sem þeim var gefinn fjögurra daga frestur til að samþykkja hækkun á leigu um tugi þúsunda á mánuði ellegar flytja. „Grimmd, taumlaus græðgi og mannvonska,“ sagði VR. Boðberar frjálshyggjunnar stóðu á öndinni af vandlætingu. Hótaði VR „efnahagslegum afleiðingum“? Hugðist það breyta hlutunum með því að beita „fjárhagslegri stöðu verkalýðsfélagsins“? Var VR „klíkan“ farin að „skipta sér af því hvaða fyrirtækjakaup eru þóknanleg henni“? Hvar endaði þetta? Átti kannski að fara að hóta því að „taka peninga úr stýringu nema laun bankastjóra yrðu lækkuð“? Ragnar Þór brást ekki andstæðingum sínum. Næsta dag lýsti hann því yfir að hann hygðist beita sér fyrir því að Lífeyrissjóður verzlunarmanna fjárfesti ekki í félögum sem greiddu ofurlaun. Argasta rökleysa En aftur að flöskunni sem ég fékk næstum í hausinn. „Við erum ekki vélmenni; við erum manneskjur,“ sagði starfsmaður í vöruhúsi fyrirtækisins Amazon í samtali við dagblaðið Guardian nýlega. Alþjóðlega stórfyrirtækið Amazon hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir slæma framkomu í garð starfsfólks um heim allan; kjör eru bág og aðbúnaður slæmur. Í Bretlandi komst það í fréttirnar nýverið að kröfur um afköst í vöruhúsum Amazon þar í landi væru svo miklar að fólk hefði ekki tíma til að fara á klósettið og pissaði því í plastflöskur. Það sama gilti um sendla fyrirtækisins sem útskýrði plastflöskuna fljúgandi. Amazon er langt frá því að vera eina fyrirtækið sem þykir færa sig upp á skaftið. Leikreglur virðast illa ná yfir alþjóðleg stórfyrirtæki. Starbucks og Apple koma sér lipurlega hjá því að greiða skatta. Facebook lætur sig litlu varða þótt yfirgripsmikil söfnun á persónuupplýsingum veki óhug. Þær raddir verða æ háværari sem kalla eftir því að löggjafar komi böndum á alþjóðleg stórfyrirtæki. Enn fyrirfinnast þó þeir sem segja slík afskipti óþörf. Forkólfar frjálshyggjunnar fullyrða að lögmál markaðarins séu fullfær um að leysa vandann. Misbjóði fyrirtæki siðferðisvitund fólks verði framboð og eftirspurn til þess að dæma úr leik fyrirtæki sem ekki hagi sér með skikk – eða eins og segir í nýlegri grein á heimasíðu frjálshyggjuhugveitunnar Cato Institute: „Þegar við erum óánægð með fyrirtæki, t.d. vegna hárra launa framkvæmdastjórans, búum við yfir öflugasta úrræði sem fyrirfinnst: Við getum kosið að skipta ekki við það.“ Formaður VR var kallaður kommúnisti af frjálshyggjumönnum í kjölfar þess að hann hótaði að færa viðskipti félagsins frá Kviku. En slíkt viðurnefni er argasta rökleysa. Fátt er eins hreinræktaður kapítalískur gjörningur og að færa viðskipti sín annað. Þegar Ragnar Þór beitir „fjárhagslegri stöðu sinni“ til að fyrirtæki verði fyrir „efnahagslegum afleiðingum“ spilar hann einmitt eftir leikreglum frjálshyggjunnar: Mislíki neytendum siðleysi fyrirtækja geta þeir kosið með veskinu – neysluhegðun sinni. Í stað þess að bölsótast út í Ragnar Þór væri nær að frelsis-elskandi hugsuðir þessa lands heiðruðu hann með hinni æðstu orðu íslenskra frjálshyggjumanna. Hér með tilnefni ég Ragnar Þór Ingólfsson til Frelsisverðlauna SUS árið 2019.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun