Betur fór en áhorfðist þegar bíll valt nokkrar veltur rétt fyrir utan Grundafjörð á sjöunda tímanum í kvöld.
Tveir voru í bílnum þegar ökumaðurinn missti stjórn sem varð til þess að bíllinn fór út af veginum nærri Eiðum skammt austur af Grundarfirði og valt nokkrar veltur.
Um var að ræða erlenda ferðamenn sem hlutu minniháttar meiðsli en voru fluttir með sjúkrabíl á Landspítalann í Fossvogi.
Tveir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu
Birgir Olgeirsson skrifar
