Telja sig hafa náð að skima fyrir síþreytu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. maí 2019 13:15 Ron Davis, prófessor í lífefnafræði og erfðafræði, átti hugmyndina að aðferðinni og tók þátt í að þróa hana, segir að það sé allt of algengt að læknar afskrifi síþreytu sem hugarburð fólks. Vísir/getty Rannsakendur við Stanford-háskóla í Bandaríkjunum telja sig hafa náð að þróa greiningaraðferð fyrir síþreytu (e. Chronic fatigue Syndrome). Fram að þessu hefur ekki verið hægt að sýna fram á líffræðilegar vísbendingar um sjúkdominn. Sjúkdómsgreiningin hefur þannig eingöngu byggst á upplifunum fólks sem telur sig þjást af honum og einkennum þeirra. Nú binda rannsakendurnir vonir við að hafa fundið leið til að skima fyrir síþreytu með blóðrannsókn. Ron Davis, prófessor í lífefnafræði og erfðafræði, sem átti hugmyndina að aðferðinni og tók þátt í að þróa hana, segir að það sé allt of algengt að læknar afskrifi síþreytu sem hugarburð fólks. Davis og Rahim Esfandyarpour, prófessor við Stanford, og samstarfsfólk settu á fót rannsókn til að sannreyna nýtt greiningarkerfi fyrir síþreytu með blóðrannsókn. Rannsóknarteymið framkvæmdi rannsókn á fjörutíu þátttakendum. Helmingur þátttakenda sagðist þjást af síþreytu en hinn ekki. Ritgerð sem gerir grein fyrir aðferðum og niðurstöðum rannsóknarinnar var á dögunum birt í vísindatímaritinu The Proceedings of the National Academy of Sciences. Blóðsýni var tekið úr öllum þátttakendum en greiningarkerfið byggist í grunninn á því hvernig ónæmisfrumur bregðast við streitu. Hið nýja greiningargerfi leiddi til nákvæmrar niðurstöðu og náði að greina í sundur þá sem sögðust fyrir rannsóknina þjást af síþreytu frá hinum heilbrigðu sem kenndu sér einskis meins. Góðu fréttirnar eru þær að talið er að greiningarkerfið, sem þó er enn á frumstigi, gæti orðið til þess að finna lyf sem hugsanlega gætu meðhöndlað síþreytu og þannig bætt lífsgæði fólks sem þjáist af hinum hvimleiða sjúkdómi. Hingað til hafa læknar gefið sjúkdómsgreininguna þegar allir aðrir sjúkdómar hafa verið útilokaðir. Greiningin hefur þá byggt á einkennum sem sjúklingar hafa lýst á borð við örmögnun, ljósnæmni og óútskýrðan sársauka.Fann vísbendingu í blóðsýni sonar síns Davis lagði upp í „rannsóknarleiðangurinn“ af persónulegum ástæðum og í örvæntingarfullri leit að svörum því sonur hans hefur þjáðst af ME eða síþreytu í rúman áratug. Hann vildi ólmur finna líffræðilegar sannanir fyrir sjúkdómnum því þær gætu orðið forsenda þess að finna viðeigandi meðferð. Davis kom auga á mögulega vísbendingu um sönnun fyrir sjúkdómnum þegar hann rannsakaði blóðsýni sonar síns. Uppgötvunin varð til þess að hann leitaði til Esfandyarpour sem hjálpaði honum að þróa greiningaraðferðina. „Við sjáum mjög greinilegan mun á því hvernig ónæmisfrumur í annars vegar fólki sem þjáist af síþreytu og hins vegar heilbrigðu fólki bregðast við streitu.“ „Við vitum ekki nákvæmlega hvers vegna frumurnar og blóðvökvinn haga sér með þessum hætti og raunar ekki heldur hvað þær eru yfir höfuð að gera,“ segir Davis og bætir við: „Þetta er vísindaleg sönnun þess að sjúkdómurinn er ekki bara ímyndun sjúklinganna“. Á heimasíðu ME-samtakanna segir að sjúkdómnum fylgi fjölmörg einkenni sem lýsi sér aðallega í skertri virkni heila, meltingarfærum, æðakerfi, ónæmiskerfi og orkuvirkni frumna. ME hefur verið flokkaður sem taugafræðilegur sjúkdómur hjá Alþjóða heilbrigðisstofnuninni WHO síðan árið 1969. Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Rannsakendur við Stanford-háskóla í Bandaríkjunum telja sig hafa náð að þróa greiningaraðferð fyrir síþreytu (e. Chronic fatigue Syndrome). Fram að þessu hefur ekki verið hægt að sýna fram á líffræðilegar vísbendingar um sjúkdominn. Sjúkdómsgreiningin hefur þannig eingöngu byggst á upplifunum fólks sem telur sig þjást af honum og einkennum þeirra. Nú binda rannsakendurnir vonir við að hafa fundið leið til að skima fyrir síþreytu með blóðrannsókn. Ron Davis, prófessor í lífefnafræði og erfðafræði, sem átti hugmyndina að aðferðinni og tók þátt í að þróa hana, segir að það sé allt of algengt að læknar afskrifi síþreytu sem hugarburð fólks. Davis og Rahim Esfandyarpour, prófessor við Stanford, og samstarfsfólk settu á fót rannsókn til að sannreyna nýtt greiningarkerfi fyrir síþreytu með blóðrannsókn. Rannsóknarteymið framkvæmdi rannsókn á fjörutíu þátttakendum. Helmingur þátttakenda sagðist þjást af síþreytu en hinn ekki. Ritgerð sem gerir grein fyrir aðferðum og niðurstöðum rannsóknarinnar var á dögunum birt í vísindatímaritinu The Proceedings of the National Academy of Sciences. Blóðsýni var tekið úr öllum þátttakendum en greiningarkerfið byggist í grunninn á því hvernig ónæmisfrumur bregðast við streitu. Hið nýja greiningargerfi leiddi til nákvæmrar niðurstöðu og náði að greina í sundur þá sem sögðust fyrir rannsóknina þjást af síþreytu frá hinum heilbrigðu sem kenndu sér einskis meins. Góðu fréttirnar eru þær að talið er að greiningarkerfið, sem þó er enn á frumstigi, gæti orðið til þess að finna lyf sem hugsanlega gætu meðhöndlað síþreytu og þannig bætt lífsgæði fólks sem þjáist af hinum hvimleiða sjúkdómi. Hingað til hafa læknar gefið sjúkdómsgreininguna þegar allir aðrir sjúkdómar hafa verið útilokaðir. Greiningin hefur þá byggt á einkennum sem sjúklingar hafa lýst á borð við örmögnun, ljósnæmni og óútskýrðan sársauka.Fann vísbendingu í blóðsýni sonar síns Davis lagði upp í „rannsóknarleiðangurinn“ af persónulegum ástæðum og í örvæntingarfullri leit að svörum því sonur hans hefur þjáðst af ME eða síþreytu í rúman áratug. Hann vildi ólmur finna líffræðilegar sannanir fyrir sjúkdómnum því þær gætu orðið forsenda þess að finna viðeigandi meðferð. Davis kom auga á mögulega vísbendingu um sönnun fyrir sjúkdómnum þegar hann rannsakaði blóðsýni sonar síns. Uppgötvunin varð til þess að hann leitaði til Esfandyarpour sem hjálpaði honum að þróa greiningaraðferðina. „Við sjáum mjög greinilegan mun á því hvernig ónæmisfrumur í annars vegar fólki sem þjáist af síþreytu og hins vegar heilbrigðu fólki bregðast við streitu.“ „Við vitum ekki nákvæmlega hvers vegna frumurnar og blóðvökvinn haga sér með þessum hætti og raunar ekki heldur hvað þær eru yfir höfuð að gera,“ segir Davis og bætir við: „Þetta er vísindaleg sönnun þess að sjúkdómurinn er ekki bara ímyndun sjúklinganna“. Á heimasíðu ME-samtakanna segir að sjúkdómnum fylgi fjölmörg einkenni sem lýsi sér aðallega í skertri virkni heila, meltingarfærum, æðakerfi, ónæmiskerfi og orkuvirkni frumna. ME hefur verið flokkaður sem taugafræðilegur sjúkdómur hjá Alþjóða heilbrigðisstofnuninni WHO síðan árið 1969.
Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira