Strandveiðar efldar! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 12. apríl 2019 16:15 Alþingi lögfesti í vikunni frumvarp um dagakerfi í strandveiðum sem mun leiða til aukins öryggis sjómanna, jafnræðis og sveigjanleika í kerfinu með stórauknum aflaheimildum í strandveiðipottinn. Síðastliðið sumar var gerð tilraun til bráðabrigða um tólf veiðidaga innan hvers mánuðar á strandveiðitímabilinu maí, júní, júlí og ágúst. Skipting aflaheimilda milli landsvæða var felld niður og í stað þess sameiginlegur strandveiðipottur sem duga átti til að standa undir 12 dögum í mánuði á öllum svæðum. Þetta gekk eftir og almenn ánægja var með þær breytingar sem gerðar voru á fyrirkomulaginu. Enn heyrast þó áhyggjur af skiptingu á milli svæða þó það liggi fyrir að dagsaflinn var meiri árið 2018 að meðaltali en frá upphafi strandveiða. Þannig var afli strandveiðibáta á síðasta ári að meðaltali 17,9 tonn eða 1,3 tonnum meiri en árið 2017.Aukið öryggi og sterkari fiskvinnslur Reynslan af síðasta sumri sýndi að meiri möguleikar voru á að veiða verðmeiri fisk sem dreifðist jafnar inn til vinnslu yfir hvern mánuð. Það styrkti fiskvinnslur og fiskmarkaði yfir sumarið þegar samdráttur var í framboði frá öðrum útgerðum. Landhelgisgæslan telur að reynsla síðasta sumars með tólf daga kerfinu hafi verið góð og að veiðidagar hafi frekar verið valdir með tilliti til veðurfars og sjólags. Það auki öryggi sjófaranda og að með varanlegri lögfestingu sé þannig verið að stuðla að auknu öryggi. Þær breytingar eru líka gerðar að nú er hægt að segja sig frá strandveiðum og hefja aðrar veiðar áður en tímabilinu lýkur og hægt að halda áfram þegar það hentar þó liðið sé á tímabilið og vera t.d. á grásleppu. Þessi sveigjanleiki skiptir máli og styður við fjölbreyttari möguleika til veiða yfir sumarið og hagkvæmni í rekstri. 11 þúsund tonn af botnfiski eru sett í strandveiðipottinn en hann var í 10.200 tonnum í fyrra. Þá eru heimildir á ufsa auknar úr 700 tonnum í 1000 tonn sem leyfilegt er að veiða umfram hámarksafla hvern dag sem hlýtur að teljast góð búbót fyrir þá sem eru að veiða á ufsaslóðum. Strandveiðipotturinn gekk ekki út árið 2018 og með þessari miklu aukningu í hann ættu allir að vera öruggir með að heimildirnar mæti 12 veiðidaga kerfisbreytingunni.Áfangasigur Atvinnuveganefnd, sem hefur borið þetta mál uppi í góðri samvinnu sín á milli og með stuðningi sjávarútvegsráðherra, leggur til að Byggðastofnun geri í haust úttekt á reynslu síðustu tveggja strandveiðitímabila. Er stofnuninni ætlað að leggja áherslu á byggðafestu, öryggismál, fiskigengdar, sveigjanleika og útkomu mismunandi landshluta í úttekt sinni. Það verður síðan unnið úr þeirri niðurstöðu næsta vetur með það að leiðarljósi að efla enn frekar strandveiðar og horfa til byggðafestu, nýliðunar, jafnræði byggða og öryggissjónarmiða innan greinarinnar. Það er vissulega áfangasigur að kerfisbreytingin sé nú lögfest varanlega og að tekist hafi að ná breiðri sátt þvert á flokka og með greininni sjálfri. Þannig er þetta skref tekið eftir tíu ára reynslu af strandveiðum sem við Vinstri græn erum afar stolt af að hafa komið á fót á sínum tíma með okkar sjávarútvegsráðherra í fararbroddi Steingrím J. Sigfússon og Jón Bjarnason. Þær hafa rækilega sýnt fram á að vera mikil lyftistöng fyrir margar minni sjávarbyggðir og gefið mönnum möguleika á að stunda veiðar á sumrin án þessa að eiga aflaheimildir eða fara út í stórkostlegar fjárfestingar. Ég treysti því að með þessum breytingum séum við að treysta og efla enn frekar strandveiðar og sjávarbyggðir landsins. Gleðilegt strandveiðisumar með ósk um góðar gæftir og aflabrögð. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna og formaður Atvinnuveganefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Lilja Rafney Magnúsdóttir Sjávarútvegur Mest lesið Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Innflutt skautun í boði Viðreisnar Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Dálkur Kristrúnar í bak Dags B. var ekki mistök, heldur vísvitandi niðrun Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Alþingi lögfesti í vikunni frumvarp um dagakerfi í strandveiðum sem mun leiða til aukins öryggis sjómanna, jafnræðis og sveigjanleika í kerfinu með stórauknum aflaheimildum í strandveiðipottinn. Síðastliðið sumar var gerð tilraun til bráðabrigða um tólf veiðidaga innan hvers mánuðar á strandveiðitímabilinu maí, júní, júlí og ágúst. Skipting aflaheimilda milli landsvæða var felld niður og í stað þess sameiginlegur strandveiðipottur sem duga átti til að standa undir 12 dögum í mánuði á öllum svæðum. Þetta gekk eftir og almenn ánægja var með þær breytingar sem gerðar voru á fyrirkomulaginu. Enn heyrast þó áhyggjur af skiptingu á milli svæða þó það liggi fyrir að dagsaflinn var meiri árið 2018 að meðaltali en frá upphafi strandveiða. Þannig var afli strandveiðibáta á síðasta ári að meðaltali 17,9 tonn eða 1,3 tonnum meiri en árið 2017.Aukið öryggi og sterkari fiskvinnslur Reynslan af síðasta sumri sýndi að meiri möguleikar voru á að veiða verðmeiri fisk sem dreifðist jafnar inn til vinnslu yfir hvern mánuð. Það styrkti fiskvinnslur og fiskmarkaði yfir sumarið þegar samdráttur var í framboði frá öðrum útgerðum. Landhelgisgæslan telur að reynsla síðasta sumars með tólf daga kerfinu hafi verið góð og að veiðidagar hafi frekar verið valdir með tilliti til veðurfars og sjólags. Það auki öryggi sjófaranda og að með varanlegri lögfestingu sé þannig verið að stuðla að auknu öryggi. Þær breytingar eru líka gerðar að nú er hægt að segja sig frá strandveiðum og hefja aðrar veiðar áður en tímabilinu lýkur og hægt að halda áfram þegar það hentar þó liðið sé á tímabilið og vera t.d. á grásleppu. Þessi sveigjanleiki skiptir máli og styður við fjölbreyttari möguleika til veiða yfir sumarið og hagkvæmni í rekstri. 11 þúsund tonn af botnfiski eru sett í strandveiðipottinn en hann var í 10.200 tonnum í fyrra. Þá eru heimildir á ufsa auknar úr 700 tonnum í 1000 tonn sem leyfilegt er að veiða umfram hámarksafla hvern dag sem hlýtur að teljast góð búbót fyrir þá sem eru að veiða á ufsaslóðum. Strandveiðipotturinn gekk ekki út árið 2018 og með þessari miklu aukningu í hann ættu allir að vera öruggir með að heimildirnar mæti 12 veiðidaga kerfisbreytingunni.Áfangasigur Atvinnuveganefnd, sem hefur borið þetta mál uppi í góðri samvinnu sín á milli og með stuðningi sjávarútvegsráðherra, leggur til að Byggðastofnun geri í haust úttekt á reynslu síðustu tveggja strandveiðitímabila. Er stofnuninni ætlað að leggja áherslu á byggðafestu, öryggismál, fiskigengdar, sveigjanleika og útkomu mismunandi landshluta í úttekt sinni. Það verður síðan unnið úr þeirri niðurstöðu næsta vetur með það að leiðarljósi að efla enn frekar strandveiðar og horfa til byggðafestu, nýliðunar, jafnræði byggða og öryggissjónarmiða innan greinarinnar. Það er vissulega áfangasigur að kerfisbreytingin sé nú lögfest varanlega og að tekist hafi að ná breiðri sátt þvert á flokka og með greininni sjálfri. Þannig er þetta skref tekið eftir tíu ára reynslu af strandveiðum sem við Vinstri græn erum afar stolt af að hafa komið á fót á sínum tíma með okkar sjávarútvegsráðherra í fararbroddi Steingrím J. Sigfússon og Jón Bjarnason. Þær hafa rækilega sýnt fram á að vera mikil lyftistöng fyrir margar minni sjávarbyggðir og gefið mönnum möguleika á að stunda veiðar á sumrin án þessa að eiga aflaheimildir eða fara út í stórkostlegar fjárfestingar. Ég treysti því að með þessum breytingum séum við að treysta og efla enn frekar strandveiðar og sjávarbyggðir landsins. Gleðilegt strandveiðisumar með ósk um góðar gæftir og aflabrögð. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna og formaður Atvinnuveganefndar.
Dálkur Kristrúnar í bak Dags B. var ekki mistök, heldur vísvitandi niðrun Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Dálkur Kristrúnar í bak Dags B. var ekki mistök, heldur vísvitandi niðrun Ole Anton Bieltvedt Skoðun