Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - ÍR 62-68 | ÍR vann eftir framlengingu í Garðabæ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 12. apríl 2019 22:00 Sigurður Gunnar Þorsteinsson og Hlynur Bæringsson eiga við. vísir/vilhelm ÍR tók yfirhöndina í undanúrslitaeinvíginu við Stjörnuna í Domino‘s deild karla með sigri eftir framlengingu á útivelli í Garðabæ í kvöld. ÍR-ingar geta klárað einvígið á heimavelli á mánudag. Leikurinn í kvöld byrjaði hægt og fóru bæði lið af stað með misheppnaðar sóknir. Fyrstu mínúturnar voru ekki fallegasti körfubolti sem sést hefur og gæðin bötnuðu ekkert sérstaklega eftir því sem leið á leikinn. Baráttan var klárlega til staðar og leikurinn var nokkuð spennandi, en gæðin í sjálfum körfuboltanum hefðu getað verið betri. Stjörnumenn komust fljótt í smá forystu með góðum varnarleik. ÍR-ingar áttu í mestu vandræðum með að finna opnanir í sókninni, flestar þeirra körfur komu eftir einstaklingsframtak og langskot, þegar þeir stilltu upp í sókn endaði það oftar en ekki í einhverju fáti. Heimamenn náðu þó ekki að hrista gestina almennilega frá sér í fyrri hálfleiknum og á síðustu mínútu annars leikhluta áttu ÍR-ingar tvær þriggja stiga sóknir í röð og jöfnuðu leikinn. Stjarnan átti síðasta orðið og leiddi 32-30 í hálfleik. Þriðji leikhluti var einstaklega rólegur í stigaskorun og þegar hann var hálfnaður var staðan 36-36. Undir lokin fóru loks að detta inn nokkrar körfur og það var meiri kraftur í gestunum. Þeir leiddu með tveimur stigum fyrir síðasta fjórðunginn. Spennan var svo allsráðandi í síðasta leikhlutanum. Stjörnumenn byrjuðu hann þó miklu betur og komu sér í fjögurra stiga forystu. Matthías Orri Sigurðarson jafnaði svo leikinn á 39. mínútu. Síðasta mínútan var æsispennandi, Stjörnumenn leiddu þegar örfáar sekúndur voru eftir en Sigurður Gunnar Þorsteinsson náði að jafna leikinn og fékk vítakast að auki. Hann náði hins vegar ekki að skora úr vítakastinu og því fór leikurinn í framlengingu. Í framlengingunni hættu leikmenn beggja liða aftur að skora. Eftir því sem leið á varð ljóst að hver karfa fór að skipta gríðarlegu máli. Það voru ÍR-ingar sem áttu fyrstu körfuna. Hana gerði Kevin Capers þegar rétt rúmar tvær mínútur voru eftir. Stjörnumenn náðu ekki að svara og þurftu að fara að brjóta á ÍR-ingum og þar með senda þá á vítalínuna. Stjörnunni tókst ekki að skora körfu í framlengingunni á meðan ÍR fékk nokkur auðveld stig af vítalínunni og endaði leikurinn í 62-68 sigri ÍR.Af hverju vann ÍR? Úrslitin réðust á því að Stjarnan gat ekki komið boltanum í netið í framlengingunni. ÍR vann hins vegar leikinn á seiglu og baráttu, eins og þeir hafa svo oft gert áður. Stjarnan var yfir megnið af leiknum, alveg fram í lokin á þriðja leikhluta. En ÍR-ingar gáfust ekki upp og sýndu þann karakter sem þeir hafa verið þekktir fyrir, héldu sér inni í leiknum og uppskáru. Þrátt fyrir að vissulega hafi sóknarleikurinn ekki verið góður í leiknum, hjá báðum liðum, voru báðar varnir mjög góðar en ÍR-ingar gerðu aðeins betur.Hverjir stóðu upp úr? Kevin Capers var stórkostlegur og hann bar af í stigaskorun. Hann skoraði 30 stig, sem er nærri helmingur stiga ÍR-liðsins, næstur kom Matthías Orri með 13 stig. Trausti Eiríksson kom með flotta innkomu af bekknum og þá var Sigurður Gunnar Þorsteinsson drjúgur í fráköstunum. Hjá Stjörnunni var enginn áberandi bestur. Brandon Rozzell hafði nokkuð hægt um sig miðað við oft áður. Hann var svipaður í framlagi og stigaskorun og Hlynur Bæringsson og Antti Kanervo, þeir þrír voru bestir á tölfræðiblaðinu.Hvað gekk illa? Sóknarleikur beggja liða var alls ekki til útflutnings. Bæði lið spiluðu góða vörn, en bæði fengu frí skot sem voru bara ekki að detta. Þess að auki var mikið um klaufaskap, það var oft fát á leikmönnum, sendingar sem fóru út af vellinum, menn að missa boltann og heilt yfir var leikurinn ekkert sérstakur fyrr en í lokin.Hvað gerist næst? Leikur fjögur verður í Seljaskóla á mánudag. Þar getur ÍR klárað þetta einvígi og komist í sjálfa úrslitaviðureignina. Stjörnumenn eru með bakið upp við vegg og þurfa að sækja sigur til þess að halda sér á lífi í þessari viðureign.Borche Ilievskivísir/andri marinóBorche: Vinnum alltaf spennandi leiki „Þetta var frábær sigur. Frábær leikur varnarlega hjá báðum liðum en við trúðum því allan tímann að við gætum unnið leikinn,“ sagði Borche Ilievski, þjálfari ÍR. „Við náum að halda Stjörnunni í 62 stigum og það er stórt afrek.“ Í upphafi fjórða leikhluta náði Stjarnan að koma sér í mest átta stiga forskot. ÍR-ingar klóruðu sig til baka og jöfnuðu leikinn, en var Borche orðinn hræddur á hliðarlínunni? „Já, ég var stressaður. Það er ekki hægt að slaka á í þessari stöðu og ef Stjarnan kemst í stórt forskot getur það verið mjög hættulegt.“ „En ef þú hefur fylgst með ÍR síðustu ár þá veistu að við spilum alltaf svona. Við vinnum spennandi leikina, þar sem munurinn er lítill í lokin.“ ÍR var litla liðið inn í þetta einvígi, gegn deildar- og bikarmeisturum Stjörnunnar. Núna er pressan hins vegar aðeins komin á þá, þeir geta klárað einvígið á heimavelli. „Það er alltaf pressa. Ég er keppnismaður og ég vil vinna alla leiki.“ „Við erum komnir nálægt úrslitunum en við erum þó ennþá svo langt frá þeim. Stjarnan mun ekki gefast upp,“ sagði Borche Ilievski.Arnar GuðjónssonArnar: Skjótum illa „Við skjótum illa í allan dag og það er banabiti,“ sagði Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar. „ÍR vörnin var góð en við fengum ágætis „lúkk“ sem við settum ekki. En þeir eru gott varnarlið.“ Stjarnan er komin með bakið upp við vegg og þarf að vinna í Seljaskóla. Til þess þarf Arnar klárlega að fá meira frá sóknarmönnum sínum. „Við þurfum að leita annað en bara til Brandon. Það er að opnast fyrir aðra og við þurfum að finna lausnir í því.“ Ægir Þór Steinarssonvísir/báraÆgir: Þurfum að stíga upp „Hvað á maður að segja annað en kredit á þá fyrir að loka teignum og koma upp um okkur sóknarlega,“ sagði Ægir Þór Steinarsson, leikstjórnandi Stjörnunnar. „Fyrst og fremst þurfum við að stíga upp. Við þurfum að skora úr þeim skotum sem Brandon sendir á okkur. Við þurfum að senda boltann meira, hreyfa þá meira áður en við sækjum. Við erum að sækja á fyrsta tempói og þá er auðvelt að verjast okkur.“ „Vörnin er ekki vandamál en við gerum andleg mistök í sókninni sem eru vandamál.“ Hvað þarf Stjarnan að laga fyrir næsta leik? „Við getum ekki verið að sætta okkur við að skjóta þriggja stiga skotum og fara ekki í sóknarfráköst. Við förum ekki nógu oft á vítalínuna og það er eitthvað sem þarf að bæta.“ Dominos-deild karla
ÍR tók yfirhöndina í undanúrslitaeinvíginu við Stjörnuna í Domino‘s deild karla með sigri eftir framlengingu á útivelli í Garðabæ í kvöld. ÍR-ingar geta klárað einvígið á heimavelli á mánudag. Leikurinn í kvöld byrjaði hægt og fóru bæði lið af stað með misheppnaðar sóknir. Fyrstu mínúturnar voru ekki fallegasti körfubolti sem sést hefur og gæðin bötnuðu ekkert sérstaklega eftir því sem leið á leikinn. Baráttan var klárlega til staðar og leikurinn var nokkuð spennandi, en gæðin í sjálfum körfuboltanum hefðu getað verið betri. Stjörnumenn komust fljótt í smá forystu með góðum varnarleik. ÍR-ingar áttu í mestu vandræðum með að finna opnanir í sókninni, flestar þeirra körfur komu eftir einstaklingsframtak og langskot, þegar þeir stilltu upp í sókn endaði það oftar en ekki í einhverju fáti. Heimamenn náðu þó ekki að hrista gestina almennilega frá sér í fyrri hálfleiknum og á síðustu mínútu annars leikhluta áttu ÍR-ingar tvær þriggja stiga sóknir í röð og jöfnuðu leikinn. Stjarnan átti síðasta orðið og leiddi 32-30 í hálfleik. Þriðji leikhluti var einstaklega rólegur í stigaskorun og þegar hann var hálfnaður var staðan 36-36. Undir lokin fóru loks að detta inn nokkrar körfur og það var meiri kraftur í gestunum. Þeir leiddu með tveimur stigum fyrir síðasta fjórðunginn. Spennan var svo allsráðandi í síðasta leikhlutanum. Stjörnumenn byrjuðu hann þó miklu betur og komu sér í fjögurra stiga forystu. Matthías Orri Sigurðarson jafnaði svo leikinn á 39. mínútu. Síðasta mínútan var æsispennandi, Stjörnumenn leiddu þegar örfáar sekúndur voru eftir en Sigurður Gunnar Þorsteinsson náði að jafna leikinn og fékk vítakast að auki. Hann náði hins vegar ekki að skora úr vítakastinu og því fór leikurinn í framlengingu. Í framlengingunni hættu leikmenn beggja liða aftur að skora. Eftir því sem leið á varð ljóst að hver karfa fór að skipta gríðarlegu máli. Það voru ÍR-ingar sem áttu fyrstu körfuna. Hana gerði Kevin Capers þegar rétt rúmar tvær mínútur voru eftir. Stjörnumenn náðu ekki að svara og þurftu að fara að brjóta á ÍR-ingum og þar með senda þá á vítalínuna. Stjörnunni tókst ekki að skora körfu í framlengingunni á meðan ÍR fékk nokkur auðveld stig af vítalínunni og endaði leikurinn í 62-68 sigri ÍR.Af hverju vann ÍR? Úrslitin réðust á því að Stjarnan gat ekki komið boltanum í netið í framlengingunni. ÍR vann hins vegar leikinn á seiglu og baráttu, eins og þeir hafa svo oft gert áður. Stjarnan var yfir megnið af leiknum, alveg fram í lokin á þriðja leikhluta. En ÍR-ingar gáfust ekki upp og sýndu þann karakter sem þeir hafa verið þekktir fyrir, héldu sér inni í leiknum og uppskáru. Þrátt fyrir að vissulega hafi sóknarleikurinn ekki verið góður í leiknum, hjá báðum liðum, voru báðar varnir mjög góðar en ÍR-ingar gerðu aðeins betur.Hverjir stóðu upp úr? Kevin Capers var stórkostlegur og hann bar af í stigaskorun. Hann skoraði 30 stig, sem er nærri helmingur stiga ÍR-liðsins, næstur kom Matthías Orri með 13 stig. Trausti Eiríksson kom með flotta innkomu af bekknum og þá var Sigurður Gunnar Þorsteinsson drjúgur í fráköstunum. Hjá Stjörnunni var enginn áberandi bestur. Brandon Rozzell hafði nokkuð hægt um sig miðað við oft áður. Hann var svipaður í framlagi og stigaskorun og Hlynur Bæringsson og Antti Kanervo, þeir þrír voru bestir á tölfræðiblaðinu.Hvað gekk illa? Sóknarleikur beggja liða var alls ekki til útflutnings. Bæði lið spiluðu góða vörn, en bæði fengu frí skot sem voru bara ekki að detta. Þess að auki var mikið um klaufaskap, það var oft fát á leikmönnum, sendingar sem fóru út af vellinum, menn að missa boltann og heilt yfir var leikurinn ekkert sérstakur fyrr en í lokin.Hvað gerist næst? Leikur fjögur verður í Seljaskóla á mánudag. Þar getur ÍR klárað þetta einvígi og komist í sjálfa úrslitaviðureignina. Stjörnumenn eru með bakið upp við vegg og þurfa að sækja sigur til þess að halda sér á lífi í þessari viðureign.Borche Ilievskivísir/andri marinóBorche: Vinnum alltaf spennandi leiki „Þetta var frábær sigur. Frábær leikur varnarlega hjá báðum liðum en við trúðum því allan tímann að við gætum unnið leikinn,“ sagði Borche Ilievski, þjálfari ÍR. „Við náum að halda Stjörnunni í 62 stigum og það er stórt afrek.“ Í upphafi fjórða leikhluta náði Stjarnan að koma sér í mest átta stiga forskot. ÍR-ingar klóruðu sig til baka og jöfnuðu leikinn, en var Borche orðinn hræddur á hliðarlínunni? „Já, ég var stressaður. Það er ekki hægt að slaka á í þessari stöðu og ef Stjarnan kemst í stórt forskot getur það verið mjög hættulegt.“ „En ef þú hefur fylgst með ÍR síðustu ár þá veistu að við spilum alltaf svona. Við vinnum spennandi leikina, þar sem munurinn er lítill í lokin.“ ÍR var litla liðið inn í þetta einvígi, gegn deildar- og bikarmeisturum Stjörnunnar. Núna er pressan hins vegar aðeins komin á þá, þeir geta klárað einvígið á heimavelli. „Það er alltaf pressa. Ég er keppnismaður og ég vil vinna alla leiki.“ „Við erum komnir nálægt úrslitunum en við erum þó ennþá svo langt frá þeim. Stjarnan mun ekki gefast upp,“ sagði Borche Ilievski.Arnar GuðjónssonArnar: Skjótum illa „Við skjótum illa í allan dag og það er banabiti,“ sagði Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar. „ÍR vörnin var góð en við fengum ágætis „lúkk“ sem við settum ekki. En þeir eru gott varnarlið.“ Stjarnan er komin með bakið upp við vegg og þarf að vinna í Seljaskóla. Til þess þarf Arnar klárlega að fá meira frá sóknarmönnum sínum. „Við þurfum að leita annað en bara til Brandon. Það er að opnast fyrir aðra og við þurfum að finna lausnir í því.“ Ægir Þór Steinarssonvísir/báraÆgir: Þurfum að stíga upp „Hvað á maður að segja annað en kredit á þá fyrir að loka teignum og koma upp um okkur sóknarlega,“ sagði Ægir Þór Steinarsson, leikstjórnandi Stjörnunnar. „Fyrst og fremst þurfum við að stíga upp. Við þurfum að skora úr þeim skotum sem Brandon sendir á okkur. Við þurfum að senda boltann meira, hreyfa þá meira áður en við sækjum. Við erum að sækja á fyrsta tempói og þá er auðvelt að verjast okkur.“ „Vörnin er ekki vandamál en við gerum andleg mistök í sókninni sem eru vandamál.“ Hvað þarf Stjarnan að laga fyrir næsta leik? „Við getum ekki verið að sætta okkur við að skjóta þriggja stiga skotum og fara ekki í sóknarfráköst. Við förum ekki nógu oft á vítalínuna og það er eitthvað sem þarf að bæta.“
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum