„Ég trúi því ekki hversu feitur Suarez er“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. apríl 2019 09:30 Luis Suarez í leiknum á Old Trafford á miðvikudagskvöldið. Getty/Robbie Jay Barratt Luis Suarez átti mikinn þátt í sigurmarki Barcelona á móti Manchester United í Meistaradeildinni á miðvikudagskvöldið en sumir knattspyrnusérfræðingar hafa áhyggjur af vaxtarlagi Úrgvæmannsins sem ætti að vera einn að lykilmönnunum ætli Barcelona að vinna Meistaradeildina í ár. Luis Suarez vann Meistaradeildina á sínu fyrsta tímabili með Barcelona, 2014-15, en félagið hefur ekki unnið hana síðan. Suarez fékk ekki markið á Old Trafford skráð á sig og hefur því enn ekki skorað í Meistaradeildinni á þessu tímabili. 7 leikir og ekkert mark og hann skoraði aðeins eitt mark í tíu leikjum í Meistaradeildinni í fyrra þar sem Barcelona datt út á móti Roma í átta liða úrslitunum. Luis Suarez er aftur á móti með 23 mörk í 35 leikjum í deild og bikar á Spáni þar sem Barcelona á möguleika að vinna tvöfalt.Join @Steve_Crossman, @GuillemBalague, @honigstein and @LaurensJulien to look back at this week's Champions League action. Download the latest Football Daily here: : https://t.co/QyEtthokcZpic.twitter.com/dYDjBkiyPg — BBC 5 Live Sport (@5liveSport) April 11, 2019Einn af þeim sem fór hvað lengst í að gagnrýna líkamlegt ástand Luis Suarez var franski blaðamaðurinn Julien Laurens. Julien skrifar fyrir Le Parisien en er vinsæll gestur í þáttum BT Sport Talksport og ESPN þar sem hann hefur aðsetur í London. „Hversu mörgum kílóum hefur hann bætt á sig? Þetta er ótrúlegt,“ byrjaði Julien Laurens í þættinum Football Daily á BBC Radio 5 Live. „Ég hafði ekki áttað mig á þessu þegar ég horfði á leikina hans í sjónvarpinu. Þetta var í fyrsta sinn sem ég sá hann á staðnum. Ég trúi því ekki hversu feitur Suarez er. Ég skil bara ekki hvernig félag getur leyft leikmanni að fitna svona,“ sagði Laurens. Spænski blaðamaðurinn Guillem Balague kom þá Luis Suarez aðeins til varnar. „Þetta eru bara sterkir vöðvar. Ég var með honum fyrir einum og hálfum mánuði síðan og tók við hann viðtal. Í návígi þá er hann ekki svona stór. Hann lítur bara út fyrir að hafa bætt við sig vöðvum,“ sagði Guillem Balague. „Hann er að glíma við hnémeiðsli svo hann þarf að styrkja vöðvana í kringum hnéð. Hann leit út fyrir að vera sterkur maður en ekki feitur maður. Hann er samt að berjast við vigtina á hverju tímabili,“ sagði Balague. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Luis Suarez átti mikinn þátt í sigurmarki Barcelona á móti Manchester United í Meistaradeildinni á miðvikudagskvöldið en sumir knattspyrnusérfræðingar hafa áhyggjur af vaxtarlagi Úrgvæmannsins sem ætti að vera einn að lykilmönnunum ætli Barcelona að vinna Meistaradeildina í ár. Luis Suarez vann Meistaradeildina á sínu fyrsta tímabili með Barcelona, 2014-15, en félagið hefur ekki unnið hana síðan. Suarez fékk ekki markið á Old Trafford skráð á sig og hefur því enn ekki skorað í Meistaradeildinni á þessu tímabili. 7 leikir og ekkert mark og hann skoraði aðeins eitt mark í tíu leikjum í Meistaradeildinni í fyrra þar sem Barcelona datt út á móti Roma í átta liða úrslitunum. Luis Suarez er aftur á móti með 23 mörk í 35 leikjum í deild og bikar á Spáni þar sem Barcelona á möguleika að vinna tvöfalt.Join @Steve_Crossman, @GuillemBalague, @honigstein and @LaurensJulien to look back at this week's Champions League action. Download the latest Football Daily here: : https://t.co/QyEtthokcZpic.twitter.com/dYDjBkiyPg — BBC 5 Live Sport (@5liveSport) April 11, 2019Einn af þeim sem fór hvað lengst í að gagnrýna líkamlegt ástand Luis Suarez var franski blaðamaðurinn Julien Laurens. Julien skrifar fyrir Le Parisien en er vinsæll gestur í þáttum BT Sport Talksport og ESPN þar sem hann hefur aðsetur í London. „Hversu mörgum kílóum hefur hann bætt á sig? Þetta er ótrúlegt,“ byrjaði Julien Laurens í þættinum Football Daily á BBC Radio 5 Live. „Ég hafði ekki áttað mig á þessu þegar ég horfði á leikina hans í sjónvarpinu. Þetta var í fyrsta sinn sem ég sá hann á staðnum. Ég trúi því ekki hversu feitur Suarez er. Ég skil bara ekki hvernig félag getur leyft leikmanni að fitna svona,“ sagði Laurens. Spænski blaðamaðurinn Guillem Balague kom þá Luis Suarez aðeins til varnar. „Þetta eru bara sterkir vöðvar. Ég var með honum fyrir einum og hálfum mánuði síðan og tók við hann viðtal. Í návígi þá er hann ekki svona stór. Hann lítur bara út fyrir að hafa bætt við sig vöðvum,“ sagði Guillem Balague. „Hann er að glíma við hnémeiðsli svo hann þarf að styrkja vöðvana í kringum hnéð. Hann leit út fyrir að vera sterkur maður en ekki feitur maður. Hann er samt að berjast við vigtina á hverju tímabili,“ sagði Balague.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira