Holloway tekur þátt í viskístríði Conors og Jameson Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. janúar 2019 23:00 Holloway mætti í höfuðstöðvar Jameson um helgina. mynd/twitter Írinn Conor McGregor ruddist inn á viskímarkaðinn á síðasta ári með Proper Twelve viskíið sitt. Markmið hans var einfalt - að verða stærri en Jameson. Salan á viskíinu hans Conors ku hafa gengið vel en það er líklega nokkuð í land að hann nái Jameson. Menn þar á bæ finna þó örugglega fyrir samkeppninni því þeir hafa brugðist við henni. Þeir fengu nefnilega fjaðurvigtarmeistara UFC, Max Holloway, til þess að auglýsa fyrir sig en Holloway var mættur til Dublin um nýliðna helgi. Þar sagði hann að Jameson væri ekki vatnsþynnt viskí. Augljóst skot á Conor.238 years of innovation, hard work, and unmatched quality. Not a watered down trend. A true pillar of Ireland, supporting the hard working families in Dublin for generations. Thank you @jamesonwhiskey for the hospitality. The number one Irish whiskey in the world #sinemetupic.twitter.com/9fVzu9Lvic — Max Holloway (@BlessedMMA) January 26, 2019 Conor hefur lengi dreymt um að fá að berjast á Croke Park í Dublin og Holloway lagði leið sína þangað til þess að skoða aðstæður. Hvur veit nema hann berjist við Conor þar á þessu ári?Pleasure to welcome @BlessedMMA Max Holloway on a tour of #CrokePark this weekend! pic.twitter.com/7W9HQsM5RS — Croke Park (@CrokePark) January 27, 2019 Margir kalla eftir því að næsti bardagi Conors verði gegn Max Holloway sem var stórkostlegur gegn Brian Ortega í Kanada í byrjun desember. Það væri líka mjög eðlilegt að láta þá mætast. Þeir mættust í ágúst árið 2013 og þá hafði Conor betur á dómaraákvörðun. Síðan þá hefur Holloway barist þrettán sinnum og unnið alla þá bardaga. Dana White, forseti UFC, vill að Holloway fari upp um flokk enda niðurskurðurinn í fjaðurvigtinni erfiður fyrir hann. Rétt eins og hann var fyrir Conor áður en hann færði sig upp. Það væru margir til í að sjá Conor og Holloway mætast á nýjan leik og ekki væri verra ef sá bardagi færi fram á hinum glæsilega Croke Park. MMA Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sjá meira
Írinn Conor McGregor ruddist inn á viskímarkaðinn á síðasta ári með Proper Twelve viskíið sitt. Markmið hans var einfalt - að verða stærri en Jameson. Salan á viskíinu hans Conors ku hafa gengið vel en það er líklega nokkuð í land að hann nái Jameson. Menn þar á bæ finna þó örugglega fyrir samkeppninni því þeir hafa brugðist við henni. Þeir fengu nefnilega fjaðurvigtarmeistara UFC, Max Holloway, til þess að auglýsa fyrir sig en Holloway var mættur til Dublin um nýliðna helgi. Þar sagði hann að Jameson væri ekki vatnsþynnt viskí. Augljóst skot á Conor.238 years of innovation, hard work, and unmatched quality. Not a watered down trend. A true pillar of Ireland, supporting the hard working families in Dublin for generations. Thank you @jamesonwhiskey for the hospitality. The number one Irish whiskey in the world #sinemetupic.twitter.com/9fVzu9Lvic — Max Holloway (@BlessedMMA) January 26, 2019 Conor hefur lengi dreymt um að fá að berjast á Croke Park í Dublin og Holloway lagði leið sína þangað til þess að skoða aðstæður. Hvur veit nema hann berjist við Conor þar á þessu ári?Pleasure to welcome @BlessedMMA Max Holloway on a tour of #CrokePark this weekend! pic.twitter.com/7W9HQsM5RS — Croke Park (@CrokePark) January 27, 2019 Margir kalla eftir því að næsti bardagi Conors verði gegn Max Holloway sem var stórkostlegur gegn Brian Ortega í Kanada í byrjun desember. Það væri líka mjög eðlilegt að láta þá mætast. Þeir mættust í ágúst árið 2013 og þá hafði Conor betur á dómaraákvörðun. Síðan þá hefur Holloway barist þrettán sinnum og unnið alla þá bardaga. Dana White, forseti UFC, vill að Holloway fari upp um flokk enda niðurskurðurinn í fjaðurvigtinni erfiður fyrir hann. Rétt eins og hann var fyrir Conor áður en hann færði sig upp. Það væru margir til í að sjá Conor og Holloway mætast á nýjan leik og ekki væri verra ef sá bardagi færi fram á hinum glæsilega Croke Park.
MMA Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sjá meira