Zidane ætlar að berjast til síðasta blóðdropa Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. október 2019 10:00 Zidane á hliðarlínunni. Vísir/Getty Þrátt fyrir að Real Madrid sitji á toppi spænsku 1. deildarinnar gustar um knattspyrnustjórann Zinedine Zidane í spænsku höfuðborginni. Helsta ástæðan er slæm byrjun liðsins á tímabilinu í Meistaradeild Evrópu. Real tapaði 3-0 fyrir PSG í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar og mátti svo þakka fyrir að hafa náð 2-2 jafntefli gegn Club Brugge á heimavelli í vikunni eftir að hafa lent 2-0 undir. Liðið er ósigrað á Spáni en hefur þó gert jafntefli í þremur leikjum. Í dag mætir það Granada sem gerði sér lítið fyrir og skellti Barcelona, 2-0, fyrr á leiktíðinni. „Ég veit hvar ég starfa og þetta er alltaf staðan,“ sagði Zidane spurður um álagið sem fylgir því að þjálfa Real Madrid. „Staðan er þó ekki jafn slæm og fólk sem stendur utan við félagið heldur fram. Þetta er Real Madrid og við erum einbeittir að því að standa okkur inni á vellinum. Í þessum leik fáum við tækifæri til að sýna af hverjum við erum á toppi deildarinnar.“ Hann segir að gagnrýnin hafi ekki áhrif á sig. „Þetta eru hlutskipti þjálfarans og svona er þetta fyrir okkur alla. Ég ætla að berjast til síðasta blóðdropa vegna þess að ég nýt þess sem ég geri og mér finnst að ég hafi það sem þarf til að sinna þessu starfi.“ Zidane er eins og flestir vita goðsögn hjá Real Madrid. Hann lék með liðinu við afar góðan orðstír frá 2001 til 2006 og tók svo við þjálfun þess árið 2016. Undir stjórn Zidane varð Real Evrópumeistari þrjú ár í röð auk þess að vinna fjölda annarra titla. Hann hætti skyndilega eftir tímabilið 2018 en sneri aftur innan við ári síðar eftir slæmt gengi liðsins undir stjórn Julen Lopetegui og síðar Santiago Solari. Granada er í öðru sæti deildarinnar eftir sjö umferðir, einu stigi á eftir Real Madrid, en liðin mætast klukkan 14.00 í dag. „Við ætlum okkur að vera á toppnum eftir þennan leik. Hér mætast liðin í fyrsta og öðru sæti og það skiptir miklu máli. Við munum mæta liði sem hefur staðið sig vel á tímabilinu, rétt eins og við sjálfir,“ sagði Zidane. Viðureign liðanna verður sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsending klukkan 13.55. Spænski boltinn Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Fótbolti Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Körfubolti Fleiri fréttir Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Sjá meira
Þrátt fyrir að Real Madrid sitji á toppi spænsku 1. deildarinnar gustar um knattspyrnustjórann Zinedine Zidane í spænsku höfuðborginni. Helsta ástæðan er slæm byrjun liðsins á tímabilinu í Meistaradeild Evrópu. Real tapaði 3-0 fyrir PSG í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar og mátti svo þakka fyrir að hafa náð 2-2 jafntefli gegn Club Brugge á heimavelli í vikunni eftir að hafa lent 2-0 undir. Liðið er ósigrað á Spáni en hefur þó gert jafntefli í þremur leikjum. Í dag mætir það Granada sem gerði sér lítið fyrir og skellti Barcelona, 2-0, fyrr á leiktíðinni. „Ég veit hvar ég starfa og þetta er alltaf staðan,“ sagði Zidane spurður um álagið sem fylgir því að þjálfa Real Madrid. „Staðan er þó ekki jafn slæm og fólk sem stendur utan við félagið heldur fram. Þetta er Real Madrid og við erum einbeittir að því að standa okkur inni á vellinum. Í þessum leik fáum við tækifæri til að sýna af hverjum við erum á toppi deildarinnar.“ Hann segir að gagnrýnin hafi ekki áhrif á sig. „Þetta eru hlutskipti þjálfarans og svona er þetta fyrir okkur alla. Ég ætla að berjast til síðasta blóðdropa vegna þess að ég nýt þess sem ég geri og mér finnst að ég hafi það sem þarf til að sinna þessu starfi.“ Zidane er eins og flestir vita goðsögn hjá Real Madrid. Hann lék með liðinu við afar góðan orðstír frá 2001 til 2006 og tók svo við þjálfun þess árið 2016. Undir stjórn Zidane varð Real Evrópumeistari þrjú ár í röð auk þess að vinna fjölda annarra titla. Hann hætti skyndilega eftir tímabilið 2018 en sneri aftur innan við ári síðar eftir slæmt gengi liðsins undir stjórn Julen Lopetegui og síðar Santiago Solari. Granada er í öðru sæti deildarinnar eftir sjö umferðir, einu stigi á eftir Real Madrid, en liðin mætast klukkan 14.00 í dag. „Við ætlum okkur að vera á toppnum eftir þennan leik. Hér mætast liðin í fyrsta og öðru sæti og það skiptir miklu máli. Við munum mæta liði sem hefur staðið sig vel á tímabilinu, rétt eins og við sjálfir,“ sagði Zidane. Viðureign liðanna verður sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsending klukkan 13.55.
Spænski boltinn Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Fótbolti Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Körfubolti Fleiri fréttir Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Sjá meira