Fullmannaður slökkviliðsbíll var sendur á vettvang og unnu slökkviliðsmenn enn þá að reykræstingu nú á áttunda tímanum í kvöld. Varðstjóri gat ekki gefið upplýsingar um það hvort tjón hefði orðið vegna reyksins.
Algalíf er líftæknifyrirtæki til húsa að Bogatröð 10 á Ásbrú í Reykjanesbæ. Fyrirtækið hefur sérhæft sig í ræktun örþörunga og framleiðslu virkra efna úr þeim.