Þrettán ára sælkeri bakar kökur og selur á Facebook Nadine Guðrún Yaghi skrifar 27. febrúar 2019 19:30 Þrettán ára sælkeri og áhugamaður um bakstur hefur nú brugðið á það ráð að baka kökur og selja á Facebook til að fjármagna utanlandsferðir. Hann sækir innblásturinn í franska sjónvarpsþætti og er ansi fær í að baka en hann bakar allt frá einföldu bananabrauði til stórra tertna með sykurmassaskreytingum. Ívar Patrick Lefort Steinarsson ásamt köku úr eigin smiðju.Hinn þrettán ára gamli Ívar Patrick Lefort Steinarsson, er mikill sælkerfi og er einstaklega fær í að baka en við fengum að fylgjast með honum baka vinsæla bananabrauðið sitt. Hann hefur verið að æfa frjálsar íþróttir og spilar á saxófón. „Hvernig ég byrjaði að bara var bara í gegn um mömmu. Fyrst var þetta bara ég og mamma að leika okkur saman en síðan byrjaði þetta bara að vera að hálfgerðu jobbi eiginlega,“ segir Ívar. Í fyrra ákvað Ívar að auglýsa bananabrauð til sölu í hverfinu sínu sem fjáröflun fyrir utanlandsferð með frjálsíþróttafélaginu. Það gékk vonum framar og náði Ívar að fjármagna alla ferðina. Hann ákvað að færa út kvíarnar og stofnaði sölusíðuna Kökugerð Ívars á Facebook. „Þannig hjálpar þetta mér að safna fyrir öllum ferðunum mínum og gera það sem mér finnst gaman,“ segir Ívar en næst á dagskrá er ferð til Króatíu með hljómsveitinni og er Ívar vongóður um að ná að fjármagna alla ferðina. Hjá Ívari er hægt að panta alls kyns kökur en þær eru ekki bara bragðgóðar heldur líka einstaklega fallegar. „Það er hægt að panta eiginlega bara hvað sem er. Ég er mikið að vinna með sykurmassa svo ég get gert alls konar skreytingar með því,“ segir Ívar. Hann fær innblástur af youtube og fleiri síðum á netinu. Þá er móðir Ívars frönsk og fjölskyldan því með franskar sjónvarpsstöðvar á heimilinu og horfir Ívar mikið á bökunarþætti. „Þannig ég fæ innblástur þaðan.“ Börn og uppeldi Facebook Matur Reykjavík Samfélagsmiðlar Mest lesið Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Þrettán ára sælkeri og áhugamaður um bakstur hefur nú brugðið á það ráð að baka kökur og selja á Facebook til að fjármagna utanlandsferðir. Hann sækir innblásturinn í franska sjónvarpsþætti og er ansi fær í að baka en hann bakar allt frá einföldu bananabrauði til stórra tertna með sykurmassaskreytingum. Ívar Patrick Lefort Steinarsson ásamt köku úr eigin smiðju.Hinn þrettán ára gamli Ívar Patrick Lefort Steinarsson, er mikill sælkerfi og er einstaklega fær í að baka en við fengum að fylgjast með honum baka vinsæla bananabrauðið sitt. Hann hefur verið að æfa frjálsar íþróttir og spilar á saxófón. „Hvernig ég byrjaði að bara var bara í gegn um mömmu. Fyrst var þetta bara ég og mamma að leika okkur saman en síðan byrjaði þetta bara að vera að hálfgerðu jobbi eiginlega,“ segir Ívar. Í fyrra ákvað Ívar að auglýsa bananabrauð til sölu í hverfinu sínu sem fjáröflun fyrir utanlandsferð með frjálsíþróttafélaginu. Það gékk vonum framar og náði Ívar að fjármagna alla ferðina. Hann ákvað að færa út kvíarnar og stofnaði sölusíðuna Kökugerð Ívars á Facebook. „Þannig hjálpar þetta mér að safna fyrir öllum ferðunum mínum og gera það sem mér finnst gaman,“ segir Ívar en næst á dagskrá er ferð til Króatíu með hljómsveitinni og er Ívar vongóður um að ná að fjármagna alla ferðina. Hjá Ívari er hægt að panta alls kyns kökur en þær eru ekki bara bragðgóðar heldur líka einstaklega fallegar. „Það er hægt að panta eiginlega bara hvað sem er. Ég er mikið að vinna með sykurmassa svo ég get gert alls konar skreytingar með því,“ segir Ívar. Hann fær innblástur af youtube og fleiri síðum á netinu. Þá er móðir Ívars frönsk og fjölskyldan því með franskar sjónvarpsstöðvar á heimilinu og horfir Ívar mikið á bökunarþætti. „Þannig ég fæ innblástur þaðan.“
Börn og uppeldi Facebook Matur Reykjavík Samfélagsmiðlar Mest lesið Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira