„Við erum mjög ánægð með útkomuna enda er Baldvin Z snillingur. Þetta er einfalt en samt svo mikil snilld,“ segir Hera Björk um útkomuna en sjálfur Baldvin Z leikstýrir myndbandinu.
„Það þurfti að taka ansi margar tökur til að ná þessu í einni töku. Svona myndband sem er ein óslitin taka krefst meiri undirbúnings. Einnig þurfti Pollux vinur minn að vera í réttri stöðu í hvert sinn sem myndavélin beindist að honum,“ Segir Hera, en hundurinn Pollux leikur á móti henni í myndbandinu.
„Núna erum við með nóg að gera í vikunni sem ég vonandi næ að beita mér almennilega í en ég lá á spítala í gær með gallsteinakast svo ég þarf að fara varlega. En svona er show business það þarf að halda áfram.“
Hér að neðan má sjá myndbandið.