Ábyrgðin um að viðkvæmar upplýsingar birtust á hendi sveitarfélaganna Jóhann K. Jóhannsson skrifar 13. febrúar 2019 20:30 Birting þriggja sveitarfélaga á viðkvæmum persónugreinanlegum gögnum í opnu bókhaldi sveitarfélaganna var brot á lögum um persónuvernd. Skýring þjónustuaðila sveitarfélaganna á að öryggisbresturinn hafi orðið til við uppfærslu á hugbúnaði átti heldur ekki við rök að styðjast. Í lok apríl á síðasta ári sagði fréttastofan frá því að þrjú sveitarfélög birtu á heimasíðum sínum viðkvæmar upplýsingar um einstaklinga sem notið hafa þjónustu bæjarfélaganna til dæmis greiðslur vegna sálfræðimeðferðar og fjárhagsaðstoðar. Hægt var að nálgast gögnin í gegnum svo kallað opið bókhald sem sveitarfélögin birtu en þeim var ekki kunnugt um aðgengi að upplýsingum væri óhindrað, fyrr en fréttastofan vakti athygli i þeirra á málinu.Vegna alvarleika lekans hóf Persónuvernd frumkvæðisrannsókn á málinu og birti niðurstöður sínar í dag og er hún á sama veg fyrir sveitarfélögin þrjú, að birting viðkvæmra persónuupplýsinga á vefsíðum sveitarfélaganna þriggja hafi ekki samrýmdist lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga og að öryggi við vinnslu persónuupplýsinga hafi ekki verið í samræmi við ákvæði laganna.Í samtali við fréttastofu á sínum tíma sagði sviðstjóri ráðgjafarsviðs KPMG að gögnin hafi orðið aðgengileg eftir sjálfvirka hugbúnaðaruppfærslu hjá Microsoft í febrúar í fyrra og því hafi gögnin verið aðgengileg öllum í 2-3 mánuði. Í úrskurði Persónuverndar eru þessar skýringar hraktar en í niðurstöðunum kemur fram að hægt hafi verið að nýta þessa virkni í hugbúnaði sem birtir bókahaldið á netinu frá árinu 2016. Lögin um Persónuvernd voru hert í vor og hefði málið komið upp eftir það hefðu viðurlög verið harðari, bæði fyrir sveitarfélögin og fyrir þjónustuaðilann.Vigdís Eva Líndal, skrifstofustjóri upplýsinga og öryggis hjá PersónuverndVísir/Baldur„Það mynda allavega koma til skoðunar í dag, samkvæmt núgildandi löggjöf hvort tilefni væri til að leggja á stjórnvaldssekt. Eins og kemur fram í ákvörðunarorðunum að þá er í raun ekki tilefni til að skoða það nánar vegna þess að sú heimild var ekki til staðar,“ sagði Vigdís Eva Líndal, skrifstofustjóri upplýsinga og öryggis hjá Persónuvernd. Eftir því sem fréttastofa kemst næst hafa sveitarfélögin þrjú ekki hafið birtingu á upplýsingum úr bókhaldi sínu að nýju frá því að málin komu upp. Sjá úrskurð um SeltjarnarnesbæSjá úrskurð um AkraneskaupstaðSjá úrskurð um Garðabæ Akranes Garðabær Persónuvernd Seltjarnarnes Tengdar fréttir KPMG einnig skammað vegna viðkvæmra upplýsinga á vefjum Akraness og Seltjarnarness Birting Akranesskaupstaðar og Seltjarnarnesbæjar á viðkvæmum persónuupplýsingum á vef bæjanna samrýmdist ekki lögum um Persónuvernd 13. febrúar 2019 12:17 Vinnubrögð KPMG verulega ámælisverð að mati Persónuverndar Lög voru brotin þegar viðkvæmar persónuupplýsingar voru birtar á vef Garðabæjar á síðasta ári. Ráðgjafafyrirtækið KPMG er húðskammað af Persónuvernd sem hóf rannsókn eftir fréttaflutning af málinu. 13. febrúar 2019 07:45 Gagnalekinn er á ábyrgð sveitarfélaganna: Persónuvernd segir málið af þeirri stærðargráðu að embættið nýtir heimild til frumkvæðisrannsóknar Í einhverjum tilfellum var opið fyrir upplýsingarnar í tvo til þrjá mánuði. 29. apríl 2018 18:44 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Birting þriggja sveitarfélaga á viðkvæmum persónugreinanlegum gögnum í opnu bókhaldi sveitarfélaganna var brot á lögum um persónuvernd. Skýring þjónustuaðila sveitarfélaganna á að öryggisbresturinn hafi orðið til við uppfærslu á hugbúnaði átti heldur ekki við rök að styðjast. Í lok apríl á síðasta ári sagði fréttastofan frá því að þrjú sveitarfélög birtu á heimasíðum sínum viðkvæmar upplýsingar um einstaklinga sem notið hafa þjónustu bæjarfélaganna til dæmis greiðslur vegna sálfræðimeðferðar og fjárhagsaðstoðar. Hægt var að nálgast gögnin í gegnum svo kallað opið bókhald sem sveitarfélögin birtu en þeim var ekki kunnugt um aðgengi að upplýsingum væri óhindrað, fyrr en fréttastofan vakti athygli i þeirra á málinu.Vegna alvarleika lekans hóf Persónuvernd frumkvæðisrannsókn á málinu og birti niðurstöður sínar í dag og er hún á sama veg fyrir sveitarfélögin þrjú, að birting viðkvæmra persónuupplýsinga á vefsíðum sveitarfélaganna þriggja hafi ekki samrýmdist lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga og að öryggi við vinnslu persónuupplýsinga hafi ekki verið í samræmi við ákvæði laganna.Í samtali við fréttastofu á sínum tíma sagði sviðstjóri ráðgjafarsviðs KPMG að gögnin hafi orðið aðgengileg eftir sjálfvirka hugbúnaðaruppfærslu hjá Microsoft í febrúar í fyrra og því hafi gögnin verið aðgengileg öllum í 2-3 mánuði. Í úrskurði Persónuverndar eru þessar skýringar hraktar en í niðurstöðunum kemur fram að hægt hafi verið að nýta þessa virkni í hugbúnaði sem birtir bókahaldið á netinu frá árinu 2016. Lögin um Persónuvernd voru hert í vor og hefði málið komið upp eftir það hefðu viðurlög verið harðari, bæði fyrir sveitarfélögin og fyrir þjónustuaðilann.Vigdís Eva Líndal, skrifstofustjóri upplýsinga og öryggis hjá PersónuverndVísir/Baldur„Það mynda allavega koma til skoðunar í dag, samkvæmt núgildandi löggjöf hvort tilefni væri til að leggja á stjórnvaldssekt. Eins og kemur fram í ákvörðunarorðunum að þá er í raun ekki tilefni til að skoða það nánar vegna þess að sú heimild var ekki til staðar,“ sagði Vigdís Eva Líndal, skrifstofustjóri upplýsinga og öryggis hjá Persónuvernd. Eftir því sem fréttastofa kemst næst hafa sveitarfélögin þrjú ekki hafið birtingu á upplýsingum úr bókhaldi sínu að nýju frá því að málin komu upp. Sjá úrskurð um SeltjarnarnesbæSjá úrskurð um AkraneskaupstaðSjá úrskurð um Garðabæ
Akranes Garðabær Persónuvernd Seltjarnarnes Tengdar fréttir KPMG einnig skammað vegna viðkvæmra upplýsinga á vefjum Akraness og Seltjarnarness Birting Akranesskaupstaðar og Seltjarnarnesbæjar á viðkvæmum persónuupplýsingum á vef bæjanna samrýmdist ekki lögum um Persónuvernd 13. febrúar 2019 12:17 Vinnubrögð KPMG verulega ámælisverð að mati Persónuverndar Lög voru brotin þegar viðkvæmar persónuupplýsingar voru birtar á vef Garðabæjar á síðasta ári. Ráðgjafafyrirtækið KPMG er húðskammað af Persónuvernd sem hóf rannsókn eftir fréttaflutning af málinu. 13. febrúar 2019 07:45 Gagnalekinn er á ábyrgð sveitarfélaganna: Persónuvernd segir málið af þeirri stærðargráðu að embættið nýtir heimild til frumkvæðisrannsóknar Í einhverjum tilfellum var opið fyrir upplýsingarnar í tvo til þrjá mánuði. 29. apríl 2018 18:44 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
KPMG einnig skammað vegna viðkvæmra upplýsinga á vefjum Akraness og Seltjarnarness Birting Akranesskaupstaðar og Seltjarnarnesbæjar á viðkvæmum persónuupplýsingum á vef bæjanna samrýmdist ekki lögum um Persónuvernd 13. febrúar 2019 12:17
Vinnubrögð KPMG verulega ámælisverð að mati Persónuverndar Lög voru brotin þegar viðkvæmar persónuupplýsingar voru birtar á vef Garðabæjar á síðasta ári. Ráðgjafafyrirtækið KPMG er húðskammað af Persónuvernd sem hóf rannsókn eftir fréttaflutning af málinu. 13. febrúar 2019 07:45
Gagnalekinn er á ábyrgð sveitarfélaganna: Persónuvernd segir málið af þeirri stærðargráðu að embættið nýtir heimild til frumkvæðisrannsóknar Í einhverjum tilfellum var opið fyrir upplýsingarnar í tvo til þrjá mánuði. 29. apríl 2018 18:44
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent