Tottenham átti frábæran seinni hálfleik á Wembley þar sem þeir hvítklæddu upprúlluðu Dortmund. Son Heung-min, Jan Vertonghen og Fernando Llorente skoruðu mörk Tottenham.
Í Hollandi voru heimamenn mun betri aðilinn gegn Evrópumeisturum Real Madrid í fyrri hálfleik. Þeir uppskáru mark sem eftir langan umhugsunartíma var dæmt af með hjálp myndbandsdómgæslu.
Karim Benzema og Hakim Ziyech skoruðu sitt hvort markið fyrir lið sín í seinni hálfleik áður en Marco Asensio tryggði Real sigurinn undir lok leiksins.
Öll mörkin má sjá í spilurunum hér að neðan.
Ajax - Real Madrid 1-2