Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea gat fengið FCK frá Damnörku eða Real Betis frá Spáni og niðurstaðan er að enska liðið er á leið til Kaupmannahafnar.
Víkingsbanarnir í Panathinaikos gátu lent á móti Fiorentina eða Rapid Vín og niðurstaðan var að þeir eru á leið til Ítalíu þar sem þeir spila við Albert Guðmundsson og félaga í Fiorentina.
Leikirnir verða spilaðir 6. og 13. mars næstkomandi.
Það kom líka í ljós hvaða lið mætast í átta liða úrslitunum. Liðin sem vinna einvígi sín í þessari umferð vita því hvað bíður þeirra.
Slái Chelsea út Danina þá mæta þeir sigurvegaranum úr viðureign Molde og Legia Varsjá. Víkingsbanarnir í Panathinaikos spilað við annað hvort Celja eða Lugano slái þeir Fiorentina út.
Hefðu Víkingar farið alla leið þá hefðu þeir ekki mætt Chelsea fyrr en í fyrsta lagi í úrslitaleik keppninnar.
Allan dráttinn má sjá hér fyrir neðan.
- Sextán liða úrslit Sambansdeildarinnar:
- Real Betis - Vitória de Guimarães
- Jagiellonia Białystok - Cercle Brugge
- Celje - Lugano
- Panathinaikos - Fiorentina
- Borac Banja Luka - Rapid Vín
- Pafos - Djurgården
- Molde - Legia Varsjá
- FC Kaupamannahöfn - Chelsea