Segir MeToo umræðuna framarlega á Íslandi samanborið við Norðurlöndin Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 13. febrúar 2019 21:00 „Hérna er fólk mjög upplýst,“ segir sænsk-gríska fjölmiðlakonan, rithöfundurinn og aðgerðarsinninn Alexandra Pascalidou um stöðu MeToo umræðunnar á Íslandi. „Þið eruð mjög framsækin, takið alvöru skref fram á við og hafið konur sem gegna lykilhlutverkum í samfélaginu.“ Alexandra hefur að undanförnu ferðast um Norðurlöndin til að deila reynslu sinni af MeToo hreyfingunni í Svíþjóð. Norræna ráðherranefndin hefur að staðið fyrir málstofum um MeToo hreyfinguna, aðgerðir hins opinberra í kjölfarið og hvert skal halda næst í umræðunni. Markmiðið er að efla vitundavakningu og halda MeToo umræðunni gangandi. Alexandra heldur framsögur á þessum málstofum og hlýðir á reynslusögur annarra kvenna á Norðurlöndunum. Slík málstofa var haldin í Norræna húsinu í dag og fjallaði hún sérstaklega um kynferðislegt ofbeldi og áreiti innan menningargeirans og tóku til máls fulltrúar menningarstofnana á Íslandi, stjórnvalda og háskólasamfélagsins svo eitthvað sé nefnt. Alexandra segir að Norðurlöndin hafi almennt sýnt gott fordæmi í þessum efnum en sum staðar sé róðurinn fyrir MeToo baráttuna þungur. „Nefnum Danmörku sem dæmi,“ segir hún. „Þar er umræðan á milli tveggja mjög ólíkra hópa. Hún hefur átt erfitt uppdráttar frá fyrsta degi þar sem umræðan snýst oft um karlmenn sem voru að kvarta yfir því sem var að gerast.“ Þá hafi hún skynjað það að margar konur upplifi áreiti og jafnvel ofbeldi fyrir það að láta fyrir sér fara í MeToo umræðunni en hún hefur sjálf lent í því í Svíþjóð. Hún var ítrekað áreitt af nýnasistum fyrir að berjast gegn kynbundnu ofbeldi. „Umræðan verður oft eitruð á internetinu og beinist gegn konum sem hafa kjark í að tala upphátt. Þær verða fyrir drusluskömm (slutshaming). Þetta er skelfilegt og er enn í gangi. “ Hún segir að baráttan sé bara rétt að byrja og eigi langt í land þó margt gott hafi gerst á Norðurlöndunum. Hún nefnir það að á þeim fundum sem hún hafi sótt á Norðurlöndunum að meirihluti fundarmanna séu konur. Nauðsynlegt sé að fá fleiri karla í baráttuna. Það séu sameiginlegir hagsmunir í húfi. „Þetta er ekki kynjastríð, við verðum að gera þetta í sameiningu í þágu framtíðarkynslóða.“Í spilaranum fyrir neðan má sjá fundinn í Norræna húsinu í heild sinni. MeToo Svíþjóð Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Sjá meira
„Hérna er fólk mjög upplýst,“ segir sænsk-gríska fjölmiðlakonan, rithöfundurinn og aðgerðarsinninn Alexandra Pascalidou um stöðu MeToo umræðunnar á Íslandi. „Þið eruð mjög framsækin, takið alvöru skref fram á við og hafið konur sem gegna lykilhlutverkum í samfélaginu.“ Alexandra hefur að undanförnu ferðast um Norðurlöndin til að deila reynslu sinni af MeToo hreyfingunni í Svíþjóð. Norræna ráðherranefndin hefur að staðið fyrir málstofum um MeToo hreyfinguna, aðgerðir hins opinberra í kjölfarið og hvert skal halda næst í umræðunni. Markmiðið er að efla vitundavakningu og halda MeToo umræðunni gangandi. Alexandra heldur framsögur á þessum málstofum og hlýðir á reynslusögur annarra kvenna á Norðurlöndunum. Slík málstofa var haldin í Norræna húsinu í dag og fjallaði hún sérstaklega um kynferðislegt ofbeldi og áreiti innan menningargeirans og tóku til máls fulltrúar menningarstofnana á Íslandi, stjórnvalda og háskólasamfélagsins svo eitthvað sé nefnt. Alexandra segir að Norðurlöndin hafi almennt sýnt gott fordæmi í þessum efnum en sum staðar sé róðurinn fyrir MeToo baráttuna þungur. „Nefnum Danmörku sem dæmi,“ segir hún. „Þar er umræðan á milli tveggja mjög ólíkra hópa. Hún hefur átt erfitt uppdráttar frá fyrsta degi þar sem umræðan snýst oft um karlmenn sem voru að kvarta yfir því sem var að gerast.“ Þá hafi hún skynjað það að margar konur upplifi áreiti og jafnvel ofbeldi fyrir það að láta fyrir sér fara í MeToo umræðunni en hún hefur sjálf lent í því í Svíþjóð. Hún var ítrekað áreitt af nýnasistum fyrir að berjast gegn kynbundnu ofbeldi. „Umræðan verður oft eitruð á internetinu og beinist gegn konum sem hafa kjark í að tala upphátt. Þær verða fyrir drusluskömm (slutshaming). Þetta er skelfilegt og er enn í gangi. “ Hún segir að baráttan sé bara rétt að byrja og eigi langt í land þó margt gott hafi gerst á Norðurlöndunum. Hún nefnir það að á þeim fundum sem hún hafi sótt á Norðurlöndunum að meirihluti fundarmanna séu konur. Nauðsynlegt sé að fá fleiri karla í baráttuna. Það séu sameiginlegir hagsmunir í húfi. „Þetta er ekki kynjastríð, við verðum að gera þetta í sameiningu í þágu framtíðarkynslóða.“Í spilaranum fyrir neðan má sjá fundinn í Norræna húsinu í heild sinni.
MeToo Svíþjóð Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Sjá meira