Karlmennskan að deyja út að mati Ásdísar: Ekki sexý að konurnar séu að borga fyrir mennina Stefán Árni Pálsson skrifar 13. febrúar 2019 15:00 Ásdís í ítarlegu viðtali í Harmageddon. Athafnarkonan Ásdís Rán Gunnarsdóttir mætti í útvarpsþáttinn Harmageddon á X-inu í morgun og ræddi þar um Valentínusardaginn sem verður haldinn hátíðlegur um heim allan á morgun. „Þetta er svona dagur ástarinnar og maður verður að nýta það svolítið vel,“ segir Ásdís Rán og heldur áfram: „Það er svo mikið af karlmönnum sem segja að þetta sé algjör auglýsingablekking og þeir vilja ekki gera neitt og vilja ekki taka þátt í þessu. Það er bara rugl og það vilja allar konur eitthvað svona og auðvita sumir karlar líka.“ Ásdís segir að fólk eigi að nýta þennan dag til að vera gott við hvort annað. „Gefa gjafir og hámarka rómantíkina og ástina. Og gefa demanta og skartgripi og ýmislegt,“ segir Ásdís og hlær. Hún segist vera með allar þær gjafir sem karlmenn þurfa í litla fyrirtækinu sínu. Þar selur hún svartar rósir sem hún flytur inn frá Afríku eins og Vísir fjallaði um fyrir jól. Hún segir að það sé alltaf jafn viðeigandi að karlmenn séu rómantískir við konur.Allar konur vilja gjafir „Svo er það samt ekki bara í höndunum á körlunum, líka konunum. Ég held að allar konur vilji gjafir og rómantík, þó þær séu rauðsokkur eða femínistar eða hver sem er,“ segir Ásdís og bætir við að það sé samt sem áður misjafnt hvernig karlmenn konur vilja. „Mér finnst karlmennska heillandi og styð ekki þetta jafnrétti sem er komið núna í tísku. Ég vill hafa karlinn karlmannlegan og vill bera virðingu fyrir honum, svona frekar ráðandi. Að hafa þessi gömlu gildi að karlinn sé svona smá boss, mér finnst það sexý. Mér finnst ekki sexý að deila og að konurnar séu að borga fyrir mennina.“ Ásdís segir að það sé mikilvægt að karlmenn fái að halda í karlmennskuna. „Mér finnst þeir svolítið vera deyja út og þetta er allt búið að leka saman. Það er einhvern veginn enginn tilgangur fyrir karlmenn lengur. Svona er þetta frekar mikið á Íslandi og ekki svo mikið erlendis,“ segir Ásdís en hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni. Harmageddon Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Fleiri fréttir „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Sjá meira
Athafnarkonan Ásdís Rán Gunnarsdóttir mætti í útvarpsþáttinn Harmageddon á X-inu í morgun og ræddi þar um Valentínusardaginn sem verður haldinn hátíðlegur um heim allan á morgun. „Þetta er svona dagur ástarinnar og maður verður að nýta það svolítið vel,“ segir Ásdís Rán og heldur áfram: „Það er svo mikið af karlmönnum sem segja að þetta sé algjör auglýsingablekking og þeir vilja ekki gera neitt og vilja ekki taka þátt í þessu. Það er bara rugl og það vilja allar konur eitthvað svona og auðvita sumir karlar líka.“ Ásdís segir að fólk eigi að nýta þennan dag til að vera gott við hvort annað. „Gefa gjafir og hámarka rómantíkina og ástina. Og gefa demanta og skartgripi og ýmislegt,“ segir Ásdís og hlær. Hún segist vera með allar þær gjafir sem karlmenn þurfa í litla fyrirtækinu sínu. Þar selur hún svartar rósir sem hún flytur inn frá Afríku eins og Vísir fjallaði um fyrir jól. Hún segir að það sé alltaf jafn viðeigandi að karlmenn séu rómantískir við konur.Allar konur vilja gjafir „Svo er það samt ekki bara í höndunum á körlunum, líka konunum. Ég held að allar konur vilji gjafir og rómantík, þó þær séu rauðsokkur eða femínistar eða hver sem er,“ segir Ásdís og bætir við að það sé samt sem áður misjafnt hvernig karlmenn konur vilja. „Mér finnst karlmennska heillandi og styð ekki þetta jafnrétti sem er komið núna í tísku. Ég vill hafa karlinn karlmannlegan og vill bera virðingu fyrir honum, svona frekar ráðandi. Að hafa þessi gömlu gildi að karlinn sé svona smá boss, mér finnst það sexý. Mér finnst ekki sexý að deila og að konurnar séu að borga fyrir mennina.“ Ásdís segir að það sé mikilvægt að karlmenn fái að halda í karlmennskuna. „Mér finnst þeir svolítið vera deyja út og þetta er allt búið að leka saman. Það er einhvern veginn enginn tilgangur fyrir karlmenn lengur. Svona er þetta frekar mikið á Íslandi og ekki svo mikið erlendis,“ segir Ásdís en hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni.
Harmageddon Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Fleiri fréttir „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Sjá meira