Komin á örorkubætur eftir að hafa fengið boltann í höfuðið Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. febrúar 2019 10:00 Guðrún Ósk Maríasdóttir hefur ekkert getað spilað handbolta í vetur. vísir/valli Guðrún Ósk Maríasdóttir, einn besti handboltamarkvörður landsins undanfarin ár, gekk í raðir Stjörnunnar síðasta sumar eftir að vinna hvern titilinn á fætur öðrum með Fram, síðast Íslandsmeistaratitilinn fyrir tæpu ári síðan. Lítið varð úr fyrsta tímabilinu í Garðabænum þar sem að Guðrún, sem var valin besti leikmaður úrslitakeppninnar 2017 er hún varð meistari með Fram, fékk skot í höfuðið úr hraðaupphlaupi frá Perlu Ruth Albertsdóttur, leikmanni Selfoss, í leik liðanna í annarri umferð Olís-deildarinnar. Guðrún kláraði leikinn en var drifin upp á spítala að honum loknum þar sem að hún var greind með heilahristing. Við tók endurhæfing en alltaf fann Guðrún fyrir stöðugum hausverk til lengri tíma og var hún þá greind með „post-concussion syndrome.“ „Einkennin eru mismunandi eftir einstaklingum en ég fæ mikinn höfuðverk og er með sjóntruflarnir, ljósfælni og hljóðfælni. Einnig skortir mig einbeitingu og fleira sem hefur mikil áhrif á daglegt líf. Það hefur gert það að verkum að ég get ekki stundað handbolta,“ segir Guðrún Ósk í viðtali við RÚV.Heilahristingurinn og eftirmála hans hafa mun meiri áhrif á Guðrúnu en bara það að geta ekki æft handbolta. Daglegt líf reynist Guðrúnu erfitt og er hún komin á örorkubætur, að því segir í frétt RÚV, og hefur hún hefur þurft að hætta að vinna. Guðrún og maðurinn hennar, Árni Björn Kristjánsson, eiga einnig fatlaða stelpu og í baráttunni við veikindi sín hefur hreinlega reynst erfitt að sjá um hana og halda heimili á sama tíma. „Það hefur reynst erfitt að hugsa um hana og hvað þá að vera með heimili. Ég hef þurft að hætta í vinnu þannig að þetta hefur haft töluvert áhrif utan handboltans,“ segir Guðrún Ósk sem er að ná bata en það gerist hægt. „Ég myndi ekki segja [að ég sjái mun] dag frá degi en kannski frá mánuði til mánaðar. Ég sé samt framfarir þegar kemur að augnhreyfiæfingum og jafnvægi. Ég get kannski unnið lengur á lágum púls en ég gerði í byrjun. Ég get núna farið í göngutúr sem er jákvætt. Það gat ég ekki gert fyrst,“ segir Guðrún Ósk Maríasdóttir.Frétt RÚV má sjá hér. Heilbrigðismál Olís-deild kvenna Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sjá meira
Guðrún Ósk Maríasdóttir, einn besti handboltamarkvörður landsins undanfarin ár, gekk í raðir Stjörnunnar síðasta sumar eftir að vinna hvern titilinn á fætur öðrum með Fram, síðast Íslandsmeistaratitilinn fyrir tæpu ári síðan. Lítið varð úr fyrsta tímabilinu í Garðabænum þar sem að Guðrún, sem var valin besti leikmaður úrslitakeppninnar 2017 er hún varð meistari með Fram, fékk skot í höfuðið úr hraðaupphlaupi frá Perlu Ruth Albertsdóttur, leikmanni Selfoss, í leik liðanna í annarri umferð Olís-deildarinnar. Guðrún kláraði leikinn en var drifin upp á spítala að honum loknum þar sem að hún var greind með heilahristing. Við tók endurhæfing en alltaf fann Guðrún fyrir stöðugum hausverk til lengri tíma og var hún þá greind með „post-concussion syndrome.“ „Einkennin eru mismunandi eftir einstaklingum en ég fæ mikinn höfuðverk og er með sjóntruflarnir, ljósfælni og hljóðfælni. Einnig skortir mig einbeitingu og fleira sem hefur mikil áhrif á daglegt líf. Það hefur gert það að verkum að ég get ekki stundað handbolta,“ segir Guðrún Ósk í viðtali við RÚV.Heilahristingurinn og eftirmála hans hafa mun meiri áhrif á Guðrúnu en bara það að geta ekki æft handbolta. Daglegt líf reynist Guðrúnu erfitt og er hún komin á örorkubætur, að því segir í frétt RÚV, og hefur hún hefur þurft að hætta að vinna. Guðrún og maðurinn hennar, Árni Björn Kristjánsson, eiga einnig fatlaða stelpu og í baráttunni við veikindi sín hefur hreinlega reynst erfitt að sjá um hana og halda heimili á sama tíma. „Það hefur reynst erfitt að hugsa um hana og hvað þá að vera með heimili. Ég hef þurft að hætta í vinnu þannig að þetta hefur haft töluvert áhrif utan handboltans,“ segir Guðrún Ósk sem er að ná bata en það gerist hægt. „Ég myndi ekki segja [að ég sjái mun] dag frá degi en kannski frá mánuði til mánaðar. Ég sé samt framfarir þegar kemur að augnhreyfiæfingum og jafnvægi. Ég get kannski unnið lengur á lágum púls en ég gerði í byrjun. Ég get núna farið í göngutúr sem er jákvætt. Það gat ég ekki gert fyrst,“ segir Guðrún Ósk Maríasdóttir.Frétt RÚV má sjá hér.
Heilbrigðismál Olís-deild kvenna Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða