Þríeykið D, B og M; mestu þjóðernisseggir Evrópu!? Ole Anton Bieltvedt skrifar 13. febrúar 2019 07:00 Á dögunum birtist grein – skemmtilegt nokk á Net-Mogga –, um það, að einn öfgafyllsti hægriflokkur Norðurlanda, Svíþjóðardemókratarnir, hefði hætt að berjast gegn ESB-aðild Svía. Færðu þeir stefnuna yfir í það, að berjast fyrir breytingum á ESB innan frá, í stað þess, að berjast fyrir úrsögn. Svíþjóðardemókratar sáu auðvitað sæng sína upp reidda með það, að barátta fyrir útgöngu væri vonlaus, en skoðanakannanir í Svíþjóð sýna, að 77% landsmanna eru ánægðir með veru Svíþjóðar í ESB, en aðeins 7% óánægð. Það eru ekki bara Svíþjóðardemókratar, sem eru að sjá að sér og breyta sinni ESB-stefnu, ESB í vil, heldur líka flestir aðrir þjóðernis- og hægri-öfga-flokkar í Evrópu. Má þar nefna Enhedslisten í Danmörku, AfD í Þýzkalandi, FÖP í Austurríki, Lega Nord og 5-stjörnu hreyfinguna á Ítalíu, Front National í Frakklandi o.s.frv. Þessir flokkar sjá nú loks, að eina framtíðarlausnin fyrir Evrópu –með tilliti til samvinnu, efnahagslegra hagsmuna, velferðar, friðar og öryggis – er náið og sterkt samband evrópskra þjóðríkja; ESB. Það treystir sér enginn lengur til að standa gegn þessari sameiningu, enda um eða yfir 70% Evrópubúa ánægð með ESB og evruna. Lengst norður í Dumbshafi húka þó menn, lengst inni í hugmyndafræðilegum afdölum, sem ekki hafa enn séð eða skilið þessi sannindi; þríeyki afturhaldsseggja: Sjálfstæðismenn, Framsóknarmenn og Miðflokkur. Í fyrra lífi hafa foringjar þessara flokka eflaust tekið þátt í hópreið bænda til Reykjavíkur til að mótmæla því, að Ísland yrði, á sínum tíma, sett í símasamband við útlönd. Ekki hugsa þessir menn út í eða skilja eftirfarandi staðreyndir: Fyrir 100 árum voru jarðarbúar 2 milljarðar og Evrópubúar 500 milljónir; 25% jarðarbúa. Í dag eru jarðarbúar 7,5 milljarðar, en Evrópubúar eru enn 500 milljónir; 7% jarðarbúa. Um næstu aldamót munu jarðarbúar verða um 11,5 milljarðar, en Evrópubúar verða enn aðeins 500 milljónir, 4,3% jarðarbúa. Hvernig eiga Evrópubúar að geta varið siðmenningu sína og lífshætti, lýðræðið, velferð sína og velmegun, öryggi og landamæri, ef þeir standa ekki saman sem ein sterk og órofa fylking í framtíðinni? Hvernig halda þjóðernisseggir, að færi fyrir Evrópu, ef hún væri öll uppskipt, hver þjóð í sérhagsmunabaráttu fyrir sig og ágreiningur og átök milli þjóðríkja? Við gengum 70-80% í ESB með EES-samningnum 1994, og með þátttöku í Schengen-samkomulaginu má segja, að þessi aðild hafi aukizt í 80-90%. Sjá afturhaldsseggir ekki hvað þessi þátttaka og aðild hefur skilað okkur miklu með tilliti til efnahags og velferðar, með tilliti til frjálsræðis – við getum farið frjálslega um allt að 30 önnur lönd, setzt þar að og starfað, ef við viljum, stundað þar nám að vild, mest allt án landamæra- og vegabréfaeftirlits – og m.t.t. friðar og öryggis, en ESB ásamt með NATO hefur tryggt frið og velferð í Evrópu nú í 75 ár, og, að næsta skref hljóti að vera full ESB-aðild, þannig, að við fáum okkar eigin kommissar í Brussel, 6 menn á Evrópuþingið svo við getum látið rödd Íslands heyrast, látið að okkur kveða á réttum stöðum og haft áhrif í Evrópu, en eins og staðan er nú, án 100% aðildar, erum við algjörlega áhrifalaus. Það stærsta þó, sem þessi þjóðernis- og þröngsýnisöfl sjá ekki eða skilja ekki, er, að með fullri aðild og upptöku evru myndu nýir og betri tímar renna upp í okkar landi, með stöðugleika og öryggi, menn myndu vita, hvar þeir stæðu í sínum fjármálum í nútíð og framtíð, með lágvöxtum og stórfelldum vaxtasparnaði og með enn fjölbreyttari verzlun og þjónustu, en við höfum nokkru sinni áður kynnzt eða notið. Sem betur fer liggur fyrir, að skýr meirihluti þjóðarinnar, 56%, vill taka upp evruna. Er brýnt, að þetta fólk fari að fjalla um málið í daglegri umræðu, og að það gæti þess vel hvaða stjórnmálaflokk það kýs í framtíðinni. Forðast verður með öllu D, B og M. Alveg sérstaklega M. Fyrir síðustu kosningar bauðst M til að gefa landsmönnum banka, væntanlega til að auka fylgi sitt. Það segir nóg um M. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Á dögunum birtist grein – skemmtilegt nokk á Net-Mogga –, um það, að einn öfgafyllsti hægriflokkur Norðurlanda, Svíþjóðardemókratarnir, hefði hætt að berjast gegn ESB-aðild Svía. Færðu þeir stefnuna yfir í það, að berjast fyrir breytingum á ESB innan frá, í stað þess, að berjast fyrir úrsögn. Svíþjóðardemókratar sáu auðvitað sæng sína upp reidda með það, að barátta fyrir útgöngu væri vonlaus, en skoðanakannanir í Svíþjóð sýna, að 77% landsmanna eru ánægðir með veru Svíþjóðar í ESB, en aðeins 7% óánægð. Það eru ekki bara Svíþjóðardemókratar, sem eru að sjá að sér og breyta sinni ESB-stefnu, ESB í vil, heldur líka flestir aðrir þjóðernis- og hægri-öfga-flokkar í Evrópu. Má þar nefna Enhedslisten í Danmörku, AfD í Þýzkalandi, FÖP í Austurríki, Lega Nord og 5-stjörnu hreyfinguna á Ítalíu, Front National í Frakklandi o.s.frv. Þessir flokkar sjá nú loks, að eina framtíðarlausnin fyrir Evrópu –með tilliti til samvinnu, efnahagslegra hagsmuna, velferðar, friðar og öryggis – er náið og sterkt samband evrópskra þjóðríkja; ESB. Það treystir sér enginn lengur til að standa gegn þessari sameiningu, enda um eða yfir 70% Evrópubúa ánægð með ESB og evruna. Lengst norður í Dumbshafi húka þó menn, lengst inni í hugmyndafræðilegum afdölum, sem ekki hafa enn séð eða skilið þessi sannindi; þríeyki afturhaldsseggja: Sjálfstæðismenn, Framsóknarmenn og Miðflokkur. Í fyrra lífi hafa foringjar þessara flokka eflaust tekið þátt í hópreið bænda til Reykjavíkur til að mótmæla því, að Ísland yrði, á sínum tíma, sett í símasamband við útlönd. Ekki hugsa þessir menn út í eða skilja eftirfarandi staðreyndir: Fyrir 100 árum voru jarðarbúar 2 milljarðar og Evrópubúar 500 milljónir; 25% jarðarbúa. Í dag eru jarðarbúar 7,5 milljarðar, en Evrópubúar eru enn 500 milljónir; 7% jarðarbúa. Um næstu aldamót munu jarðarbúar verða um 11,5 milljarðar, en Evrópubúar verða enn aðeins 500 milljónir, 4,3% jarðarbúa. Hvernig eiga Evrópubúar að geta varið siðmenningu sína og lífshætti, lýðræðið, velferð sína og velmegun, öryggi og landamæri, ef þeir standa ekki saman sem ein sterk og órofa fylking í framtíðinni? Hvernig halda þjóðernisseggir, að færi fyrir Evrópu, ef hún væri öll uppskipt, hver þjóð í sérhagsmunabaráttu fyrir sig og ágreiningur og átök milli þjóðríkja? Við gengum 70-80% í ESB með EES-samningnum 1994, og með þátttöku í Schengen-samkomulaginu má segja, að þessi aðild hafi aukizt í 80-90%. Sjá afturhaldsseggir ekki hvað þessi þátttaka og aðild hefur skilað okkur miklu með tilliti til efnahags og velferðar, með tilliti til frjálsræðis – við getum farið frjálslega um allt að 30 önnur lönd, setzt þar að og starfað, ef við viljum, stundað þar nám að vild, mest allt án landamæra- og vegabréfaeftirlits – og m.t.t. friðar og öryggis, en ESB ásamt með NATO hefur tryggt frið og velferð í Evrópu nú í 75 ár, og, að næsta skref hljóti að vera full ESB-aðild, þannig, að við fáum okkar eigin kommissar í Brussel, 6 menn á Evrópuþingið svo við getum látið rödd Íslands heyrast, látið að okkur kveða á réttum stöðum og haft áhrif í Evrópu, en eins og staðan er nú, án 100% aðildar, erum við algjörlega áhrifalaus. Það stærsta þó, sem þessi þjóðernis- og þröngsýnisöfl sjá ekki eða skilja ekki, er, að með fullri aðild og upptöku evru myndu nýir og betri tímar renna upp í okkar landi, með stöðugleika og öryggi, menn myndu vita, hvar þeir stæðu í sínum fjármálum í nútíð og framtíð, með lágvöxtum og stórfelldum vaxtasparnaði og með enn fjölbreyttari verzlun og þjónustu, en við höfum nokkru sinni áður kynnzt eða notið. Sem betur fer liggur fyrir, að skýr meirihluti þjóðarinnar, 56%, vill taka upp evruna. Er brýnt, að þetta fólk fari að fjalla um málið í daglegri umræðu, og að það gæti þess vel hvaða stjórnmálaflokk það kýs í framtíðinni. Forðast verður með öllu D, B og M. Alveg sérstaklega M. Fyrir síðustu kosningar bauðst M til að gefa landsmönnum banka, væntanlega til að auka fylgi sitt. Það segir nóg um M.
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar